Rafrænt fríríki er varasöm hugmynd Jón Kristinn Ragnarsson og Ólafur R. Rafnsson skrifar 5. desember 2013 06:00 Nokkur ríki heims hafa gert út á það að bjóða upp á skattaskjól og má nefna eyjarnar Cayman og Tortólu í því sambandi. Fyrir vikið hafa þessi ríki sætt harðri gagnrýni enda oft skuggalegar ástæður að baki því að fé er komið í skjól á fjarlægum eyjum. Að undanförnu hefur átt sér stað hér á landi umræða um að gera Ísland að einhvers konar fríríki internetsins. Það er ástæða til að staldra við og íhuga hvað það þýðir í raun. Er hugsanlega sú hætta til staðar að við verðum þekkt sem staðurinn þar sem óhreini þvottur netsins verður geymdur? Sú röksemd er ekki úr lausu lofti gripin. Nýlega aðstoðaði íslenska lögreglan bandarísku alríkislögregluna við að loka Silkislóðinni, vefsíðu sem starfaði sem markaðstorg með eiturlyf, leigumorðingja og annað misjafnt, en sú vefsíða var vistuð á Íslandi. Annað dæmi er heimasíðan The Pirate Bay sem er deilistöð fyrir höfundarréttarvarið efni en sú síða hefur verið á flótta um allan heim í nokkurn tíma eftir að hafa verið gerð brottræk frá heimalandi sínu Svíþjóð. Tilraunir voru gerðar til að tengja Pirate Bay og Ísland föstum böndum, meðal annars með að notast við .is endingu fyrir síðuna. Þeir sem talað hafa fyrir Íslandi sem fríríki internetsins segjast berjast fyrir réttindum almennings til upplýsinga og vilja til dæmis gera það eins auðvelt og mögulegt er fyrir fréttamenn og uppljóstrara að koma upplýsingum til almennings. Hins vegar hefur verið rætt um Ísland sem miðstöð fyrir upplýsingar og skiptir hugsanlega engu máli hvort viðkomandi viðskiptavinur sé að geyma einhvern óþverra, svo lengi sem viðkomandi borgar reikninginn. Hafa hér hugsanlega blandast saman beinir markaðshagsmunir og háleitari hugmyndir um tjáningarfrelsi?Þroskastig ekki mikið Finna má ýmsa vankanta á regluumhverfi netsins á Íslandi og það er ekki fyrr en í seinni tíð, þegar íslensk stjórnvöld virðast hafa áttað sig á mikilvægi þessa málaflokks, sem tekið hefur verið á þeim málum að einhverju marki. Þroskastig Íslands í netmálum er þó enn ekki mikið, sem setur okkar litla land frekar í annan eða þriðja flokk. Það eru flokkar þeirra ríkja sem standa ekki nægilega vel að regluverki internetsins, en sum hver eru samt sem áður að segja öðrum hvernig þeirra málum skuli háttað í þessum efnum. Það myndi kalla á hörð alþjóðleg viðbrögð ef Íslendingar tækju að sér að vista efni algjörlega óháð því hvað um er að ræða. Hvað með gögn er tengjast peningaþvætti, barnaníðingum eða viðskiptum með eiturlyf? Dettur einhverjum í hug að það yrði látið óáreitt ef Ísland skilgreindi sig sem rafrænt fríríki slíkra gagna? Hér er ástæða til að staldra við. Það að berjast fyrir því að Ísland verði fríríki á Internetinu með öllu sem því fylgir kann að vera sveipað rómantískum hetjuljóma. Þetta er hins vegar baráttumál sem myndi hafa slæmar afleiðingar í för með sér fyrir land og þjóð og er auk þess ekki það mikið hitamál fyrir þorra þjóðarinnar að það sé þess virði að hefja baráttuna. Stundum er betur heima setið. Þetta er eitt þeirra skipta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nokkur ríki heims hafa gert út á það að bjóða upp á skattaskjól og má nefna eyjarnar Cayman og Tortólu í því sambandi. Fyrir vikið hafa þessi ríki sætt harðri gagnrýni enda oft skuggalegar ástæður að baki því að fé er komið í skjól á fjarlægum eyjum. Að undanförnu hefur átt sér stað hér á landi umræða um að gera Ísland að einhvers konar fríríki internetsins. Það er ástæða til að staldra við og íhuga hvað það þýðir í raun. Er hugsanlega sú hætta til staðar að við verðum þekkt sem staðurinn þar sem óhreini þvottur netsins verður geymdur? Sú röksemd er ekki úr lausu lofti gripin. Nýlega aðstoðaði íslenska lögreglan bandarísku alríkislögregluna við að loka Silkislóðinni, vefsíðu sem starfaði sem markaðstorg með eiturlyf, leigumorðingja og annað misjafnt, en sú vefsíða var vistuð á Íslandi. Annað dæmi er heimasíðan The Pirate Bay sem er deilistöð fyrir höfundarréttarvarið efni en sú síða hefur verið á flótta um allan heim í nokkurn tíma eftir að hafa verið gerð brottræk frá heimalandi sínu Svíþjóð. Tilraunir voru gerðar til að tengja Pirate Bay og Ísland föstum böndum, meðal annars með að notast við .is endingu fyrir síðuna. Þeir sem talað hafa fyrir Íslandi sem fríríki internetsins segjast berjast fyrir réttindum almennings til upplýsinga og vilja til dæmis gera það eins auðvelt og mögulegt er fyrir fréttamenn og uppljóstrara að koma upplýsingum til almennings. Hins vegar hefur verið rætt um Ísland sem miðstöð fyrir upplýsingar og skiptir hugsanlega engu máli hvort viðkomandi viðskiptavinur sé að geyma einhvern óþverra, svo lengi sem viðkomandi borgar reikninginn. Hafa hér hugsanlega blandast saman beinir markaðshagsmunir og háleitari hugmyndir um tjáningarfrelsi?Þroskastig ekki mikið Finna má ýmsa vankanta á regluumhverfi netsins á Íslandi og það er ekki fyrr en í seinni tíð, þegar íslensk stjórnvöld virðast hafa áttað sig á mikilvægi þessa málaflokks, sem tekið hefur verið á þeim málum að einhverju marki. Þroskastig Íslands í netmálum er þó enn ekki mikið, sem setur okkar litla land frekar í annan eða þriðja flokk. Það eru flokkar þeirra ríkja sem standa ekki nægilega vel að regluverki internetsins, en sum hver eru samt sem áður að segja öðrum hvernig þeirra málum skuli háttað í þessum efnum. Það myndi kalla á hörð alþjóðleg viðbrögð ef Íslendingar tækju að sér að vista efni algjörlega óháð því hvað um er að ræða. Hvað með gögn er tengjast peningaþvætti, barnaníðingum eða viðskiptum með eiturlyf? Dettur einhverjum í hug að það yrði látið óáreitt ef Ísland skilgreindi sig sem rafrænt fríríki slíkra gagna? Hér er ástæða til að staldra við. Það að berjast fyrir því að Ísland verði fríríki á Internetinu með öllu sem því fylgir kann að vera sveipað rómantískum hetjuljóma. Þetta er hins vegar baráttumál sem myndi hafa slæmar afleiðingar í för með sér fyrir land og þjóð og er auk þess ekki það mikið hitamál fyrir þorra þjóðarinnar að það sé þess virði að hefja baráttuna. Stundum er betur heima setið. Þetta er eitt þeirra skipta.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar