Nýtum bernskuna; gefum börnum tíma Fanný Kristín Heimisdóttir skrifar 13. nóvember 2013 06:00 Það er alveg sérstakt að vera með börnum. Misskiljið mig ekki, ég er ekki að tala um fleirburameðgöngu. Enda heitir það að vera ólétt í dag, ekki að vera með barni; kona verður ólétt og pör verða ólétt. Eftir meðgöngu fæðist barn og fljótlega eftir fæðingu þurfa foreldrar að huga að gæslu fyrir börn sín til að komast sjálf aftur að verðmætaframleiðslu fyrir samfélagið. Úr þessu þarf að bæta með því að lengja fæðingarorlof og það ætti að hugsa það fyrir börnin. Þannig myndu þau njóta sín betur á eigin forsendum í frumbernsku sinni. Foreldrar gætu sinnt hlutverki sínu betur og það væri samfélagslega hagkvæmt. Vissulega kostar tími peninga en þeim peningum væri vel varið í börnin.Lenging leikskóla Að loknu fæðingarorlofi ættu börn að komast í smábarnaleikskóla; sérsniðið umhverfi þar sem gert er ráð fyrir persónulegu svigrúmi en jafnframt æskilegu hópuppeldi. Það er samfélagslega hagkvæmt að grunna vel og gefa börnum sem besta frumbernsku. Nú er of löng bið eftir leikskólaplássum sem foreldrar brúa á ýmsan hátt en samfélagið þarf að hugsa vel um yngstu borgara sína og bjóða börnum leikskólapláss strax að loknu fæðingarorlofi (þeirra).Leikur er mikilvægasta námsleið barna Nú heyrast þær raddir að stytta ætti leikskólastigið og láta börn hefja grunnskólagöngu ári fyrr og síðan einnig framhaldsskólagöngu og sérnám. Þannig megi fá borgarana fyrr að framleiðslu verðmæta fyrir samfélagið. Eins og sjálft lífið snúist ekki um annað en auðskiljanleg verðmæti sem hægt er að meta til fjár. Stærstu verðmæti hvers samfélags eru auðvitað borgararnir sjálfir, mannauður í margbreytilegri mynd. Frumbernska hefur sérstakt gildi, en er ekki eingöngu aðfaraskeið að „þrengra röri“. Börn eiga rétt á að leika sér sjálfra sín vegna og þau læra í leik margt það sem nýtist þeim og samfélaginu vel.Nám er félagslegt ferli Því yngri sem skólabörn eru þeim mun hærra er félagslegt flækjustig og þau þurfa aukinn tíma á eigin forsendum. Fyrirlestrarform hentar börnum illa. Þau þurfa umhyggju, öflugt leiknámsefni og persónulegt svigrúm. Þau þurfa ekki síst að hafa áhrif á eigið líf og taka þátt í að skapa sér vettvang. Við þurfum að spyrja börnin hvernig þau vilja verja tíma sínum, svör þeirra eru ekki alltaf yrt en þau hafa sínar skoðanir. Aðalnámskrá leikskóla ætti að vera rammi um skólastarf lengur en skemur. Námskráin viðurkennir þátttöku barna í að skapa sinn skóla, byggja skal á samfellu náms og samþættingu frekar en faggreinamiðun. Helstu áhersluatriði námskrárinnar eru læsi, sköpun, umhverfismennt og leikur, ásamt þátttöku foreldra í skólastarfinu. Flýtum okkur hægt og njótum bernskunnar. E.t.v. þurfum við að styrkja hugmyndir okkar um bernsku sem mikilvægt meðgönguskeið sem ekki má stytta eða grípa inn í til að auka ákveðna framleiðni; verum með börnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er alveg sérstakt að vera með börnum. Misskiljið mig ekki, ég er ekki að tala um fleirburameðgöngu. Enda heitir það að vera ólétt í dag, ekki að vera með barni; kona verður ólétt og pör verða ólétt. Eftir meðgöngu fæðist barn og fljótlega eftir fæðingu þurfa foreldrar að huga að gæslu fyrir börn sín til að komast sjálf aftur að verðmætaframleiðslu fyrir samfélagið. Úr þessu þarf að bæta með því að lengja fæðingarorlof og það ætti að hugsa það fyrir börnin. Þannig myndu þau njóta sín betur á eigin forsendum í frumbernsku sinni. Foreldrar gætu sinnt hlutverki sínu betur og það væri samfélagslega hagkvæmt. Vissulega kostar tími peninga en þeim peningum væri vel varið í börnin.Lenging leikskóla Að loknu fæðingarorlofi ættu börn að komast í smábarnaleikskóla; sérsniðið umhverfi þar sem gert er ráð fyrir persónulegu svigrúmi en jafnframt æskilegu hópuppeldi. Það er samfélagslega hagkvæmt að grunna vel og gefa börnum sem besta frumbernsku. Nú er of löng bið eftir leikskólaplássum sem foreldrar brúa á ýmsan hátt en samfélagið þarf að hugsa vel um yngstu borgara sína og bjóða börnum leikskólapláss strax að loknu fæðingarorlofi (þeirra).Leikur er mikilvægasta námsleið barna Nú heyrast þær raddir að stytta ætti leikskólastigið og láta börn hefja grunnskólagöngu ári fyrr og síðan einnig framhaldsskólagöngu og sérnám. Þannig megi fá borgarana fyrr að framleiðslu verðmæta fyrir samfélagið. Eins og sjálft lífið snúist ekki um annað en auðskiljanleg verðmæti sem hægt er að meta til fjár. Stærstu verðmæti hvers samfélags eru auðvitað borgararnir sjálfir, mannauður í margbreytilegri mynd. Frumbernska hefur sérstakt gildi, en er ekki eingöngu aðfaraskeið að „þrengra röri“. Börn eiga rétt á að leika sér sjálfra sín vegna og þau læra í leik margt það sem nýtist þeim og samfélaginu vel.Nám er félagslegt ferli Því yngri sem skólabörn eru þeim mun hærra er félagslegt flækjustig og þau þurfa aukinn tíma á eigin forsendum. Fyrirlestrarform hentar börnum illa. Þau þurfa umhyggju, öflugt leiknámsefni og persónulegt svigrúm. Þau þurfa ekki síst að hafa áhrif á eigið líf og taka þátt í að skapa sér vettvang. Við þurfum að spyrja börnin hvernig þau vilja verja tíma sínum, svör þeirra eru ekki alltaf yrt en þau hafa sínar skoðanir. Aðalnámskrá leikskóla ætti að vera rammi um skólastarf lengur en skemur. Námskráin viðurkennir þátttöku barna í að skapa sinn skóla, byggja skal á samfellu náms og samþættingu frekar en faggreinamiðun. Helstu áhersluatriði námskrárinnar eru læsi, sköpun, umhverfismennt og leikur, ásamt þátttöku foreldra í skólastarfinu. Flýtum okkur hægt og njótum bernskunnar. E.t.v. þurfum við að styrkja hugmyndir okkar um bernsku sem mikilvægt meðgönguskeið sem ekki má stytta eða grípa inn í til að auka ákveðna framleiðni; verum með börnum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun