Þetta fólk dregur sig í hlé – af málhöltum! Baldur Kristjánsson skrifar 16. nóvember 2013 06:00 Í dag hefst Kirkjuþing hinnar íslensku þjóðkirkju sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi. Ég sem fulltrúi vígðra manna í Suðurprófastsdæmi hyggst sitja þingið. Það er þó ekkert sjálfsagt. Ég fékk heilastíflu, slag eða heilablæðingu eða hvað við eigum að kalla það í febrúar sl. Ef ekki væri fyrir hárrétt viðbrögð dóttur minnar 9 ára, starfsfólks sjúkrabíls, starfsfólks og lækna á taugadeild og taugaskurðdeild Fossvogsspítala væri ég búinn að vera dauður lengi. Síðan tók við frábær umönnun Grensáss og síðar nærsamfélags. Ég virðist ætla að ná bærilegri heilsu þó vafi leiki á einu, tali, og þá kem ég að þeirri framhleypni minni að ætla að mæta á vinnuþing og málþing kirkjunnar sem fulltrúi altalandi fólks. Skylt er að taka það fram að það virðist vera hluti af meðferðinni að telja sjúklingum trú um að þeir geti mikið og geti meira fljótlega. Þannig hef ég alltaf staðið í þeirri trú að ég yrði altalandi fljótlega. Slík trú heldur í manni lífinu. Á hverju ári fá 400 Íslendingar slag (samheiti), rúmlega einn á dag. Margir þeirra verða málstola um lengri eða skemmri tíma. Fyrir utan þá sem veikjast eiga margir erfitt um mál. Eru með einhverjum hætti málhaltir. Þá eru ótaldar allar þær milljónir sem búa þar sem móðurmál þeirra er ekki viðurkennt. Á Íslandi einu tugþúsundir. Allt þetta fólk býr við þau ósköp að geta ekki tjáð sig nema þá hægt og „illskiljanlega“.Mínir eigin fordómar Er það ekki svo, Baldur, að þú hugsar hægar og ógreinilegar og þess vegna talar þú svona hægt? spurði mig hreint út vel meinandi og vel gerður maður og þá runnu upp fyrir mér mínir eigin fordómar. Fólk setur nefnilega samasemmerki milli málhraða (tækni) og greindar eða færni. Sá sem ekki talar af færni er illa gefinn, hvort sem það er málstol af völdum heilaröskunar eða vegna skorts á móðurmáli. Þetta fólk dregur sig því í hlé smám saman, stór hluti af því. „Hefurðu látið einhvern úr fjölskyldunni sýna þér þetta vinur?“ er svarið sem ég fæ frá vel meinandi ráðgjafa hjá símafyrirtæki. Viðmót fólks snarbreytist þegar maður fer að tala og sæmdarheitið „vinur“ verður áberandi. Fólk vill vera gott við mann. Það rann upp fyrir mér að ég hef haft svipaða afstöðu til fólks. Lagt greind og málfærni að jöfnu. Það er lágmark að fólk sé meðvitað um þetta. Útlendingar eru að jafnaði eins vel gefnir og innfæddir. Þeir sem verða fyrir heilaröskun missa ekki hæfileikann til rökréttrar hugsunar þó að hæfileikinn til tjáskipta skerðist oft tímabundið og þá oft vegna talfæra eða boða til þeirra. Hjá sjálfum mér hefur gerst það sama og hjá mörgum öðrum. Samfara æfingum hefur greindarvísitala mín hækkað. Óþarfi að liggja á því. Ég mun því sitja kirkjuþing sem fulltrúi vígðra í Suðurkjördæmi en einnig sem fulltrúi allra þeirra sem ekki geta tjáð sig eins og áður. Fulltrúi þeirra málhöltu. Ég vona að sem flestir þeirra komi sem oftast og sem mest fram í dagsljósið. Ég er laus við fordóma í garð þeirra sem tala hægt eða ógreinilega. Það er frekar að ég hafi komið mér upp fordómum í garð þeirra sem tala of hratt. En það er efni í aðra grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag hefst Kirkjuþing hinnar íslensku þjóðkirkju sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi. Ég sem fulltrúi vígðra manna í Suðurprófastsdæmi hyggst sitja þingið. Það er þó ekkert sjálfsagt. Ég fékk heilastíflu, slag eða heilablæðingu eða hvað við eigum að kalla það í febrúar sl. Ef ekki væri fyrir hárrétt viðbrögð dóttur minnar 9 ára, starfsfólks sjúkrabíls, starfsfólks og lækna á taugadeild og taugaskurðdeild Fossvogsspítala væri ég búinn að vera dauður lengi. Síðan tók við frábær umönnun Grensáss og síðar nærsamfélags. Ég virðist ætla að ná bærilegri heilsu þó vafi leiki á einu, tali, og þá kem ég að þeirri framhleypni minni að ætla að mæta á vinnuþing og málþing kirkjunnar sem fulltrúi altalandi fólks. Skylt er að taka það fram að það virðist vera hluti af meðferðinni að telja sjúklingum trú um að þeir geti mikið og geti meira fljótlega. Þannig hef ég alltaf staðið í þeirri trú að ég yrði altalandi fljótlega. Slík trú heldur í manni lífinu. Á hverju ári fá 400 Íslendingar slag (samheiti), rúmlega einn á dag. Margir þeirra verða málstola um lengri eða skemmri tíma. Fyrir utan þá sem veikjast eiga margir erfitt um mál. Eru með einhverjum hætti málhaltir. Þá eru ótaldar allar þær milljónir sem búa þar sem móðurmál þeirra er ekki viðurkennt. Á Íslandi einu tugþúsundir. Allt þetta fólk býr við þau ósköp að geta ekki tjáð sig nema þá hægt og „illskiljanlega“.Mínir eigin fordómar Er það ekki svo, Baldur, að þú hugsar hægar og ógreinilegar og þess vegna talar þú svona hægt? spurði mig hreint út vel meinandi og vel gerður maður og þá runnu upp fyrir mér mínir eigin fordómar. Fólk setur nefnilega samasemmerki milli málhraða (tækni) og greindar eða færni. Sá sem ekki talar af færni er illa gefinn, hvort sem það er málstol af völdum heilaröskunar eða vegna skorts á móðurmáli. Þetta fólk dregur sig því í hlé smám saman, stór hluti af því. „Hefurðu látið einhvern úr fjölskyldunni sýna þér þetta vinur?“ er svarið sem ég fæ frá vel meinandi ráðgjafa hjá símafyrirtæki. Viðmót fólks snarbreytist þegar maður fer að tala og sæmdarheitið „vinur“ verður áberandi. Fólk vill vera gott við mann. Það rann upp fyrir mér að ég hef haft svipaða afstöðu til fólks. Lagt greind og málfærni að jöfnu. Það er lágmark að fólk sé meðvitað um þetta. Útlendingar eru að jafnaði eins vel gefnir og innfæddir. Þeir sem verða fyrir heilaröskun missa ekki hæfileikann til rökréttrar hugsunar þó að hæfileikinn til tjáskipta skerðist oft tímabundið og þá oft vegna talfæra eða boða til þeirra. Hjá sjálfum mér hefur gerst það sama og hjá mörgum öðrum. Samfara æfingum hefur greindarvísitala mín hækkað. Óþarfi að liggja á því. Ég mun því sitja kirkjuþing sem fulltrúi vígðra í Suðurkjördæmi en einnig sem fulltrúi allra þeirra sem ekki geta tjáð sig eins og áður. Fulltrúi þeirra málhöltu. Ég vona að sem flestir þeirra komi sem oftast og sem mest fram í dagsljósið. Ég er laus við fordóma í garð þeirra sem tala hægt eða ógreinilega. Það er frekar að ég hafi komið mér upp fordómum í garð þeirra sem tala of hratt. En það er efni í aðra grein.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun