Lífið

Ilmur af jólum í Grafarvogskirkju

Marín Manda skrifar
Hera Björk
Hera Björk
Standandi fagnaðarlæti urðu í lok tónleikanna Ilmur af jólum í troðfullri Grafarvogskirkju þar sem Hera Björk, Eyþór Ingi, Pétur Örn og Margrét Eir komu fram með stórkór Lindakirkju, gospelröddum og hjómsveit undir stjórn Óskars Einarssonar.

Flutt voru lög af nýrri plötu Heru, Ilmur af jólum 2, ásamt lögum af þeirri eldri sem kom út fyrir 13 árum. Til viðbótar voru sungin þekkt jólalög. Þá komu Eyþór Ingi og Pétur Örn fram og fluttu lagið Ég á líf, ásamt kórnum, gospelröddunum og hljómsveitinni svo fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna.

Eftir tónleikana myndaðist löng röð í áritun hjá Heru Björk sem flytur af landi brott fljótlega eftir áramót.

Hera Björk





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.