Lífið

Seinfeld-aðdáendur sameinist á Harlem

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Bobby er einn af þeim sem skipuleggja hátíðina en frítt er inn á gleðina.
Bobby er einn af þeim sem skipuleggja hátíðina en frítt er inn á gleðina. .Fréttablaðið/GVA
„Við vildum tengja jólahátíðina við þessa hátíð í Seinfeld-þáttunum sem heitir Festivus. Sú hátíð er fyrir fólk sem er á móti neysluvæðingu jólanna og er slagorðið „Festivus for the rest of us“. Þetta er líka bara hátíð fyrir aðdáendur þáttanna,“ segir hönnuðurinn Bobby Breiðholt, einn af þeim sem standa á bak við hátíð Seinfeld-aðdáenda á skemmtistaðnum Harlem 30. desember.

„Við ætlum að gera mikið úr þessu. Við ætlum að sýna þættina á skjá og verðum auðvitað með spurningakeppni. Síðan erum við að vinna í því að vera með aðrar uppákomur eins og til dæmis Kramer-keppni. Þá er hugmyndin að vera með frístandandi hurð og leyfa fólki að spreyta sig í að fljúga innum hana eins og Kramer. Svo verður fullt af ídýfu og bannað að „double dip“-a eins og George gerði svo eftirminnilega. Við verðum líka með súpu í verðlaun og það verður örugglega einhver vinalegur súpueldari sem skaffar okkur þann vinning.“ Bobby hefur verið aðdáandi þáttanna síðan sýningar á þeim hófust og er ekki í vafa um hverjar skemmtilegustu persónurnar eru.

„George er auðvitað langbestur. Aðrir skemmtilegir eru til dæmis J. Peterman sem talar svo dásamlega háfleygt mál. Aukapersónurnar eru margar svo litríkar og skemmtilegar. Þessir þættir endast svo vel. Friends voru vinsælir á sama tíma en Seinfeld er eiginlega Anti-Friends. Í Seinfeld eru allir vondir og ekkert sykursætt við vinasamböndin,“ segir Bobby og segir alveg leyfilegt að vera vondur á hátíðinni á Harlem þótt hann efist um að svo fari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.