Lífið

Endurfundir Madonnu og Seans Penn

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Myndin sem gaf orðrómi um endurfundi byr undir báða vængi  er tekin þann 24. september síðastliðinn, þegar Madonna og Steven Klein héldu secretprojectrevolution-veislu í Gagosian-galleríinu í New York.
Myndin sem gaf orðrómi um endurfundi byr undir báða vængi er tekin þann 24. september síðastliðinn, þegar Madonna og Steven Klein héldu secretprojectrevolution-veislu í Gagosian-galleríinu í New York. AFP/NordicPhotos
Orðrómur þess efnis að Sean Penn og Madonna séu byrjuð saman á ný flýgur nú fjöllum hærra vestanhafs, síðan mynd birtist af parinu í veislu í New York-borg í september.

Fyrir tveimur vikum fóru þau svo saman til Haítí til að sinna góðgerðarmálum, en Sean Penn hefur verið atkvæðamikill í góðgerðarstarfsemi þar í landi.

Með í för var 13 ára sonur Madonnu og fyrrverandi eiginmanns hennar, leikstjórans Guy Ritchie, og virtist fara vel á með þeim.

Rocco hlóð meðal annars upp mynd af þeim félögum á samfélagsmiðilinn Instagram, sem sjá má hér að neðan.

Myndin hlaut gríðarlega athygli, en tæplega fjögur þúsund manns hafa þegar látið sér líka við myndina og sumir gengið svo langt að skilja eftir athugasemdir þar sem þeir hvetja Madonnu til að giftast Penn á ný.







Madonna og Sean Penn koma af æfingu á leikritinu Goose and Tom Tom í ágúst 1986.AFP/NordicPhotos
Madonna, sem er 55 ára gömul og Sean, sem er 53 ára, gengu í hjónaband árið 1985 en skildu fjórum árum síðar. Árið 1987 var greint frá því í fjölmiðlum að Madonna hefði verið lögð inn á spítala eftir að Sean hafði lamið hana í andlitið með hafnaboltakylfu. Ári seinna var Madonna tekin í skýrslutöku hjá lögreglunni í Malibu eftir að Penn hafði bundið hana við stól á heimili sínu, í níu klukkutíma. 

Þrátt fyrir allt hafa þau alltaf haldið sambandi og verið náin.

Í sumar lét Debi Mazar, leikkona og góð vinkona Madonnu, hafa það eftir sér að Sean væri ástin í lífi vinkonu sinnar. 

Penn skildi við eiginkonu sína, Robin Wright Penn, árið 2010 og Madonna skildi við eiginmanninn Guy Ritchie árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.