Við eigum val Björgólfur Jóhannsson skrifar 9. nóvember 2013 06:00 Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á að gerðir verðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði til eins árs og að í þeim felist upphaf nýs stöðugleikatímabils þar sem áhersla verði lögð á að stilla saman strengi og væntingar allra aðila. Í kjölfarið fylgi svo samningar til lengri tíma þar sem kjarabætur og kaupmáttaraukning byggi á aukinni verðmætasköpun atvinnulífsins, útflutningstekjum, betri samkeppnishæfni og almennum stöðugleika í efnahagsmálum. Þessu fylgir aukin fjárfesting í atvinnulífinu, hagvöxtur og smám saman batna lífskjör almennings og nálgast að nýju þau sem best gerast í samkeppnislöndunum. Almenningur styður þessa leið. 2/3 aðspurðra í nýrri Capacent-könnun vilja að í samningum verði lögð áhersla á stöðugt verðlag og stöðugt gengi krónunnar en minni áhersla á launahækkanir. Jafn stór hluti þjóðarinnar hefur miklar áhyggjur af verðbólgu. Kjarasamningarnir nú verða að taka mið af þessu.Ábyrgð í verðlagsmálum En jafnvel þótt samningsaðilar á almenna vinnumarkaðnum nái saman um þessa leið þá dugir það ekki til eitt og sér. Ein mikilvægasta forsendan um efnahagsþróun komandi ára ræðst af fjárlögum næsta árs og því hvort tekst að ná jafnvægi í rekstri ríkisins. Því fyrr sem ríkið tekur að greiða niður skuldir, þeim mun fyrr tekst að auka útgjöld til brýnna mála. Sama á við um rekstur sveitarfélaganna. Hvorki ríki né sveitarfélög geta sótt aukið fé með skattheimtu eða gjaldskrárhækkunum til almennings og fyrirtækja með vísan til þess að bæta þurfi upp liðna verðbólgu eða sinna einstökum málum betur en áður. Á sama hátt verða fyrirtæki á almennum markaði að taka virkan þátt í verkefninu. Þau verða að sýna ábyrgð í verðlagsmálum og takmarka launaskrið eins og kostur er. Fyrirtækin verða að sýna að þau vinni sjálf að því tryggja stöðugleikann í reynd.Betri lífskjör Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá eigum við aðeins eina ábyrga leið til betri lífskjara. Það er að sýna hófsemd, bera virðingu fyrir viðfangsefninu og átta okkur á því að það eru engar skyndilausnir í boði. Takist að stilla saman kjarasamninga og stjórn efnahagsmála með stöðugleika að markmiði munu aðstæður smám saman batna. Atvinna fólks mun aukast, kaupmáttur launa vaxa og lífskjör batna. Íslendingar þekkja vel hvað gerist ef þessi leið er ekki valin. Þá ráða þeir ferðinni sem telja sig hafa borið skarðan hlut frá borði og telja nú lag til að sækja sérstaka leiðréttingu á sínum hag. Þar geta verið á ferðinni einstök verkalýðsfélög að sækja einhvers konar launaleiðréttingu, sveitarfélög að vinna upp vísitöluhækkanir nú eða ríkisstofnanir að verðtryggja gjaldskrár sínar. Afleiðingarnar verða þær að stöðugleiki næst ekki, verðbólga verður mikil, vextir verða áfram hærri en góðu hófi gegnir, fjárfesting eykst lítið og atvinna fólks sömuleiðis. Lífskjör batna minna en í nálægum löndum og innviðir samfélagsins halda áfram að ganga úr sér. Við drögumst aftur úr. Val Samtaka atvinnulífsins er skýrt. Samtökin telja sig eiga samleið með þjóðinni um þetta val. Það er mín einlæga von að eftir viðræður samningsaðila og samráð við stjórnvöld verði þetta sameiginlegt val okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á að gerðir verðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði til eins árs og að í þeim felist upphaf nýs stöðugleikatímabils þar sem áhersla verði lögð á að stilla saman strengi og væntingar allra aðila. Í kjölfarið fylgi svo samningar til lengri tíma þar sem kjarabætur og kaupmáttaraukning byggi á aukinni verðmætasköpun atvinnulífsins, útflutningstekjum, betri samkeppnishæfni og almennum stöðugleika í efnahagsmálum. Þessu fylgir aukin fjárfesting í atvinnulífinu, hagvöxtur og smám saman batna lífskjör almennings og nálgast að nýju þau sem best gerast í samkeppnislöndunum. Almenningur styður þessa leið. 2/3 aðspurðra í nýrri Capacent-könnun vilja að í samningum verði lögð áhersla á stöðugt verðlag og stöðugt gengi krónunnar en minni áhersla á launahækkanir. Jafn stór hluti þjóðarinnar hefur miklar áhyggjur af verðbólgu. Kjarasamningarnir nú verða að taka mið af þessu.Ábyrgð í verðlagsmálum En jafnvel þótt samningsaðilar á almenna vinnumarkaðnum nái saman um þessa leið þá dugir það ekki til eitt og sér. Ein mikilvægasta forsendan um efnahagsþróun komandi ára ræðst af fjárlögum næsta árs og því hvort tekst að ná jafnvægi í rekstri ríkisins. Því fyrr sem ríkið tekur að greiða niður skuldir, þeim mun fyrr tekst að auka útgjöld til brýnna mála. Sama á við um rekstur sveitarfélaganna. Hvorki ríki né sveitarfélög geta sótt aukið fé með skattheimtu eða gjaldskrárhækkunum til almennings og fyrirtækja með vísan til þess að bæta þurfi upp liðna verðbólgu eða sinna einstökum málum betur en áður. Á sama hátt verða fyrirtæki á almennum markaði að taka virkan þátt í verkefninu. Þau verða að sýna ábyrgð í verðlagsmálum og takmarka launaskrið eins og kostur er. Fyrirtækin verða að sýna að þau vinni sjálf að því tryggja stöðugleikann í reynd.Betri lífskjör Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá eigum við aðeins eina ábyrga leið til betri lífskjara. Það er að sýna hófsemd, bera virðingu fyrir viðfangsefninu og átta okkur á því að það eru engar skyndilausnir í boði. Takist að stilla saman kjarasamninga og stjórn efnahagsmála með stöðugleika að markmiði munu aðstæður smám saman batna. Atvinna fólks mun aukast, kaupmáttur launa vaxa og lífskjör batna. Íslendingar þekkja vel hvað gerist ef þessi leið er ekki valin. Þá ráða þeir ferðinni sem telja sig hafa borið skarðan hlut frá borði og telja nú lag til að sækja sérstaka leiðréttingu á sínum hag. Þar geta verið á ferðinni einstök verkalýðsfélög að sækja einhvers konar launaleiðréttingu, sveitarfélög að vinna upp vísitöluhækkanir nú eða ríkisstofnanir að verðtryggja gjaldskrár sínar. Afleiðingarnar verða þær að stöðugleiki næst ekki, verðbólga verður mikil, vextir verða áfram hærri en góðu hófi gegnir, fjárfesting eykst lítið og atvinna fólks sömuleiðis. Lífskjör batna minna en í nálægum löndum og innviðir samfélagsins halda áfram að ganga úr sér. Við drögumst aftur úr. Val Samtaka atvinnulífsins er skýrt. Samtökin telja sig eiga samleið með þjóðinni um þetta val. Það er mín einlæga von að eftir viðræður samningsaðila og samráð við stjórnvöld verði þetta sameiginlegt val okkar allra.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun