Rafrænt fríríki er varasöm hugmynd Jón Kristinn Ragnarsson og Ólafur R. Rafnsson skrifar 5. desember 2013 06:00 Nokkur ríki heims hafa gert út á það að bjóða upp á skattaskjól og má nefna eyjarnar Cayman og Tortólu í því sambandi. Fyrir vikið hafa þessi ríki sætt harðri gagnrýni enda oft skuggalegar ástæður að baki því að fé er komið í skjól á fjarlægum eyjum. Að undanförnu hefur átt sér stað hér á landi umræða um að gera Ísland að einhvers konar fríríki internetsins. Það er ástæða til að staldra við og íhuga hvað það þýðir í raun. Er hugsanlega sú hætta til staðar að við verðum þekkt sem staðurinn þar sem óhreini þvottur netsins verður geymdur? Sú röksemd er ekki úr lausu lofti gripin. Nýlega aðstoðaði íslenska lögreglan bandarísku alríkislögregluna við að loka Silkislóðinni, vefsíðu sem starfaði sem markaðstorg með eiturlyf, leigumorðingja og annað misjafnt, en sú vefsíða var vistuð á Íslandi. Annað dæmi er heimasíðan The Pirate Bay sem er deilistöð fyrir höfundarréttarvarið efni en sú síða hefur verið á flótta um allan heim í nokkurn tíma eftir að hafa verið gerð brottræk frá heimalandi sínu Svíþjóð. Tilraunir voru gerðar til að tengja Pirate Bay og Ísland föstum böndum, meðal annars með að notast við .is endingu fyrir síðuna. Þeir sem talað hafa fyrir Íslandi sem fríríki internetsins segjast berjast fyrir réttindum almennings til upplýsinga og vilja til dæmis gera það eins auðvelt og mögulegt er fyrir fréttamenn og uppljóstrara að koma upplýsingum til almennings. Hins vegar hefur verið rætt um Ísland sem miðstöð fyrir upplýsingar og skiptir hugsanlega engu máli hvort viðkomandi viðskiptavinur sé að geyma einhvern óþverra, svo lengi sem viðkomandi borgar reikninginn. Hafa hér hugsanlega blandast saman beinir markaðshagsmunir og háleitari hugmyndir um tjáningarfrelsi?Þroskastig ekki mikið Finna má ýmsa vankanta á regluumhverfi netsins á Íslandi og það er ekki fyrr en í seinni tíð, þegar íslensk stjórnvöld virðast hafa áttað sig á mikilvægi þessa málaflokks, sem tekið hefur verið á þeim málum að einhverju marki. Þroskastig Íslands í netmálum er þó enn ekki mikið, sem setur okkar litla land frekar í annan eða þriðja flokk. Það eru flokkar þeirra ríkja sem standa ekki nægilega vel að regluverki internetsins, en sum hver eru samt sem áður að segja öðrum hvernig þeirra málum skuli háttað í þessum efnum. Það myndi kalla á hörð alþjóðleg viðbrögð ef Íslendingar tækju að sér að vista efni algjörlega óháð því hvað um er að ræða. Hvað með gögn er tengjast peningaþvætti, barnaníðingum eða viðskiptum með eiturlyf? Dettur einhverjum í hug að það yrði látið óáreitt ef Ísland skilgreindi sig sem rafrænt fríríki slíkra gagna? Hér er ástæða til að staldra við. Það að berjast fyrir því að Ísland verði fríríki á Internetinu með öllu sem því fylgir kann að vera sveipað rómantískum hetjuljóma. Þetta er hins vegar baráttumál sem myndi hafa slæmar afleiðingar í för með sér fyrir land og þjóð og er auk þess ekki það mikið hitamál fyrir þorra þjóðarinnar að það sé þess virði að hefja baráttuna. Stundum er betur heima setið. Þetta er eitt þeirra skipta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Nokkur ríki heims hafa gert út á það að bjóða upp á skattaskjól og má nefna eyjarnar Cayman og Tortólu í því sambandi. Fyrir vikið hafa þessi ríki sætt harðri gagnrýni enda oft skuggalegar ástæður að baki því að fé er komið í skjól á fjarlægum eyjum. Að undanförnu hefur átt sér stað hér á landi umræða um að gera Ísland að einhvers konar fríríki internetsins. Það er ástæða til að staldra við og íhuga hvað það þýðir í raun. Er hugsanlega sú hætta til staðar að við verðum þekkt sem staðurinn þar sem óhreini þvottur netsins verður geymdur? Sú röksemd er ekki úr lausu lofti gripin. Nýlega aðstoðaði íslenska lögreglan bandarísku alríkislögregluna við að loka Silkislóðinni, vefsíðu sem starfaði sem markaðstorg með eiturlyf, leigumorðingja og annað misjafnt, en sú vefsíða var vistuð á Íslandi. Annað dæmi er heimasíðan The Pirate Bay sem er deilistöð fyrir höfundarréttarvarið efni en sú síða hefur verið á flótta um allan heim í nokkurn tíma eftir að hafa verið gerð brottræk frá heimalandi sínu Svíþjóð. Tilraunir voru gerðar til að tengja Pirate Bay og Ísland föstum böndum, meðal annars með að notast við .is endingu fyrir síðuna. Þeir sem talað hafa fyrir Íslandi sem fríríki internetsins segjast berjast fyrir réttindum almennings til upplýsinga og vilja til dæmis gera það eins auðvelt og mögulegt er fyrir fréttamenn og uppljóstrara að koma upplýsingum til almennings. Hins vegar hefur verið rætt um Ísland sem miðstöð fyrir upplýsingar og skiptir hugsanlega engu máli hvort viðkomandi viðskiptavinur sé að geyma einhvern óþverra, svo lengi sem viðkomandi borgar reikninginn. Hafa hér hugsanlega blandast saman beinir markaðshagsmunir og háleitari hugmyndir um tjáningarfrelsi?Þroskastig ekki mikið Finna má ýmsa vankanta á regluumhverfi netsins á Íslandi og það er ekki fyrr en í seinni tíð, þegar íslensk stjórnvöld virðast hafa áttað sig á mikilvægi þessa málaflokks, sem tekið hefur verið á þeim málum að einhverju marki. Þroskastig Íslands í netmálum er þó enn ekki mikið, sem setur okkar litla land frekar í annan eða þriðja flokk. Það eru flokkar þeirra ríkja sem standa ekki nægilega vel að regluverki internetsins, en sum hver eru samt sem áður að segja öðrum hvernig þeirra málum skuli háttað í þessum efnum. Það myndi kalla á hörð alþjóðleg viðbrögð ef Íslendingar tækju að sér að vista efni algjörlega óháð því hvað um er að ræða. Hvað með gögn er tengjast peningaþvætti, barnaníðingum eða viðskiptum með eiturlyf? Dettur einhverjum í hug að það yrði látið óáreitt ef Ísland skilgreindi sig sem rafrænt fríríki slíkra gagna? Hér er ástæða til að staldra við. Það að berjast fyrir því að Ísland verði fríríki á Internetinu með öllu sem því fylgir kann að vera sveipað rómantískum hetjuljóma. Þetta er hins vegar baráttumál sem myndi hafa slæmar afleiðingar í för með sér fyrir land og þjóð og er auk þess ekki það mikið hitamál fyrir þorra þjóðarinnar að það sé þess virði að hefja baráttuna. Stundum er betur heima setið. Þetta er eitt þeirra skipta.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun