Fátækt barna á Íslandi Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 30. nóvember 2013 06:00 Íslenskt samfélag er eitt ríkasta samfélag í heiminum. Á undanförnum árum hefur þó þrengt að hjá mörgum, kjör fólks hafa rýrnað og ójöfnuður og fátækt aukist, ekki síst hjá barnafjölskyldum. Nú er talið að tæplega 9.000 börn á Íslandi búi við fátækt og hefur þeim farið fjölgandi. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest, eiga öll börn að njóta þeirra réttinda sem kveðið er á um í sáttmálanum og ekki má mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um að öll börn eigi rétt á að lifa og þroskast og fá að þroska hæfileika sína. Þau eiga að njóta heilbrigðisþjónustu og menntunar, hvíldar, tómstunda, skemmtana og leikja sem hæfa aldri þeirra og þroska. Sökum fátæktar geta þó sum börn ekki notið þessara mannréttinda. Ýmis heilbrigðisþjónusta, sem sum börn þurfa á að halda, er mjög kostnaðarsöm og mörgum foreldrum ofviða. Samkvæmt rannsóknum hefur ekkert neikvæðari áhrif á heilbrigði en ójöfnuður og fátækt. Skólar eru hornsteinar jafnræðis í samfélaginu, þar sem almennt er lítill munur á milli skóla á Íslandi. Skólinn hefur einstakt tækifæri til að jafna aðstöðu barna, þar sem flest börn sækja leikskóla og öll börn grunnskóla. Þó að grunnskólinn eigi að vera gjaldfrjáls er leikskólinn það ekki, auk þess fylgir mikill kostnaður grunnskólagöngu barna. Mikilvægt er að skólayfirvöld og sveitarstjórnir láti ekki stöðu og bágan efnahag foreldra bitna á börnum þeirra og tryggi að öll börn geti verið þátttakendur í því starfi sem skólinn stendur fyrir. Vitundarvakning Börn sem búa við fátækt eiga oft erfitt með að fylgja skólafélögum sínum eftir í ýmsu tómstundastarfi, eða taka þátt í leikjum eða skemmtunum. Þau geta jafnvel ekki haldið upp á viðburði og áfanga í lífi sínu eins og afmæli eða farið í afmæli hjá öðrum. Þau geta því ekki tekið virkan þátt í samfélaginu með öðrum börnum. Þau fara á mis við að kynnast því fjölbreytta samfélagi menningar, íþrótta og lista, sem gæti vakið áhuga þeirra, göfgað líf og styrkt sjálfsmynd. Þau fá ekki að nýta hæfileika sína, jafnvel ekki að uppgötva eigin hæfileika og hætta er á að þau verði félagslega einangruð. Íslenskt samfélag getur ekki skorast undan því að horfast í augu við aukna barnafátækt og aukinn ójöfnuð barna á Íslandi. Það verður að vera þjóðarsátt um að útrýma fátækt og að tryggja að öll börn á Íslandi geti lifað með reisn, fái að þroskast og nýta hæfileika sína. Slíkt er fjárfesting til framtíðar. Barnaheill- Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök og vilja stuðla að vitundarvakningu um að fjöldi barna nýtur ekki þeirra réttinda sem þeim ber sökum fátæktar. Samtökin vinna að verkefni um stöðu barna á Íslandi með tilliti til stöðu og efnahags foreldra þeirra og munu þeir fjármunir sem safnast í jólapeysuátakinu m.a. renna til þess verkefnis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag er eitt ríkasta samfélag í heiminum. Á undanförnum árum hefur þó þrengt að hjá mörgum, kjör fólks hafa rýrnað og ójöfnuður og fátækt aukist, ekki síst hjá barnafjölskyldum. Nú er talið að tæplega 9.000 börn á Íslandi búi við fátækt og hefur þeim farið fjölgandi. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest, eiga öll börn að njóta þeirra réttinda sem kveðið er á um í sáttmálanum og ekki má mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um að öll börn eigi rétt á að lifa og þroskast og fá að þroska hæfileika sína. Þau eiga að njóta heilbrigðisþjónustu og menntunar, hvíldar, tómstunda, skemmtana og leikja sem hæfa aldri þeirra og þroska. Sökum fátæktar geta þó sum börn ekki notið þessara mannréttinda. Ýmis heilbrigðisþjónusta, sem sum börn þurfa á að halda, er mjög kostnaðarsöm og mörgum foreldrum ofviða. Samkvæmt rannsóknum hefur ekkert neikvæðari áhrif á heilbrigði en ójöfnuður og fátækt. Skólar eru hornsteinar jafnræðis í samfélaginu, þar sem almennt er lítill munur á milli skóla á Íslandi. Skólinn hefur einstakt tækifæri til að jafna aðstöðu barna, þar sem flest börn sækja leikskóla og öll börn grunnskóla. Þó að grunnskólinn eigi að vera gjaldfrjáls er leikskólinn það ekki, auk þess fylgir mikill kostnaður grunnskólagöngu barna. Mikilvægt er að skólayfirvöld og sveitarstjórnir láti ekki stöðu og bágan efnahag foreldra bitna á börnum þeirra og tryggi að öll börn geti verið þátttakendur í því starfi sem skólinn stendur fyrir. Vitundarvakning Börn sem búa við fátækt eiga oft erfitt með að fylgja skólafélögum sínum eftir í ýmsu tómstundastarfi, eða taka þátt í leikjum eða skemmtunum. Þau geta jafnvel ekki haldið upp á viðburði og áfanga í lífi sínu eins og afmæli eða farið í afmæli hjá öðrum. Þau geta því ekki tekið virkan þátt í samfélaginu með öðrum börnum. Þau fara á mis við að kynnast því fjölbreytta samfélagi menningar, íþrótta og lista, sem gæti vakið áhuga þeirra, göfgað líf og styrkt sjálfsmynd. Þau fá ekki að nýta hæfileika sína, jafnvel ekki að uppgötva eigin hæfileika og hætta er á að þau verði félagslega einangruð. Íslenskt samfélag getur ekki skorast undan því að horfast í augu við aukna barnafátækt og aukinn ójöfnuð barna á Íslandi. Það verður að vera þjóðarsátt um að útrýma fátækt og að tryggja að öll börn á Íslandi geti lifað með reisn, fái að þroskast og nýta hæfileika sína. Slíkt er fjárfesting til framtíðar. Barnaheill- Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök og vilja stuðla að vitundarvakningu um að fjöldi barna nýtur ekki þeirra réttinda sem þeim ber sökum fátæktar. Samtökin vinna að verkefni um stöðu barna á Íslandi með tilliti til stöðu og efnahags foreldra þeirra og munu þeir fjármunir sem safnast í jólapeysuátakinu m.a. renna til þess verkefnis.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar