Lífið

Hannes leigir út íbúðina

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er á förum frá landinu innan skamms þar sem hann er búinn að skrifa undir samning við norska úrvalsdeildarliðið Sandnes Ulf.

Hann og hans heittelskaða, Halla Jónsdóttir, leita nú logandi ljósi að góðu fólki til að leigja íbúð þeirra á meðan þau dvelja í Noregi. Um er að ræða fjögurra herbergja blokkaríbúð í Stóragerði og geta áhugasamir haft samband beint við markvörðinn knáa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.