Við getum bætt okkur Halldór Halldórsson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Að flestra mati er þörfin á því að bæta kjör kennara brýn. Samanburður innan OECD sýnir fram á að kennarar á Íslandi, eins og því miður flestar aðrar stéttir, eru undir meðaltali í launum. Í ansi mörg ár hef ég talað um að við eigum að finna leiðir til að bæta laun kennara með því að breyta núverandi kerfi varðandi skilgreiningu vinnutíma. Ástæðan er einfaldlega að þegar kerfi eru orðin úr sér gengin gleypa þau fjármagn sem gagnast engum, hvorki rekstraraðila né launafólki. Við eigum að geta hækkað laun kennara án þess að sækja hækkanir í vasa borgarbúa. Fjármagnið verður að koma innan úr kerfinu en einn stærsti útgjaldaliðurinn í rekstri Reykjavíkur eru skólarnir. Hægt er að nýta fjármagnið betur með því að breyta kennsluskyldunni og draga úr skrifræði innan skólanna þannig að kennarar hafi meiri tíma með nemendum og geti kennt meira. Það hefur þau áhrif að hægt er að reka kennsluna með færri kennurum. Þá er fjármagn afgangs sem þýðir að kakan stækkar hjá kennurum og líka hjá borginni og báðir hagnast. Komin er ákveðin reynsla á þetta með tilraunaverkefnum. Erlendis er mikil umræða um slíkar breytingar og stór skref stigin í þá átt í Danmörku, þar sem breytingin byggist reyndar á lagasetningu en ekki samkomulagi. Sú leið að þvinga fólk inn í nýtt kerfi með lagasetningu er að mínu mati mun síðri en að ná um það góðum samningi. Mikið hefur verið fjallað um virkni skólakerfisins og oft gert meira úr brotalömum þess heldur en öllum þeim frábæru verkefnum sem unnin eru innan þess. Alvarlegasta brotalömin snýr að læsi nemenda. Samkvæmt niðurstöðum reglubundinnar lesskimunar hjá borginni getur stórt hlutfall drengja sem lokið hafa grunnskóla ekki lesið sér til gagns. Það er ekki ásættanleg staða og við það verður ekki unað. Ég vil því færa kennurum þær bjargir sem nauðsynlegar eru til að koma skólum borgarinnar á þann stall að læsi nemenda sé ekki vandamál nema í undantekningartilvikum. Þar er þáttur foreldra gríðarlega stór og við þurfum að finna leiðir til að vinna betur saman að því að bæta okkur. Lestur og skrift er eins og allir vita undirstaða alls lærdóms og ég vil vinna að því að færa þessi mál til betri vegar. Um það geta allir Reykvíkingar verið sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Að flestra mati er þörfin á því að bæta kjör kennara brýn. Samanburður innan OECD sýnir fram á að kennarar á Íslandi, eins og því miður flestar aðrar stéttir, eru undir meðaltali í launum. Í ansi mörg ár hef ég talað um að við eigum að finna leiðir til að bæta laun kennara með því að breyta núverandi kerfi varðandi skilgreiningu vinnutíma. Ástæðan er einfaldlega að þegar kerfi eru orðin úr sér gengin gleypa þau fjármagn sem gagnast engum, hvorki rekstraraðila né launafólki. Við eigum að geta hækkað laun kennara án þess að sækja hækkanir í vasa borgarbúa. Fjármagnið verður að koma innan úr kerfinu en einn stærsti útgjaldaliðurinn í rekstri Reykjavíkur eru skólarnir. Hægt er að nýta fjármagnið betur með því að breyta kennsluskyldunni og draga úr skrifræði innan skólanna þannig að kennarar hafi meiri tíma með nemendum og geti kennt meira. Það hefur þau áhrif að hægt er að reka kennsluna með færri kennurum. Þá er fjármagn afgangs sem þýðir að kakan stækkar hjá kennurum og líka hjá borginni og báðir hagnast. Komin er ákveðin reynsla á þetta með tilraunaverkefnum. Erlendis er mikil umræða um slíkar breytingar og stór skref stigin í þá átt í Danmörku, þar sem breytingin byggist reyndar á lagasetningu en ekki samkomulagi. Sú leið að þvinga fólk inn í nýtt kerfi með lagasetningu er að mínu mati mun síðri en að ná um það góðum samningi. Mikið hefur verið fjallað um virkni skólakerfisins og oft gert meira úr brotalömum þess heldur en öllum þeim frábæru verkefnum sem unnin eru innan þess. Alvarlegasta brotalömin snýr að læsi nemenda. Samkvæmt niðurstöðum reglubundinnar lesskimunar hjá borginni getur stórt hlutfall drengja sem lokið hafa grunnskóla ekki lesið sér til gagns. Það er ekki ásættanleg staða og við það verður ekki unað. Ég vil því færa kennurum þær bjargir sem nauðsynlegar eru til að koma skólum borgarinnar á þann stall að læsi nemenda sé ekki vandamál nema í undantekningartilvikum. Þar er þáttur foreldra gríðarlega stór og við þurfum að finna leiðir til að vinna betur saman að því að bæta okkur. Lestur og skrift er eins og allir vita undirstaða alls lærdóms og ég vil vinna að því að færa þessi mál til betri vegar. Um það geta allir Reykvíkingar verið sammála.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun