Hugrekki - Umhyggja - Umburðarlyndi - Virðing Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 8. nóvember 2013 09:14 Öll börn á Íslandi eiga rétt á því að lifa og þroskast, þau eiga rétt á lífsskilyrðum sem stuðla að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska þeirra. Þau eiga rétt á að rækta hæfileika sína og á umönnun og vernd gegn hvers kyns ofbeldi. Þessi og önnur réttindi barna voru lögfest á Íslandi með lögfestingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. febrúar 2013. Í sáttmálanum er kveðið á um að bannað sé að mismuna börnum hvað varðar þessi réttindi. Öll börn eiga að njóta þessara réttinda, óháð stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Þegar barn byrjar í leikskóla og seinna í grunnskóla, má segja að foreldrar afhendi börn sín í hendur skólasamfélaginu með von í brjósti um að þarna muni barninu líða vel, eignast vini og fái að rækta hæfileika sína og þroskast. Foreldrar treysta því að barnið búi við öryggi, umönnun og vernd. Barnahópurinn sem byrjar í skóla haust hvert er fjölbreyttur, börnin eru með mismunandi eiginleika, bakgrunn og áhugamál. Mikilvægt er að skólinn líti á þennan fjölbreytileika sem kost og einsetji sér að hvert barn fái að njóta sín á sínum forsendum. Í leikskóla sem hefur umburðarlyndi, virðingu, umhyggju og hugrekki að leiðarljósi og ræktar þessi gildi meðal nemendanna, eru minni líkur á að barn verði fyrir aðkasti vegna einhverrar sérstöðu sinnar. Þar er fjölbreytileikinn virtur og þar eru allir jafningjar, þrátt fyrir mismunandi aðstæður, eiginleika og bakgrunn. Þar njóta öll börn, vinsemdar og virðingar óháð eiginleikum eða stöðu og þar hafa allir það að markmiði að vera góður félagi. Þar er hjálpsemi, umhyggja og samkennd samofin öllu skólastarfi og einstaklingarnir hafa hugrekki til að setja sér mörk og segja frá ef þeir sjá að aðrir eru beittir órétti. Barnaheill- Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök sem hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu starfi sínu. Samtökin beita sér sérstaklega fyrir þeim rétti barna að eiga ofbeldislaust líf. Börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi; líkamlegu, andlegu, kynferðislegu og gegn vanrækslu. Einelti og útskúfun er ein tegund ofbeldis, sem gjarnan þrífst í skólum. Mjög gott starf hefur verið unnið í mörgum skólum á undanförnum árum til að koma í veg fyrir og vinna gegn einelti. Barnaheill líta svo á að mikilvægast af öllu sé að koma í veg fyrir aðstæður þar sem einelti þrífst og það sé ekki síst gert með því að byggja upp einstaklinga og samfélag þar sem hugrekki, umhyggja, umburðarlyndi og virðing eru í hávegum höfð og ræktuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Öll börn á Íslandi eiga rétt á því að lifa og þroskast, þau eiga rétt á lífsskilyrðum sem stuðla að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska þeirra. Þau eiga rétt á að rækta hæfileika sína og á umönnun og vernd gegn hvers kyns ofbeldi. Þessi og önnur réttindi barna voru lögfest á Íslandi með lögfestingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. febrúar 2013. Í sáttmálanum er kveðið á um að bannað sé að mismuna börnum hvað varðar þessi réttindi. Öll börn eiga að njóta þessara réttinda, óháð stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Þegar barn byrjar í leikskóla og seinna í grunnskóla, má segja að foreldrar afhendi börn sín í hendur skólasamfélaginu með von í brjósti um að þarna muni barninu líða vel, eignast vini og fái að rækta hæfileika sína og þroskast. Foreldrar treysta því að barnið búi við öryggi, umönnun og vernd. Barnahópurinn sem byrjar í skóla haust hvert er fjölbreyttur, börnin eru með mismunandi eiginleika, bakgrunn og áhugamál. Mikilvægt er að skólinn líti á þennan fjölbreytileika sem kost og einsetji sér að hvert barn fái að njóta sín á sínum forsendum. Í leikskóla sem hefur umburðarlyndi, virðingu, umhyggju og hugrekki að leiðarljósi og ræktar þessi gildi meðal nemendanna, eru minni líkur á að barn verði fyrir aðkasti vegna einhverrar sérstöðu sinnar. Þar er fjölbreytileikinn virtur og þar eru allir jafningjar, þrátt fyrir mismunandi aðstæður, eiginleika og bakgrunn. Þar njóta öll börn, vinsemdar og virðingar óháð eiginleikum eða stöðu og þar hafa allir það að markmiði að vera góður félagi. Þar er hjálpsemi, umhyggja og samkennd samofin öllu skólastarfi og einstaklingarnir hafa hugrekki til að setja sér mörk og segja frá ef þeir sjá að aðrir eru beittir órétti. Barnaheill- Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök sem hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu starfi sínu. Samtökin beita sér sérstaklega fyrir þeim rétti barna að eiga ofbeldislaust líf. Börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi; líkamlegu, andlegu, kynferðislegu og gegn vanrækslu. Einelti og útskúfun er ein tegund ofbeldis, sem gjarnan þrífst í skólum. Mjög gott starf hefur verið unnið í mörgum skólum á undanförnum árum til að koma í veg fyrir og vinna gegn einelti. Barnaheill líta svo á að mikilvægast af öllu sé að koma í veg fyrir aðstæður þar sem einelti þrífst og það sé ekki síst gert með því að byggja upp einstaklinga og samfélag þar sem hugrekki, umhyggja, umburðarlyndi og virðing eru í hávegum höfð og ræktuð.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar