Nýtum bernskuna; gefum börnum tíma Fanný Kristín Heimisdóttir skrifar 13. nóvember 2013 06:00 Það er alveg sérstakt að vera með börnum. Misskiljið mig ekki, ég er ekki að tala um fleirburameðgöngu. Enda heitir það að vera ólétt í dag, ekki að vera með barni; kona verður ólétt og pör verða ólétt. Eftir meðgöngu fæðist barn og fljótlega eftir fæðingu þurfa foreldrar að huga að gæslu fyrir börn sín til að komast sjálf aftur að verðmætaframleiðslu fyrir samfélagið. Úr þessu þarf að bæta með því að lengja fæðingarorlof og það ætti að hugsa það fyrir börnin. Þannig myndu þau njóta sín betur á eigin forsendum í frumbernsku sinni. Foreldrar gætu sinnt hlutverki sínu betur og það væri samfélagslega hagkvæmt. Vissulega kostar tími peninga en þeim peningum væri vel varið í börnin.Lenging leikskóla Að loknu fæðingarorlofi ættu börn að komast í smábarnaleikskóla; sérsniðið umhverfi þar sem gert er ráð fyrir persónulegu svigrúmi en jafnframt æskilegu hópuppeldi. Það er samfélagslega hagkvæmt að grunna vel og gefa börnum sem besta frumbernsku. Nú er of löng bið eftir leikskólaplássum sem foreldrar brúa á ýmsan hátt en samfélagið þarf að hugsa vel um yngstu borgara sína og bjóða börnum leikskólapláss strax að loknu fæðingarorlofi (þeirra).Leikur er mikilvægasta námsleið barna Nú heyrast þær raddir að stytta ætti leikskólastigið og láta börn hefja grunnskólagöngu ári fyrr og síðan einnig framhaldsskólagöngu og sérnám. Þannig megi fá borgarana fyrr að framleiðslu verðmæta fyrir samfélagið. Eins og sjálft lífið snúist ekki um annað en auðskiljanleg verðmæti sem hægt er að meta til fjár. Stærstu verðmæti hvers samfélags eru auðvitað borgararnir sjálfir, mannauður í margbreytilegri mynd. Frumbernska hefur sérstakt gildi, en er ekki eingöngu aðfaraskeið að „þrengra röri“. Börn eiga rétt á að leika sér sjálfra sín vegna og þau læra í leik margt það sem nýtist þeim og samfélaginu vel.Nám er félagslegt ferli Því yngri sem skólabörn eru þeim mun hærra er félagslegt flækjustig og þau þurfa aukinn tíma á eigin forsendum. Fyrirlestrarform hentar börnum illa. Þau þurfa umhyggju, öflugt leiknámsefni og persónulegt svigrúm. Þau þurfa ekki síst að hafa áhrif á eigið líf og taka þátt í að skapa sér vettvang. Við þurfum að spyrja börnin hvernig þau vilja verja tíma sínum, svör þeirra eru ekki alltaf yrt en þau hafa sínar skoðanir. Aðalnámskrá leikskóla ætti að vera rammi um skólastarf lengur en skemur. Námskráin viðurkennir þátttöku barna í að skapa sinn skóla, byggja skal á samfellu náms og samþættingu frekar en faggreinamiðun. Helstu áhersluatriði námskrárinnar eru læsi, sköpun, umhverfismennt og leikur, ásamt þátttöku foreldra í skólastarfinu. Flýtum okkur hægt og njótum bernskunnar. E.t.v. þurfum við að styrkja hugmyndir okkar um bernsku sem mikilvægt meðgönguskeið sem ekki má stytta eða grípa inn í til að auka ákveðna framleiðni; verum með börnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það er alveg sérstakt að vera með börnum. Misskiljið mig ekki, ég er ekki að tala um fleirburameðgöngu. Enda heitir það að vera ólétt í dag, ekki að vera með barni; kona verður ólétt og pör verða ólétt. Eftir meðgöngu fæðist barn og fljótlega eftir fæðingu þurfa foreldrar að huga að gæslu fyrir börn sín til að komast sjálf aftur að verðmætaframleiðslu fyrir samfélagið. Úr þessu þarf að bæta með því að lengja fæðingarorlof og það ætti að hugsa það fyrir börnin. Þannig myndu þau njóta sín betur á eigin forsendum í frumbernsku sinni. Foreldrar gætu sinnt hlutverki sínu betur og það væri samfélagslega hagkvæmt. Vissulega kostar tími peninga en þeim peningum væri vel varið í börnin.Lenging leikskóla Að loknu fæðingarorlofi ættu börn að komast í smábarnaleikskóla; sérsniðið umhverfi þar sem gert er ráð fyrir persónulegu svigrúmi en jafnframt æskilegu hópuppeldi. Það er samfélagslega hagkvæmt að grunna vel og gefa börnum sem besta frumbernsku. Nú er of löng bið eftir leikskólaplássum sem foreldrar brúa á ýmsan hátt en samfélagið þarf að hugsa vel um yngstu borgara sína og bjóða börnum leikskólapláss strax að loknu fæðingarorlofi (þeirra).Leikur er mikilvægasta námsleið barna Nú heyrast þær raddir að stytta ætti leikskólastigið og láta börn hefja grunnskólagöngu ári fyrr og síðan einnig framhaldsskólagöngu og sérnám. Þannig megi fá borgarana fyrr að framleiðslu verðmæta fyrir samfélagið. Eins og sjálft lífið snúist ekki um annað en auðskiljanleg verðmæti sem hægt er að meta til fjár. Stærstu verðmæti hvers samfélags eru auðvitað borgararnir sjálfir, mannauður í margbreytilegri mynd. Frumbernska hefur sérstakt gildi, en er ekki eingöngu aðfaraskeið að „þrengra röri“. Börn eiga rétt á að leika sér sjálfra sín vegna og þau læra í leik margt það sem nýtist þeim og samfélaginu vel.Nám er félagslegt ferli Því yngri sem skólabörn eru þeim mun hærra er félagslegt flækjustig og þau þurfa aukinn tíma á eigin forsendum. Fyrirlestrarform hentar börnum illa. Þau þurfa umhyggju, öflugt leiknámsefni og persónulegt svigrúm. Þau þurfa ekki síst að hafa áhrif á eigið líf og taka þátt í að skapa sér vettvang. Við þurfum að spyrja börnin hvernig þau vilja verja tíma sínum, svör þeirra eru ekki alltaf yrt en þau hafa sínar skoðanir. Aðalnámskrá leikskóla ætti að vera rammi um skólastarf lengur en skemur. Námskráin viðurkennir þátttöku barna í að skapa sinn skóla, byggja skal á samfellu náms og samþættingu frekar en faggreinamiðun. Helstu áhersluatriði námskrárinnar eru læsi, sköpun, umhverfismennt og leikur, ásamt þátttöku foreldra í skólastarfinu. Flýtum okkur hægt og njótum bernskunnar. E.t.v. þurfum við að styrkja hugmyndir okkar um bernsku sem mikilvægt meðgönguskeið sem ekki má stytta eða grípa inn í til að auka ákveðna framleiðni; verum með börnum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun