Ólafur vísaði sýndarviðskiptum á bug Freyr Bjarnason skrifar 6. nóvember 2013 00:00 Ólafur Ólafsson við aðalmeðferð í Al-Thani-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fremstir á myndinni eru Sigurður Einarsson og verjandi Ólafs, Þórólfur Jónsson. Fréttablaðið/Daníel Aðalmeðferð í Al-Thani-málinu hélt áfram í gær. Ólafur Ólafsson, einn hinna ákærðu, gaf fyrstur manna skýrslu fyrir dómi og stóð skýrslutakan yfir í tvær klukkustundir. „Tengsl mín má rekja aftur til sameiningar Búnaðarbanka og Kaupþings,“ sagði Ólafur um aðkomu sína að málinu. Því næst lýsti hann viðskiptasambandinu á milli Kaupþings banka og Sjeiks Mohammes Al-Thani. Hann kynntist Al-Thani á skotveiðum á landareign lögmanns Al-Thani. Eftir það stofnuðu þeir sjóðinn Choice Stay Limited sem ætlaði að fara í margvíslegar fjárfestingar, meðal annars í París og í Íran. Að sögn Ólafs þótti Kaupþingi á þessum tíma áhugavert að eiga í viðskiptum við Al-Thani. „Hreiðar lýsti yfir miklum áhuga á samstarfi,“ sagði hann og á við Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Ákveðið var að Al-Thani myndi kaupa 5,01 prósents hlut í Kaupþingi í lok september 2008. Kaupþing fjármagnaði kaupin að fullu en Al-Thani skrifaði undir 12,5 milljarða króna sjálfskuldarábyrgð. Samkvæmt Ólafi var það hugmynd Hreiðars Más að nota ábyrgð hans. Saksóknari taldi að þarna hafi verið um sýndarviðskipti að ræða til að blekkja markaðinn og styrkja stöðu Kaupþings. Því hafnaði Ólafur. Hann sagðist ekki hrifinn af orðinu „sýndarviðskipti“. „Það er skelfilegt að sitja undir áburði um sýndarviðskipti,“ sagði hann. Ólafur hafði milligöngu um kaupin á hlutunum í Kaupþingi í gegnum félag sitt Gerland, sem var í eigu Choice Stay Limited. Ólafur sagði að fjármögnunin hefði verið áætluð til skamms tíma og hann ekki átt að njóta neins hagnaðar af viðskiptunum. Hann hafi ekki séð neina áhættu fyrir Kaupþing samfara viðskiptunum og taldi þau góð fyrir bankann. Saksóknari spurði Ólaf nokkrum sinnum að því hvers vegna hann hefði ákveðið að gerast milliliður um viðskiptin ef hann ætlaði ekki að hagnast á þeim og sagði hann það aðeins hafa verið vegna fyrri tengsla sinna við Al-Thani. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Aðalmeðferð í Al-Thani-málinu hélt áfram í gær. Ólafur Ólafsson, einn hinna ákærðu, gaf fyrstur manna skýrslu fyrir dómi og stóð skýrslutakan yfir í tvær klukkustundir. „Tengsl mín má rekja aftur til sameiningar Búnaðarbanka og Kaupþings,“ sagði Ólafur um aðkomu sína að málinu. Því næst lýsti hann viðskiptasambandinu á milli Kaupþings banka og Sjeiks Mohammes Al-Thani. Hann kynntist Al-Thani á skotveiðum á landareign lögmanns Al-Thani. Eftir það stofnuðu þeir sjóðinn Choice Stay Limited sem ætlaði að fara í margvíslegar fjárfestingar, meðal annars í París og í Íran. Að sögn Ólafs þótti Kaupþingi á þessum tíma áhugavert að eiga í viðskiptum við Al-Thani. „Hreiðar lýsti yfir miklum áhuga á samstarfi,“ sagði hann og á við Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Ákveðið var að Al-Thani myndi kaupa 5,01 prósents hlut í Kaupþingi í lok september 2008. Kaupþing fjármagnaði kaupin að fullu en Al-Thani skrifaði undir 12,5 milljarða króna sjálfskuldarábyrgð. Samkvæmt Ólafi var það hugmynd Hreiðars Más að nota ábyrgð hans. Saksóknari taldi að þarna hafi verið um sýndarviðskipti að ræða til að blekkja markaðinn og styrkja stöðu Kaupþings. Því hafnaði Ólafur. Hann sagðist ekki hrifinn af orðinu „sýndarviðskipti“. „Það er skelfilegt að sitja undir áburði um sýndarviðskipti,“ sagði hann. Ólafur hafði milligöngu um kaupin á hlutunum í Kaupþingi í gegnum félag sitt Gerland, sem var í eigu Choice Stay Limited. Ólafur sagði að fjármögnunin hefði verið áætluð til skamms tíma og hann ekki átt að njóta neins hagnaðar af viðskiptunum. Hann hafi ekki séð neina áhættu fyrir Kaupþing samfara viðskiptunum og taldi þau góð fyrir bankann. Saksóknari spurði Ólaf nokkrum sinnum að því hvers vegna hann hefði ákveðið að gerast milliliður um viðskiptin ef hann ætlaði ekki að hagnast á þeim og sagði hann það aðeins hafa verið vegna fyrri tengsla sinna við Al-Thani.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira