Lífið

Russell Brand keypti sér kvenmannsskó á Laugaveginum

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Russell Brand keypti sér kvenmannsskó af mikilli kurteisi.
Russell Brand keypti sér kvenmannsskó af mikilli kurteisi.
„Hann var mjög almennilegur og sagði þessi fleygu orð: „Ay, you got those bloody bootsies?““ segir Þorsteinn Andri Haraldsson, sem afgreiddi grínistann Russell Brand á Laugaveginum. Á íslensku þýðir þessi spurning, hlaðin ensku slangri: „Áttu þessi bévítans stígvél?“ Þorsteinn segir Brand hafa hrifist mjög af kvenskóm sem hann sá í glugga búðarinnar. „Skórnir litu mjög vel út á honum. Þeir voru ástæðan fyrir því að hann kom inn í búðina. Mamma hans var þarna með honum og hún var eitthvað að skoða bara,“ útskýrir Þorsteinn.



Þorsteinn Andri afgreiddi bresku stórstjörnuna.
Hann segir Brand hafa verið einstaklega kurteisan. „Hann var ótrúlega almennilegur. Hann keypti sér þessa skó og einhver föt á frændur sína. Hann var hérna inni í dágóða stund og notaði klósett búðarinnar.“ Þorsteinn segir starfsmenn Cintamani-verslunarinnar vera vana því að sjá erlendar stórstjörnur í búðinni. „Sean Penn og fleiri hafa komið hingað. En Brand er örugglega sá fyrsti sem staldrar svona lengi við,“ segir Þorsteinn Andri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.