
Orðsending til íslenskra karlmanna
Ég bý í landi þar sem dómskerfið er ekki skapað til að verja fólk eins og mig og ég þarf að treysta á lögregluyfirvöld þar sem alvarleg kynferðisleg áreitni og einelti viðgengst gagnvart konum. Ég starfa á vinnumarkaði þar sem ég fæ minna greitt en þú bara vegna þess að ég fæddist af öðru kyni og er ólíklegri til þess að komast áfram í starfi, alveg sama við hvað ég vinn.
Ef (þegar) ég eða vinkonur mínar verðum fyrir kynbundnu ofbeldi megum við segja frá því þeim sem vilja heyra. En við megum ekki segja hver beitti því. Þá gætum við skaðað orðspor eða jafnvel eyðilagt líf karlmanns.
Í mínum vinkvennahópi eru 11 konur. Þrjár þeirra búa við eða hafa búið við heimilisofbeldi af hálfu maka. Tveimur hefur verið nauðgað og ein var misnotuð sem barn. Ótrúlegt en satt er þetta algilt og jafnvel verra samkvæmt tölfræði um kynbundið ofbeldi.
Við vitum að ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál. Við heyrum fréttir frá löndum þar sem geisar stríð og nauðganir á konum er eitt af stríðsvopnum andstæðinganna. En það er ekki bara stríð í útlöndum og nauðgunum er ekki bara beitt sem vopni annars staðar. Það ríkir líka stríð gegn konum hér, en það fer fram hljóðlaust innan veggja heimilanna, heimila kvennanna sjálfra eða þar sem þær koma sem gestir. Kynferðislegt ofbeldi er mjög áhrifaríkt vopn til að halda konum niðri. Í stað þess að elta drauma sína eyðir stór hluti kvenþjóðarinnar góðum hluta lífsins í að vinna úr áfallinu að vera beitt kynferðislegu ofbeldi sem hefur í ofanálag engar afleiðingar fyrir þann sem beitti því.
Þetta er minn heimur en þú þekkir hann víst ekki neitt. Samt skapaðir þú hann ásamt bræðrum þínum. Þú ert í raun mín ógnarstjórn. Ég biðla því til þín að breyta hegðun þinni og þar með heimsmynd minni. Þú getur byrjað á sjálfum þér og svo bræðrum þínum. Ég veit og vona að þú sem ert búinn að lesa svona langt hafir áhuga á breytingu. Að gera samfélagið öruggara fyrir konur. Að litlu stelpurnar í dag geti strokið sér frjálst um höfuð þegar þær verða stórar. Stöndum saman um að vinna gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun

Kjarapakki Samfylkingar: Mildum höggið og vinnum gegn verðbólgu
Kristrún Frostadóttir skrifar

Samstaða og sniðganga - Suður-Afríka og Palestína
Guðrún Sif Friðriksdóttir skrifar

Fátækari með hverju árinu!
Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar

Sótsvartur veruleiki fatlaðs fólks á Íslandi
Sigríður Halla Magnúsdóttir skrifar

Hvert er hneykslið?
Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Vinátta - óvænti ávöxtur kveikjum neistans
Óskar Jósúason skrifar

Getur einkaaðili samið við ríkið um að hækka skatta á keppinautum sínum?
Ólafur Stephensen skrifar

Hvar stendur Framsókn?
Yousef Ingi Tamimi skrifar

Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 3
Viðar Hreinsson skrifar

Niðurstöður PISA og hvað svo?
Helga Sigrún Þórsdóttir,Svava Þ. Hjaltalín skrifar

Aðför að lánakjörum almennings
Bjarni Jónsson skrifar

Rennur vatnið upp í móti?
Jón Trausti Kárason skrifar

Horfum í spegil
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar

Fátækt barnafjölskyldna eykst ört á Íslandi
Stefán Ólafsson skrifar

Er of vont veður á höfuðborgarsvæðinu fyrir almenningssamgöngur?
Davíð Þorláksson skrifar

Tungumálainngilding fyrir okkur öll
Grace Achieng skrifar

Af hverju háir skattar og rándýr framtíðarstrætó?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Ætlar landsstjórnin að taka mark á Ríkisendurskoðun?
Þórarinn Eyfjörð skrifar

Verum okkur ekki til skammar í þessum málaflokki, heldur tökum á vandanum af alvöru
Davíð Bergmann skrifar

Aðför að lánakjörum almennings
Bjarni Jónsson skrifar

Er Barnasáttmálinn einskis virði í augum stjórnvalda?
Askur Hrafn Hannesson skrifar

Fórnarlambsstaða Vinstri Grænna
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar

Þú ert ekki leiðinlegt foreldri!
Skúli Bragi Geirdal skrifar

Framlag sjálfboðaliða í starfi Rauða krossins er ómetanlegt
Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar

Úrræðaleysi burt
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Kynþáttahyggja í stjórn HSÍ
Björn B Björnsson skrifar

Ógn og öryggi í Vesturbæ
Halla Helgadóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Ásdís Hlökk Theodórsdóttir,Auður Karítas Ásgeirsdóttir skrifar

Hvernig fæ ég manninn minn til að lesa þetta?
Hulda Tölgyes,Þorsteinn V. Einarsson skrifar