"Misjöfn eru morgunverkin“ Chris Callow skrifar 14. nóvember 2013 06:00 Morgun einn fyrir skömmu, milli klukkan fjögur og hálf átta, einhvers staðar í 101 Reykjavík, lagði ákafur stuðningsmaður Íslands hart að sér til að tryggja að hann og félagar hans kæmu langtímaverkefni sínu í höfn. Þessi síðasta vinnutörn eða lokahnykkur myndi færa öllum sem að verkinu höfðu komið mikinn heiður og sóma. Þeir höfðu beðið lengi eftir því að ná svona langt. Ég vísa að sjálfsögðu til uppdiktaðs erlends fræðimanns sem var að vinna að doktorsverkefni sínu eða ritverki um íslenskar bókmenntir eða sögu. Ég veit þó ekki fyrir víst hvort nokkur þeirra fjölmörgu erlendu eða íslensku fræðimanna sem starfa á Árnastofnun var í raun og veru að ljúka langtímaverkefni sínu þennan tiltekna morgun. En, miðað við að það hafa verið meira en 50 erlendir gestafræðimenn á stofnuninni á þessu ári, er það fremur líklegt. Líkt og með íslenska knattspyrnumenn hafa rannsóknir á íslenskum fræðum aldrei verið jafn vinsælar og vandaðar og nú. Þau okkar sem eru ögn tekin að reskjast – ég bendi á að ég sá Arnór Guðjohnsen spila á móti Svíþjóð árið 1994 og horfði á Eið Smára leika með Val – verðum rækilega vör við hinn mikla alþjóðlega áhuga á öllu sem snertir íslenska menningu. Ég hef notið þeirra forréttinda að hafa fengið að læra íslensku á Íslandi og síðan stunda rannsóknir hér af og til. Ég er afar þakklátur fyrir þá aðstoð og stuðning sem ég hef fengið frá íslenskum starfsfélögum mínum, frá Stofnun Sigurðar Nordals og Fornleifastofnun Íslands. Ég hef fylgst með því hvernig hinn almenni áhugi á Íslandi hefur margfaldast og hið sama á við, að mínu mati, um fræðistörfin. Sjálfur er ég lektor í miðaldasögu við háskólann í Birmingham og er svo gæfusamur að hafa tvo doktorsnema í íslenskum fræðum, annan frá Bandaríkjunum með meistarapróf frá Háskóla Íslands, og hinn frá Bretlandi, svo staðráðinn í að læra nútímaíslensku að hann hefur nýlega tekið sér hlé frá formlegu námi og sest að í Dölunum.Einstakir eiginleikar Á sjálfri Árnastofnun erum við til dæmis núna fjögur gestkomandi sem höfum sérstakan áhuga á íslenskri miðaldasögu, frá Bandaríkjunum, Kanada, Frakklandi og Bretlandi. Þetta er meiri gestagangur en ég hef áður gert mér grein fyrir. Við erum með ólíkan akademískan bakgrunn. Hin þrjú fást við rannsóknir sem munu vekja áhuga fræðimanna og stúdenta á allt öðrum fræðasviðum en ég fæst við, þegar niðurstöður þeirra birtast á ensku í víðlesnum alþjóðlegum fræðitímaritum. Þegar ég hugsa um það þá gæti það reynst þrautin þyngri að finna fjóra fræðimenn með svo mikinn áhuga á sambærilegum hluta Bretlands, og alls ómögulegt ef þeir þyrftu að koma úr jafn ólíkum áttum. Þann mánuð sem ég hef nú dvalið á Íslandi hef ég heyrt fjölmörg fræðileg erindi í hæsta gæðaflokki um íslensk efni, ætluð bæði almenningi og fræðimönnum. Í síðustu viku hlustaði ég til dæmis á fyrirlestur forvarðar frá Tékklandi sem hafði boðið fram sérþekkingu sína til viðgerða á Flateyjarbók, einni af allra mikilvægustu heimildum um norræna sögu og menningu – sem er sérlega fallegt handrit að auki. Ákafi hans og áhugi á viðfangsefninu í bland við stolt yfir að hafa fengið að taka þátt í viðhaldi bókarinnar var smitandi. Ég fæ oft á tilfinninguna að margir Íslendingar séu furðu lostnir yfir því að útlendingar skuli leggja stund á íslensk fræði. Ég get bara svarað fyrir mig í því sambandi. Sjálfur fæst ég við sagnfræði vegna þess að ég hef áhuga á fólki, hvernig það hegðar sér og af hverju það gerir það sem það gerir. Íslensk saga, fornleifafræði og handritamenningin bjóða upp á sumar af bestu leiðunum til að skilja hlutskipti mannsins. Þessir eiginleikar íslenskrar menningar eru bæði einstakir og alþjóðlegir, rétt eins og ást manns á íþróttafélaginu sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Morgun einn fyrir skömmu, milli klukkan fjögur og hálf átta, einhvers staðar í 101 Reykjavík, lagði ákafur stuðningsmaður Íslands hart að sér til að tryggja að hann og félagar hans kæmu langtímaverkefni sínu í höfn. Þessi síðasta vinnutörn eða lokahnykkur myndi færa öllum sem að verkinu höfðu komið mikinn heiður og sóma. Þeir höfðu beðið lengi eftir því að ná svona langt. Ég vísa að sjálfsögðu til uppdiktaðs erlends fræðimanns sem var að vinna að doktorsverkefni sínu eða ritverki um íslenskar bókmenntir eða sögu. Ég veit þó ekki fyrir víst hvort nokkur þeirra fjölmörgu erlendu eða íslensku fræðimanna sem starfa á Árnastofnun var í raun og veru að ljúka langtímaverkefni sínu þennan tiltekna morgun. En, miðað við að það hafa verið meira en 50 erlendir gestafræðimenn á stofnuninni á þessu ári, er það fremur líklegt. Líkt og með íslenska knattspyrnumenn hafa rannsóknir á íslenskum fræðum aldrei verið jafn vinsælar og vandaðar og nú. Þau okkar sem eru ögn tekin að reskjast – ég bendi á að ég sá Arnór Guðjohnsen spila á móti Svíþjóð árið 1994 og horfði á Eið Smára leika með Val – verðum rækilega vör við hinn mikla alþjóðlega áhuga á öllu sem snertir íslenska menningu. Ég hef notið þeirra forréttinda að hafa fengið að læra íslensku á Íslandi og síðan stunda rannsóknir hér af og til. Ég er afar þakklátur fyrir þá aðstoð og stuðning sem ég hef fengið frá íslenskum starfsfélögum mínum, frá Stofnun Sigurðar Nordals og Fornleifastofnun Íslands. Ég hef fylgst með því hvernig hinn almenni áhugi á Íslandi hefur margfaldast og hið sama á við, að mínu mati, um fræðistörfin. Sjálfur er ég lektor í miðaldasögu við háskólann í Birmingham og er svo gæfusamur að hafa tvo doktorsnema í íslenskum fræðum, annan frá Bandaríkjunum með meistarapróf frá Háskóla Íslands, og hinn frá Bretlandi, svo staðráðinn í að læra nútímaíslensku að hann hefur nýlega tekið sér hlé frá formlegu námi og sest að í Dölunum.Einstakir eiginleikar Á sjálfri Árnastofnun erum við til dæmis núna fjögur gestkomandi sem höfum sérstakan áhuga á íslenskri miðaldasögu, frá Bandaríkjunum, Kanada, Frakklandi og Bretlandi. Þetta er meiri gestagangur en ég hef áður gert mér grein fyrir. Við erum með ólíkan akademískan bakgrunn. Hin þrjú fást við rannsóknir sem munu vekja áhuga fræðimanna og stúdenta á allt öðrum fræðasviðum en ég fæst við, þegar niðurstöður þeirra birtast á ensku í víðlesnum alþjóðlegum fræðitímaritum. Þegar ég hugsa um það þá gæti það reynst þrautin þyngri að finna fjóra fræðimenn með svo mikinn áhuga á sambærilegum hluta Bretlands, og alls ómögulegt ef þeir þyrftu að koma úr jafn ólíkum áttum. Þann mánuð sem ég hef nú dvalið á Íslandi hef ég heyrt fjölmörg fræðileg erindi í hæsta gæðaflokki um íslensk efni, ætluð bæði almenningi og fræðimönnum. Í síðustu viku hlustaði ég til dæmis á fyrirlestur forvarðar frá Tékklandi sem hafði boðið fram sérþekkingu sína til viðgerða á Flateyjarbók, einni af allra mikilvægustu heimildum um norræna sögu og menningu – sem er sérlega fallegt handrit að auki. Ákafi hans og áhugi á viðfangsefninu í bland við stolt yfir að hafa fengið að taka þátt í viðhaldi bókarinnar var smitandi. Ég fæ oft á tilfinninguna að margir Íslendingar séu furðu lostnir yfir því að útlendingar skuli leggja stund á íslensk fræði. Ég get bara svarað fyrir mig í því sambandi. Sjálfur fæst ég við sagnfræði vegna þess að ég hef áhuga á fólki, hvernig það hegðar sér og af hverju það gerir það sem það gerir. Íslensk saga, fornleifafræði og handritamenningin bjóða upp á sumar af bestu leiðunum til að skilja hlutskipti mannsins. Þessir eiginleikar íslenskrar menningar eru bæði einstakir og alþjóðlegir, rétt eins og ást manns á íþróttafélaginu sínu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun