Enn ein tilraun til einkavæðingar Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir skrifar 5. desember 2013 06:00 Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar telur ástæðulaust að láta kanna með einhverjum sérstökum hætti hagkvæmni þess að selja 15,4% hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum. Það er ástæðan fyrir því að bæjarfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar greiddu atkvæði gegn tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að láta kanna hvort hagkvæmt væri að bærinn seldi hlut sinn í HS Veitum.Hlutur Hafnarfjarðar Rafveita Hafnarfjarðar og Hitaveita Suðurnesja sameinuðust árið 2001 og var breytt í hlutafélag. Við sameininguna eignaðist Hafnarfjarðarbær u.þ.b. 1/6 hlut í fyrirtækinu. Sá hlutur var og er í samræmi við virði þess orkudreifikerfis sem bærinn lagði inn árið 2001. Árið 2006 ákvað ríkið að selja sinn hlut í Hitaveitu Suðurnesja sem gerði það m.a. að verkum að einkaaðilar eignuðust hlut í því. Í kjölfarið voru sett lög á Íslandi sem kváðu á um skilyrðislausan aðskilnað samkeppnis- og sérleyfisstarfsemi orkufyrirtækja. Hitaveitu Suðurnesja var þá skipt upp í tvö fyrirtæki, HS Orku og HS Veitur. HS Veitur er almenningsveita, dreifingarfyrirtæki sem er með einokunaraðstöðu á sínu sviði. Lög um veitufyrirtæki eru með þeim hætti að opinberir aðilar verða að eiga að lágmarki 51% hlutafjár. Hingað til hefur ekki verið ágreiningur um þennan eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í veitufyrirtækinu. Það er því eðlilegt að við í Hafnarfirði eigum með beinni eignaraðild aðkomu og hlutdeild að HS Veitum sem er almannafyrirtæki í almannaþjónustu.Stökkvum ekki á skyndilausnir Það að reyna að draga upp þá mynd að nauðsynlegt sé að selja hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum vegna bágrar fjárhagsstöðu stenst ekki skoðun. Ef rekstur Hafnarfjarðarbæjar er skoðaður á þessu kjörtímabili sést hvernig núverandi meirihluti hefur markvist unnið að bættum fjárhag sveitarfélagsins bæði með markvissum skrefum í að auka tekjur og ekki síður með því að draga úr kostnaði í rekstri sveitarfélagsins með fjölbreyttum hætti. Í staðinn fyrir að beina sjónum sínum að skyndilausnum, sem eru skammgóður vermir, þá hefur núverandi meirihluti Vinstri grænna og Samfylkingar lagt mikla áherslu á að stökkva ekki á skyndilausnir heldur hugsa til lengri tíma og huga að skipulegri uppbyggingu á styrkri fjárhagsstjórn hjá Hafnarfjarðarbæ. Yfirlýst og samþykkt stefna Sjálfstæðisflokksins er að stuðla að einkavæðingu á sem flestum sviðum. Það er því aumt að þora ekki að koma bara hreint til dyranna og viðurkenna það. Þess í stað að reyna að réttlæta tillögu að sölu með því að reyna að draga fjárhagslega burði sveitarfélagsins í efa. Bæjarfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar höfnuðu því tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem miðar að sölu á hlut bæjarins í HS Veitum, og ítrekuðu þá afstöðu að eignarhluti Hafnarfjarðarbæjar yrði áfram í samfélagslegri eigu. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar telur því með öllu ástæðulaust að láta kanna með einhverjum sérstökum hætti hagkvæmni þess að selja 15,4% hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar telur ástæðulaust að láta kanna með einhverjum sérstökum hætti hagkvæmni þess að selja 15,4% hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum. Það er ástæðan fyrir því að bæjarfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar greiddu atkvæði gegn tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að láta kanna hvort hagkvæmt væri að bærinn seldi hlut sinn í HS Veitum.Hlutur Hafnarfjarðar Rafveita Hafnarfjarðar og Hitaveita Suðurnesja sameinuðust árið 2001 og var breytt í hlutafélag. Við sameininguna eignaðist Hafnarfjarðarbær u.þ.b. 1/6 hlut í fyrirtækinu. Sá hlutur var og er í samræmi við virði þess orkudreifikerfis sem bærinn lagði inn árið 2001. Árið 2006 ákvað ríkið að selja sinn hlut í Hitaveitu Suðurnesja sem gerði það m.a. að verkum að einkaaðilar eignuðust hlut í því. Í kjölfarið voru sett lög á Íslandi sem kváðu á um skilyrðislausan aðskilnað samkeppnis- og sérleyfisstarfsemi orkufyrirtækja. Hitaveitu Suðurnesja var þá skipt upp í tvö fyrirtæki, HS Orku og HS Veitur. HS Veitur er almenningsveita, dreifingarfyrirtæki sem er með einokunaraðstöðu á sínu sviði. Lög um veitufyrirtæki eru með þeim hætti að opinberir aðilar verða að eiga að lágmarki 51% hlutafjár. Hingað til hefur ekki verið ágreiningur um þennan eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í veitufyrirtækinu. Það er því eðlilegt að við í Hafnarfirði eigum með beinni eignaraðild aðkomu og hlutdeild að HS Veitum sem er almannafyrirtæki í almannaþjónustu.Stökkvum ekki á skyndilausnir Það að reyna að draga upp þá mynd að nauðsynlegt sé að selja hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum vegna bágrar fjárhagsstöðu stenst ekki skoðun. Ef rekstur Hafnarfjarðarbæjar er skoðaður á þessu kjörtímabili sést hvernig núverandi meirihluti hefur markvist unnið að bættum fjárhag sveitarfélagsins bæði með markvissum skrefum í að auka tekjur og ekki síður með því að draga úr kostnaði í rekstri sveitarfélagsins með fjölbreyttum hætti. Í staðinn fyrir að beina sjónum sínum að skyndilausnum, sem eru skammgóður vermir, þá hefur núverandi meirihluti Vinstri grænna og Samfylkingar lagt mikla áherslu á að stökkva ekki á skyndilausnir heldur hugsa til lengri tíma og huga að skipulegri uppbyggingu á styrkri fjárhagsstjórn hjá Hafnarfjarðarbæ. Yfirlýst og samþykkt stefna Sjálfstæðisflokksins er að stuðla að einkavæðingu á sem flestum sviðum. Það er því aumt að þora ekki að koma bara hreint til dyranna og viðurkenna það. Þess í stað að reyna að réttlæta tillögu að sölu með því að reyna að draga fjárhagslega burði sveitarfélagsins í efa. Bæjarfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar höfnuðu því tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem miðar að sölu á hlut bæjarins í HS Veitum, og ítrekuðu þá afstöðu að eignarhluti Hafnarfjarðarbæjar yrði áfram í samfélagslegri eigu. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar telur því með öllu ástæðulaust að láta kanna með einhverjum sérstökum hætti hagkvæmni þess að selja 15,4% hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun