Að "hjallast“ úr sama farinu Frosti Ólafsson skrifar 7. desember 2013 06:00 Stjórnvöld fengu mjög skýr skilaboð í vikunni. Núverandi fyrirkomulag grunnskólanáms á Íslandi skilar ekki ásættanlegum árangri. Þótt PISA-könnun OECD sé ekki upphaf og endir allrar umræðu um gæði menntunar væri afar skammsýnt að taka niðurstöðurnar ekki alvarlega. Betri samanburður á frammistöðu nemenda er vandfundinn og rannsóknir hafa sýnt sterka fylgni á milli þróunar árangurs í PISA-könnunum og hagvaxtar. Ísland er í sérstakri stöðu hvað þessa hluti varðar. Fjárframlög hins opinbera á hvern grunnskólanema hafa farið vaxandi undanfarin 15 ár á sama tíma og dregið hefur verulega úr framlögum á hvern háskólanema. Ísland er enn fremur eina þjóðin innan OECD sem ráðstafar meiri fjármunum á hvern grunnskólanemanda en háskólanemanda. Þrátt fyrir þetta eru laun grunnskólakennara á Íslandi í lægri kantinum og almenn óánægja með starfskjör. Það er óhugsandi að ekki sé hægt að nýta fjármunina betur.Nýjar leiðir hafa borið árangur Fjölbreytni í rekstrarformi opinberrar þjónustu hefur skilað mjög góðum árangri, jafnt hérlendis sem erlendis. Á nýlegum fundi Samtaka verslunar og þjónustu um verkaskiptingu hins opinbera og einkaaðila hélt framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, Áslaug Hulda Jónsdóttir, afar áhugavert erindi um starfsemi og árangur fyrirtækisins. Það bregður mörgum í brún þegar orðið fyrirtæki er nefnt í þessu samhengi, enda hefur aðkoma einkaaðila að opinberri þjónustu verið viðkvæmt viðfangsefni á undanförnum árum. Þetta á einkum við þegar rætt er um menntun og heilbrigðisþjónustu. Slík viðhorf markast gjarnan af því að umræðu um fjármögnun og aðgengi að opinberri þjónustu er blandað við umræðu um rekstur hennar. Þegar horft er á þann árangur sem starfsemi fyrirtækis eins og Hjallastefnan hefur náð er óumflýjanlegt að spyrja hvort hér liggi ekki hluti af lausn vandans í grunnskólakerfinu. Námsárangur nemenda innan Hjallastefnunnar hefur verið góður, nemendum líður vel og ásókn í skólana er langt umfram það sem starfsemin annar. Hér er ekki átt við að uppskrift Hjallastefnunnar sé sú eina rétta. Það sem velgengni hennar sýnir aftur á móti fram á eru þau miklu tækifæri sem samkeppni, nýsköpun og fjölbreytileiki skapa. Í dag eru einungis 2,5% grunnskólanemenda í sjálfstæðum skólum og fæstir foreldrar standa frammi fyrir valkostum þegar kemur að grunnskólamenntun barna sinna. Þessu ætti að breyta.Tækifærin liggja víðar Að lokum er vert að benda á að vandinn í grunnskólakerfinu á sér sterka hliðstæðu í stærra viðfangsefni: Hvernig efla megi opinbera þjónustu á sama tíma og dregið er úr útgjöldum? Fram til þessa hefur aðferðafræði hagræðingaraðgerða í opinberum fjármálum fyrst og fremst gengið út á að reyna að gera sömu hlutina með sama hætti fyrir minni fjármuni. Í stað þess að hjakka í sama farinu verður að nýta þessar áskoranir með uppbyggilegri hætti og spyrja í auknum mæli hvað megi gera öðruvísi. Þar spilar samstarf og verkaskipting hins opinbera og einkaaðila lykilhlutverk. Aukin aðkoma einkaaðila að opinberum rekstri getur skilað miklum ávinningi ef rétt er haldið á spilunum eins og dæmin sanna. Þessi ávinningur er ekki eingöngu fólginn í hagkvæmni í rekstri, heldur ekki síður auknu vali neytenda og hvötum til nýsköpunar. Hleypidómar, íhaldssemi og tortryggni mega ekki koma í veg fyrir að allir kostir verði skoðaðir til hlítar á málefnalegan og skynsamlegan