Eldar loguðu á sviðinu Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2013 07:00 Hljómsveitin Eldar stóð sig vel í Iðnó. Tónlist Eldar Iceland Airwaves-hátíðin Iðnó Hljómsveitin Eldar úr Keflavík spilaði fyrir þægilegan fjölda tónleikagesta í Iðnó í gærkvöldi. Tónlistin var í rólegri kantinum en stórskemmtileg. Söngur Valdimars Guðmundssonar var í einu orði sagt: Frábær. Hann var einnig skemmtilega vandræðalegur og feiminn á milli laga. Áhorfendur hlógu að mjög svo bókstaflegum þýðingum lagaheita Elda yfir á ensku. Þegar Valdimar var að kynna síðasta lagið fór íslenskur maður upp á svið og bað meðlimi hljómsveitarinnar um að gefa sér eiginhandaráritun. Valdimar benti honum á að spyrja þau frekar að tónleikunum loknum. Eldar, sem er hliðarverkefni Valdimars og Björgvins Ívars Baldurssonar, er greinilega mönnuð góðum tónlistarmönnum og heppnuðust tónleikarnir mjög vel. Ekki var vart við eitt óánægt andlit á meðal gesta. Niðurstaða: Hinir fínustu tónleikar. Að mestu rólegar melódíur og raddir söngkonunnar og Valdimars virkuðu vel saman, sem og hljóðfæraleikurinn. Gagnrýni Mest lesið „Það braut ísinn að við hefðum deitað sama gaurinn“ Lífið „Ég var heppinn. En ekki hann“ Lífið „Það er önnur hver gella með í vörunum“ Lífið Karlmennskuhlaðvarpið heyrir sögunni til Lífið Fréttatía vikunnar: Körfubolti, laxaastmi og stýrivextir Lífið Gómsætar haustkökur að hætti Elenoru Lífið Ólafur Ragnar skellti sér á sæþotu eftir langan dag Lífið Simmi Vill og Sunneva Einars létu sig ekki vanta á Jókerinn Lífið Skrúfaði titrarann í sundur til að forða nágrönnum frá ónæði Lífið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Menning Fleiri fréttir Speak No Evil: Pabbi er ekki með fulle fem Maður þurfti ekki að vera skyggn Melódrama, morð og hæfilega mikið bótox Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð Sjá meira
Tónlist Eldar Iceland Airwaves-hátíðin Iðnó Hljómsveitin Eldar úr Keflavík spilaði fyrir þægilegan fjölda tónleikagesta í Iðnó í gærkvöldi. Tónlistin var í rólegri kantinum en stórskemmtileg. Söngur Valdimars Guðmundssonar var í einu orði sagt: Frábær. Hann var einnig skemmtilega vandræðalegur og feiminn á milli laga. Áhorfendur hlógu að mjög svo bókstaflegum þýðingum lagaheita Elda yfir á ensku. Þegar Valdimar var að kynna síðasta lagið fór íslenskur maður upp á svið og bað meðlimi hljómsveitarinnar um að gefa sér eiginhandaráritun. Valdimar benti honum á að spyrja þau frekar að tónleikunum loknum. Eldar, sem er hliðarverkefni Valdimars og Björgvins Ívars Baldurssonar, er greinilega mönnuð góðum tónlistarmönnum og heppnuðust tónleikarnir mjög vel. Ekki var vart við eitt óánægt andlit á meðal gesta. Niðurstaða: Hinir fínustu tónleikar. Að mestu rólegar melódíur og raddir söngkonunnar og Valdimars virkuðu vel saman, sem og hljóðfæraleikurinn.
Gagnrýni Mest lesið „Það braut ísinn að við hefðum deitað sama gaurinn“ Lífið „Ég var heppinn. En ekki hann“ Lífið „Það er önnur hver gella með í vörunum“ Lífið Karlmennskuhlaðvarpið heyrir sögunni til Lífið Fréttatía vikunnar: Körfubolti, laxaastmi og stýrivextir Lífið Gómsætar haustkökur að hætti Elenoru Lífið Ólafur Ragnar skellti sér á sæþotu eftir langan dag Lífið Simmi Vill og Sunneva Einars létu sig ekki vanta á Jókerinn Lífið Skrúfaði titrarann í sundur til að forða nágrönnum frá ónæði Lífið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Menning Fleiri fréttir Speak No Evil: Pabbi er ekki með fulle fem Maður þurfti ekki að vera skyggn Melódrama, morð og hæfilega mikið bótox Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð Sjá meira