Ólafur vísaði sýndarviðskiptum á bug Freyr Bjarnason skrifar 6. nóvember 2013 00:00 Ólafur Ólafsson við aðalmeðferð í Al-Thani-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fremstir á myndinni eru Sigurður Einarsson og verjandi Ólafs, Þórólfur Jónsson. Fréttablaðið/Daníel Aðalmeðferð í Al-Thani-málinu hélt áfram í gær. Ólafur Ólafsson, einn hinna ákærðu, gaf fyrstur manna skýrslu fyrir dómi og stóð skýrslutakan yfir í tvær klukkustundir. „Tengsl mín má rekja aftur til sameiningar Búnaðarbanka og Kaupþings,“ sagði Ólafur um aðkomu sína að málinu. Því næst lýsti hann viðskiptasambandinu á milli Kaupþings banka og Sjeiks Mohammes Al-Thani. Hann kynntist Al-Thani á skotveiðum á landareign lögmanns Al-Thani. Eftir það stofnuðu þeir sjóðinn Choice Stay Limited sem ætlaði að fara í margvíslegar fjárfestingar, meðal annars í París og í Íran. Að sögn Ólafs þótti Kaupþingi á þessum tíma áhugavert að eiga í viðskiptum við Al-Thani. „Hreiðar lýsti yfir miklum áhuga á samstarfi,“ sagði hann og á við Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Ákveðið var að Al-Thani myndi kaupa 5,01 prósents hlut í Kaupþingi í lok september 2008. Kaupþing fjármagnaði kaupin að fullu en Al-Thani skrifaði undir 12,5 milljarða króna sjálfskuldarábyrgð. Samkvæmt Ólafi var það hugmynd Hreiðars Más að nota ábyrgð hans. Saksóknari taldi að þarna hafi verið um sýndarviðskipti að ræða til að blekkja markaðinn og styrkja stöðu Kaupþings. Því hafnaði Ólafur. Hann sagðist ekki hrifinn af orðinu „sýndarviðskipti“. „Það er skelfilegt að sitja undir áburði um sýndarviðskipti,“ sagði hann. Ólafur hafði milligöngu um kaupin á hlutunum í Kaupþingi í gegnum félag sitt Gerland, sem var í eigu Choice Stay Limited. Ólafur sagði að fjármögnunin hefði verið áætluð til skamms tíma og hann ekki átt að njóta neins hagnaðar af viðskiptunum. Hann hafi ekki séð neina áhættu fyrir Kaupþing samfara viðskiptunum og taldi þau góð fyrir bankann. Saksóknari spurði Ólaf nokkrum sinnum að því hvers vegna hann hefði ákveðið að gerast milliliður um viðskiptin ef hann ætlaði ekki að hagnast á þeim og sagði hann það aðeins hafa verið vegna fyrri tengsla sinna við Al-Thani. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Aðalmeðferð í Al-Thani-málinu hélt áfram í gær. Ólafur Ólafsson, einn hinna ákærðu, gaf fyrstur manna skýrslu fyrir dómi og stóð skýrslutakan yfir í tvær klukkustundir. „Tengsl mín má rekja aftur til sameiningar Búnaðarbanka og Kaupþings,“ sagði Ólafur um aðkomu sína að málinu. Því næst lýsti hann viðskiptasambandinu á milli Kaupþings banka og Sjeiks Mohammes Al-Thani. Hann kynntist Al-Thani á skotveiðum á landareign lögmanns Al-Thani. Eftir það stofnuðu þeir sjóðinn Choice Stay Limited sem ætlaði að fara í margvíslegar fjárfestingar, meðal annars í París og í Íran. Að sögn Ólafs þótti Kaupþingi á þessum tíma áhugavert að eiga í viðskiptum við Al-Thani. „Hreiðar lýsti yfir miklum áhuga á samstarfi,“ sagði hann og á við Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Ákveðið var að Al-Thani myndi kaupa 5,01 prósents hlut í Kaupþingi í lok september 2008. Kaupþing fjármagnaði kaupin að fullu en Al-Thani skrifaði undir 12,5 milljarða króna sjálfskuldarábyrgð. Samkvæmt Ólafi var það hugmynd Hreiðars Más að nota ábyrgð hans. Saksóknari taldi að þarna hafi verið um sýndarviðskipti að ræða til að blekkja markaðinn og styrkja stöðu Kaupþings. Því hafnaði Ólafur. Hann sagðist ekki hrifinn af orðinu „sýndarviðskipti“. „Það er skelfilegt að sitja undir áburði um sýndarviðskipti,“ sagði hann. Ólafur hafði milligöngu um kaupin á hlutunum í Kaupþingi í gegnum félag sitt Gerland, sem var í eigu Choice Stay Limited. Ólafur sagði að fjármögnunin hefði verið áætluð til skamms tíma og hann ekki átt að njóta neins hagnaðar af viðskiptunum. Hann hafi ekki séð neina áhættu fyrir Kaupþing samfara viðskiptunum og taldi þau góð fyrir bankann. Saksóknari spurði Ólaf nokkrum sinnum að því hvers vegna hann hefði ákveðið að gerast milliliður um viðskiptin ef hann ætlaði ekki að hagnast á þeim og sagði hann það aðeins hafa verið vegna fyrri tengsla sinna við Al-Thani.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira