Rafrænt fríríki er varasöm hugmynd Jón Kristinn Ragnarsson og Ólafur R. Rafnsson skrifar 5. desember 2013 06:00 Nokkur ríki heims hafa gert út á það að bjóða upp á skattaskjól og má nefna eyjarnar Cayman og Tortólu í því sambandi. Fyrir vikið hafa þessi ríki sætt harðri gagnrýni enda oft skuggalegar ástæður að baki því að fé er komið í skjól á fjarlægum eyjum. Að undanförnu hefur átt sér stað hér á landi umræða um að gera Ísland að einhvers konar fríríki internetsins. Það er ástæða til að staldra við og íhuga hvað það þýðir í raun. Er hugsanlega sú hætta til staðar að við verðum þekkt sem staðurinn þar sem óhreini þvottur netsins verður geymdur? Sú röksemd er ekki úr lausu lofti gripin. Nýlega aðstoðaði íslenska lögreglan bandarísku alríkislögregluna við að loka Silkislóðinni, vefsíðu sem starfaði sem markaðstorg með eiturlyf, leigumorðingja og annað misjafnt, en sú vefsíða var vistuð á Íslandi. Annað dæmi er heimasíðan The Pirate Bay sem er deilistöð fyrir höfundarréttarvarið efni en sú síða hefur verið á flótta um allan heim í nokkurn tíma eftir að hafa verið gerð brottræk frá heimalandi sínu Svíþjóð. Tilraunir voru gerðar til að tengja Pirate Bay og Ísland föstum böndum, meðal annars með að notast við .is endingu fyrir síðuna. Þeir sem talað hafa fyrir Íslandi sem fríríki internetsins segjast berjast fyrir réttindum almennings til upplýsinga og vilja til dæmis gera það eins auðvelt og mögulegt er fyrir fréttamenn og uppljóstrara að koma upplýsingum til almennings. Hins vegar hefur verið rætt um Ísland sem miðstöð fyrir upplýsingar og skiptir hugsanlega engu máli hvort viðkomandi viðskiptavinur sé að geyma einhvern óþverra, svo lengi sem viðkomandi borgar reikninginn. Hafa hér hugsanlega blandast saman beinir markaðshagsmunir og háleitari hugmyndir um tjáningarfrelsi?Þroskastig ekki mikið Finna má ýmsa vankanta á regluumhverfi netsins á Íslandi og það er ekki fyrr en í seinni tíð, þegar íslensk stjórnvöld virðast hafa áttað sig á mikilvægi þessa málaflokks, sem tekið hefur verið á þeim málum að einhverju marki. Þroskastig Íslands í netmálum er þó enn ekki mikið, sem setur okkar litla land frekar í annan eða þriðja flokk. Það eru flokkar þeirra ríkja sem standa ekki nægilega vel að regluverki internetsins, en sum hver eru samt sem áður að segja öðrum hvernig þeirra málum skuli háttað í þessum efnum. Það myndi kalla á hörð alþjóðleg viðbrögð ef Íslendingar tækju að sér að vista efni algjörlega óháð því hvað um er að ræða. Hvað með gögn er tengjast peningaþvætti, barnaníðingum eða viðskiptum með eiturlyf? Dettur einhverjum í hug að það yrði látið óáreitt ef Ísland skilgreindi sig sem rafrænt fríríki slíkra gagna? Hér er ástæða til að staldra við. Það að berjast fyrir því að Ísland verði fríríki á Internetinu með öllu sem því fylgir kann að vera sveipað rómantískum hetjuljóma. Þetta er hins vegar baráttumál sem myndi hafa slæmar afleiðingar í för með sér fyrir land og þjóð og er auk þess ekki það mikið hitamál fyrir þorra þjóðarinnar að það sé þess virði að hefja baráttuna. Stundum er betur heima setið. Þetta er eitt þeirra skipta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nokkur ríki heims hafa gert út á það að bjóða upp á skattaskjól og má nefna eyjarnar Cayman og Tortólu í því sambandi. Fyrir vikið hafa þessi ríki sætt harðri gagnrýni enda oft skuggalegar ástæður að baki því að fé er komið í skjól á fjarlægum eyjum. Að undanförnu hefur átt sér stað hér á landi umræða um að gera Ísland að einhvers konar fríríki internetsins. Það er ástæða til að staldra við og íhuga hvað það þýðir í raun. Er hugsanlega sú hætta til staðar að við verðum þekkt sem staðurinn þar sem óhreini þvottur netsins verður geymdur? Sú röksemd er ekki úr lausu lofti gripin. Nýlega aðstoðaði íslenska lögreglan bandarísku alríkislögregluna við að loka Silkislóðinni, vefsíðu sem starfaði sem markaðstorg með eiturlyf, leigumorðingja og annað misjafnt, en sú vefsíða var vistuð á Íslandi. Annað dæmi er heimasíðan The Pirate Bay sem er deilistöð fyrir höfundarréttarvarið efni en sú síða hefur verið á flótta um allan heim í nokkurn tíma eftir að hafa verið gerð brottræk frá heimalandi sínu Svíþjóð. Tilraunir voru gerðar til að tengja Pirate Bay og Ísland föstum böndum, meðal annars með að notast við .is endingu fyrir síðuna. Þeir sem talað hafa fyrir Íslandi sem fríríki internetsins segjast berjast fyrir réttindum almennings til upplýsinga og vilja til dæmis gera það eins auðvelt og mögulegt er fyrir fréttamenn og uppljóstrara að koma upplýsingum til almennings. Hins vegar hefur verið rætt um Ísland sem miðstöð fyrir upplýsingar og skiptir hugsanlega engu máli hvort viðkomandi viðskiptavinur sé að geyma einhvern óþverra, svo lengi sem viðkomandi borgar reikninginn. Hafa hér hugsanlega blandast saman beinir markaðshagsmunir og háleitari hugmyndir um tjáningarfrelsi?Þroskastig ekki mikið Finna má ýmsa vankanta á regluumhverfi netsins á Íslandi og það er ekki fyrr en í seinni tíð, þegar íslensk stjórnvöld virðast hafa áttað sig á mikilvægi þessa málaflokks, sem tekið hefur verið á þeim málum að einhverju marki. Þroskastig Íslands í netmálum er þó enn ekki mikið, sem setur okkar litla land frekar í annan eða þriðja flokk. Það eru flokkar þeirra ríkja sem standa ekki nægilega vel að regluverki internetsins, en sum hver eru samt sem áður að segja öðrum hvernig þeirra málum skuli háttað í þessum efnum. Það myndi kalla á hörð alþjóðleg viðbrögð ef Íslendingar tækju að sér að vista efni algjörlega óháð því hvað um er að ræða. Hvað með gögn er tengjast peningaþvætti, barnaníðingum eða viðskiptum með eiturlyf? Dettur einhverjum í hug að það yrði látið óáreitt ef Ísland skilgreindi sig sem rafrænt fríríki slíkra gagna? Hér er ástæða til að staldra við. Það að berjast fyrir því að Ísland verði fríríki á Internetinu með öllu sem því fylgir kann að vera sveipað rómantískum hetjuljóma. Þetta er hins vegar baráttumál sem myndi hafa slæmar afleiðingar í för með sér fyrir land og þjóð og er auk þess ekki það mikið hitamál fyrir þorra þjóðarinnar að það sé þess virði að hefja baráttuna. Stundum er betur heima setið. Þetta er eitt þeirra skipta.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun