Enn ein tilraun til einkavæðingar Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir skrifar 5. desember 2013 06:00 Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar telur ástæðulaust að láta kanna með einhverjum sérstökum hætti hagkvæmni þess að selja 15,4% hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum. Það er ástæðan fyrir því að bæjarfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar greiddu atkvæði gegn tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að láta kanna hvort hagkvæmt væri að bærinn seldi hlut sinn í HS Veitum.Hlutur Hafnarfjarðar Rafveita Hafnarfjarðar og Hitaveita Suðurnesja sameinuðust árið 2001 og var breytt í hlutafélag. Við sameininguna eignaðist Hafnarfjarðarbær u.þ.b. 1/6 hlut í fyrirtækinu. Sá hlutur var og er í samræmi við virði þess orkudreifikerfis sem bærinn lagði inn árið 2001. Árið 2006 ákvað ríkið að selja sinn hlut í Hitaveitu Suðurnesja sem gerði það m.a. að verkum að einkaaðilar eignuðust hlut í því. Í kjölfarið voru sett lög á Íslandi sem kváðu á um skilyrðislausan aðskilnað samkeppnis- og sérleyfisstarfsemi orkufyrirtækja. Hitaveitu Suðurnesja var þá skipt upp í tvö fyrirtæki, HS Orku og HS Veitur. HS Veitur er almenningsveita, dreifingarfyrirtæki sem er með einokunaraðstöðu á sínu sviði. Lög um veitufyrirtæki eru með þeim hætti að opinberir aðilar verða að eiga að lágmarki 51% hlutafjár. Hingað til hefur ekki verið ágreiningur um þennan eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í veitufyrirtækinu. Það er því eðlilegt að við í Hafnarfirði eigum með beinni eignaraðild aðkomu og hlutdeild að HS Veitum sem er almannafyrirtæki í almannaþjónustu.Stökkvum ekki á skyndilausnir Það að reyna að draga upp þá mynd að nauðsynlegt sé að selja hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum vegna bágrar fjárhagsstöðu stenst ekki skoðun. Ef rekstur Hafnarfjarðarbæjar er skoðaður á þessu kjörtímabili sést hvernig núverandi meirihluti hefur markvist unnið að bættum fjárhag sveitarfélagsins bæði með markvissum skrefum í að auka tekjur og ekki síður með því að draga úr kostnaði í rekstri sveitarfélagsins með fjölbreyttum hætti. Í staðinn fyrir að beina sjónum sínum að skyndilausnum, sem eru skammgóður vermir, þá hefur núverandi meirihluti Vinstri grænna og Samfylkingar lagt mikla áherslu á að stökkva ekki á skyndilausnir heldur hugsa til lengri tíma og huga að skipulegri uppbyggingu á styrkri fjárhagsstjórn hjá Hafnarfjarðarbæ. Yfirlýst og samþykkt stefna Sjálfstæðisflokksins er að stuðla að einkavæðingu á sem flestum sviðum. Það er því aumt að þora ekki að koma bara hreint til dyranna og viðurkenna það. Þess í stað að reyna að réttlæta tillögu að sölu með því að reyna að draga fjárhagslega burði sveitarfélagsins í efa. Bæjarfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar höfnuðu því tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem miðar að sölu á hlut bæjarins í HS Veitum, og ítrekuðu þá afstöðu að eignarhluti Hafnarfjarðarbæjar yrði áfram í samfélagslegri eigu. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar telur því með öllu ástæðulaust að láta kanna með einhverjum sérstökum hætti hagkvæmni þess að selja 15,4% hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar telur ástæðulaust að láta kanna með einhverjum sérstökum hætti hagkvæmni þess að selja 15,4% hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum. Það er ástæðan fyrir því að bæjarfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar greiddu atkvæði gegn tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að láta kanna hvort hagkvæmt væri að bærinn seldi hlut sinn í HS Veitum.Hlutur Hafnarfjarðar Rafveita Hafnarfjarðar og Hitaveita Suðurnesja sameinuðust árið 2001 og var breytt í hlutafélag. Við sameininguna eignaðist Hafnarfjarðarbær u.þ.b. 1/6 hlut í fyrirtækinu. Sá hlutur var og er í samræmi við virði þess orkudreifikerfis sem bærinn lagði inn árið 2001. Árið 2006 ákvað ríkið að selja sinn hlut í Hitaveitu Suðurnesja sem gerði það m.a. að verkum að einkaaðilar eignuðust hlut í því. Í kjölfarið voru sett lög á Íslandi sem kváðu á um skilyrðislausan aðskilnað samkeppnis- og sérleyfisstarfsemi orkufyrirtækja. Hitaveitu Suðurnesja var þá skipt upp í tvö fyrirtæki, HS Orku og HS Veitur. HS Veitur er almenningsveita, dreifingarfyrirtæki sem er með einokunaraðstöðu á sínu sviði. Lög um veitufyrirtæki eru með þeim hætti að opinberir aðilar verða að eiga að lágmarki 51% hlutafjár. Hingað til hefur ekki verið ágreiningur um þennan eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í veitufyrirtækinu. Það er því eðlilegt að við í Hafnarfirði eigum með beinni eignaraðild aðkomu og hlutdeild að HS Veitum sem er almannafyrirtæki í almannaþjónustu.Stökkvum ekki á skyndilausnir Það að reyna að draga upp þá mynd að nauðsynlegt sé að selja hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum vegna bágrar fjárhagsstöðu stenst ekki skoðun. Ef rekstur Hafnarfjarðarbæjar er skoðaður á þessu kjörtímabili sést hvernig núverandi meirihluti hefur markvist unnið að bættum fjárhag sveitarfélagsins bæði með markvissum skrefum í að auka tekjur og ekki síður með því að draga úr kostnaði í rekstri sveitarfélagsins með fjölbreyttum hætti. Í staðinn fyrir að beina sjónum sínum að skyndilausnum, sem eru skammgóður vermir, þá hefur núverandi meirihluti Vinstri grænna og Samfylkingar lagt mikla áherslu á að stökkva ekki á skyndilausnir heldur hugsa til lengri tíma og huga að skipulegri uppbyggingu á styrkri fjárhagsstjórn hjá Hafnarfjarðarbæ. Yfirlýst og samþykkt stefna Sjálfstæðisflokksins er að stuðla að einkavæðingu á sem flestum sviðum. Það er því aumt að þora ekki að koma bara hreint til dyranna og viðurkenna það. Þess í stað að reyna að réttlæta tillögu að sölu með því að reyna að draga fjárhagslega burði sveitarfélagsins í efa. Bæjarfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar höfnuðu því tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem miðar að sölu á hlut bæjarins í HS Veitum, og ítrekuðu þá afstöðu að eignarhluti Hafnarfjarðarbæjar yrði áfram í samfélagslegri eigu. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar telur því með öllu ástæðulaust að láta kanna með einhverjum sérstökum hætti hagkvæmni þess að selja 15,4% hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar