Lífið

Himneskt bambusnudd sem dregur úr streitu og veitir vellíðan

Marín Manda skrifar
Ágústa Kristjánsdóttir segir nuddið unaðslegt.
Ágústa Kristjánsdóttir segir nuddið unaðslegt.
Nýleg bambus-nuddmeðferð sem hefur notið mikilla vinsælda um allan heim er komin til Íslands.

„Við fórum tvær til London á námskeið til að læra þetta nudd og vorum strax alveg heillaðar. Sjálf er ég sérstaklega hrifin af svona heitum meðferðum þar sem mér finnst þær vinna mjög vel á vöðvabólgu og stífum vöðvum. Hitinn er róandi og nuddþeginn nær djúpri slökun. Bambusnudd er einstök upplifun,“ segir Ágústa Kristjánsdóttir, eigandi snyrtistofunnar Ágústu.

„Nudd hefur verið notað í gegnum aldirnar til að vinna á meinum og viðhalda góðri heilsu. Í þessu nuddi mætast vestrænar og austrænar nuddaðferðir og útkoman er áhrifarík.“ Ágústa segir nuddþegann fá nudd á allan líkamann með heitum bambus sem gefur djúpt og áhrifaríkt nudd.

Nuddarinn rúllar bambusnum eftir líkamanum með sérstakri tækni sem er afskaplega slakandi og róandi. Hitinn af bambusnum er róandi og nuddið sjálft er slakandi, sem dregur úr streitu og þreytu. Bambusinn örvar alla starfsemi líkamans og eykur súrefnis- og blóðflæði til húðarinnar.

„Þessi meðferð er fyrir alla sem vilja fá jafnvægi á líkama og sál með djúpu og heitu nuddi, en þetta er líka góð dekurgjöf í jólapakkann,“ segir Ágústa. 

Nánari upplýsingar um bambusnuddið er að finna á snyrtistofanagusta.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.