Lífið

Úlfur og Ylfa náttfötin frá íslenska barnafatamerkinu Ígló & Indí

Marín Manda skrifar
Guðrún Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Ígló & Indí.
Guðrún Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Ígló & Indí.
„Hugsunin á bak við Ígló og Indí hefur verið að búa til föt sem börn hafa fulla hreyfigetu í, föt sem eru litrík og glaðleg með flottri grafík, því börn tengja svo mikið við myndir,“ segir Guðrún Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Ígló & Indí.

Hún segir að þær Helga hafi uppgötvað að foreldrarnir, einkum mæðurnar, hafi gríðarlega mikinn áhuga á að hafa systkini klædd í stíl, sérstaklega þegar kemur að sparifötum. „Við tókum þá ákvörðun fyrir tveimur árum að hanna sparilínuna okkar út frá svokölluðu „systkinakonsepti? þar sem fötin passa saman fyrir börn á aldrinum 0 til 12 ára,“ segir Guðrún Tinna og heldur áfram: „Nú hafa náttfötin bæst í hópinn með eitt af uppáhaldsdýrunum okkar úr Ígló & Indí-heiminum, sem er ljónið, en þau fást bæði fyrir stelpur og stráka.“

Náttfötin fást í stærðunum 92/98 til 152/158 í verslun Ígló & Indí í Kringlunni eða í vefversluninni igloandindi.com.

Úlfur og Ylfa, náttfötin frá Ígló & Indí.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.