máta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld fengu mjög skýr skilaboð í vikunni. Núverandi fyrirkomulag grunnskólanáms á Íslandi skilar ekki ásættanlegum árangri. Þótt PISA-könnun OECD sé ekki upphaf og endir allrar umræðu um gæði menntunar væri afar skammsýnt að taka niðurstöðurnar ekki alvarlega. Betri samanburður á frammistöðu nemenda er vandfundinn og rannsóknir hafa sýnt sterka fylgni á milli þróunar árangurs í PISA-könnunum og hagvaxtar. Ísland er í sérstakri stöðu hvað þessa hluti varðar. Fjárframlög hins opinbera á hvern grunnskólanema hafa farið vaxandi undanfarin 15 ár á sama tíma og dregið hefur verulega úr framlögum á hvern háskólanema. Ísland er enn fremur eina þjóðin innan OECD sem ráðstafar meiri fjármunum á hvern grunnskólanemanda en háskólanemanda. Þrátt fyrir þetta eru laun grunnskólakennara á Íslandi í lægri kantinum og almenn óánægja með starfskjör. Það er óhugsandi að ekki sé hægt að nýta fjármunina betur.Nýjar leiðir hafa borið árangur Fjölbreytni í rekstrarformi opinberrar þjónustu hefur skilað mjög góðum árangri, jafnt hérlendis sem erlendis. Á nýlegum fundi Samtaka verslunar og þjónustu um verkaskiptingu hins opinbera og einkaaðila hélt framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, Áslaug Hulda Jónsdóttir, afar áhugavert erindi um starfsemi og árangur fyrirtækisins. Það bregður mörgum í brún þegar orðið fyrirtæki er nefnt í þessu samhengi, enda hefur aðkoma einkaaðila að opinberri þjónustu verið viðkvæmt viðfangsefni á undanförnum árum. Þetta á einkum við þegar rætt er um menntun og heilbrigðisþjónustu. Slík viðhorf markast gjarnan af því að umræðu um fjármögnun og aðgengi að opinberri þjónustu er blandað við umræðu um rekstur hennar. Þegar horft er á þann árangur sem starfsemi fyrirtækis eins og Hjallastefnan hefur náð er óumflýjanlegt að spyrja hvort hér liggi ekki hluti af lausn vandans í grunnskólakerfinu. Námsárangur nemenda innan Hjallastefnunnar hefur verið góður, nemendum líður vel og ásókn í skólana er langt umfram það sem starfsemin annar. Hér er ekki átt við að uppskrift Hjallastefnunnar sé sú eina rétta. Það sem velgengni hennar sýnir aftur á móti fram á eru þau miklu tækifæri sem samkeppni, nýsköpun og fjölbreytileiki skapa. Í dag eru einungis 2,5% grunnskólanemenda í sjálfstæðum skólum og fæstir foreldrar standa frammi fyrir valkostum þegar kemur að grunnskólamenntun barna sinna. Þessu ætti að breyta.Tækifærin liggja víðar Að lokum er vert að benda á að vandinn í grunnskólakerfinu á sér sterka hliðstæðu í stærra viðfangsefni: Hvernig efla megi opinbera þjónustu á sama tíma og dregið er úr útgjöldum? Fram til þessa hefur aðferðafræði hagræðingaraðgerða í opinberum fjármálum fyrst og fremst gengið út á að reyna að gera sömu hlutina með sama hætti fyrir minni fjármuni. Í stað þess að hjakka í sama farinu verður að nýta þessar áskoranir með uppbyggilegri hætti og spyrja í auknum mæli hvað megi gera öðruvísi. Þar spilar samstarf og verkaskipting hins opinbera og einkaaðila lykilhlutverk. Aukin aðkoma einkaaðila að opinberum rekstri getur skilað miklum ávinningi ef rétt er haldið á spilunum eins og dæmin sanna. Þessi ávinningur er ekki eingöngu fólginn í hagkvæmni í rekstri, heldur ekki síður auknu vali neytenda og hvötum til nýsköpunar. Hleypidómar, íhaldssemi og tortryggni mega ekki koma í veg fyrir að allir kostir verði skoðaðir til hlítar á málefnalegan og skynsamlegan máta.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar