Sorgin tekur tíma Halldór Reynisson skrifar 1. nóvember 2013 06:00 Allraheilagra- og allrasálnamessa hafa fengið nýtt líf í kirkju og samfélagi síðustu árin sem minningardagar látinna. Sá siður hefur breiðst út í kirkjustarfi hér á landi að gefa þeim sem hafa misst einhvern nákominn tækifæri til að koma og heiðra minningu þeirra með því að tendra ljós í kirkjunni. Slíkir siðir sem tengjast dauðanum hjálpa fólki að takast á við sorgina. Það er í anda fagnaðarerindis kristinnar trúar að hlúa að syrgjendum. Jesús segir í fjallræðunni „sælir eru syrgjendur því þeir munu huggaðir verða“. Þörf þeirra sem hafa misst er oft mikil. Eftir því sem missirinn er nær, eftir því sem hann er ótímabærari eða skyndilegri, þeim mun meira verður áfallið og sorgin í kjölfarið.Sleit marbönd minnar ættarsnaran þáttaf sjálfum mér Segir Egill Skallagrímsson í Sonartorreki þegar hann tekst á við dauða sonar síns Böðvars. Reynsla skáldsins kallast á við reynslu allra þeirra sem missa ótímabært einhvern sem stendur þeim nærri. Eftir slíkt andlát getur það tekið þau mörg ár að ná aftur jafnvægi á líf sitt og þó hverfur sorgin aldrei. Þær stofnanir sem veita syrgjendum stuðning eru einkum heilbrigðiskerfi og þjóðkirkjan, einnig í nokkrum mæli skóli og félagsþjónusta. Í hugum alls þorra fólks er sá stuðningur sem prestar og djáknar veita syrgjendum mikils virði og fólk er oftast mjög þakklátt fyrir. Fagfólk sem kemur að stuðningi við syrgjendur hefur gert sér grein fyrir að fylgja þarf syrgjendum mikið lengur en áður var talið. Þegar um erfið, ótímabær andlát er að ræða, s.s. við barnsmissi, sjálfsvíg, andlát maka eða foreldris þá varir fylgdin stundum nokkur ár. Kappkostum að sinna vel köllun okkar að ganga í fótspor Krists, sem fagfólk í stofnunum samfélagsins, sem aðstandendur og vinir og uppfylla þannig boð hans um að hugga syrgjendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Allraheilagra- og allrasálnamessa hafa fengið nýtt líf í kirkju og samfélagi síðustu árin sem minningardagar látinna. Sá siður hefur breiðst út í kirkjustarfi hér á landi að gefa þeim sem hafa misst einhvern nákominn tækifæri til að koma og heiðra minningu þeirra með því að tendra ljós í kirkjunni. Slíkir siðir sem tengjast dauðanum hjálpa fólki að takast á við sorgina. Það er í anda fagnaðarerindis kristinnar trúar að hlúa að syrgjendum. Jesús segir í fjallræðunni „sælir eru syrgjendur því þeir munu huggaðir verða“. Þörf þeirra sem hafa misst er oft mikil. Eftir því sem missirinn er nær, eftir því sem hann er ótímabærari eða skyndilegri, þeim mun meira verður áfallið og sorgin í kjölfarið.Sleit marbönd minnar ættarsnaran þáttaf sjálfum mér Segir Egill Skallagrímsson í Sonartorreki þegar hann tekst á við dauða sonar síns Böðvars. Reynsla skáldsins kallast á við reynslu allra þeirra sem missa ótímabært einhvern sem stendur þeim nærri. Eftir slíkt andlát getur það tekið þau mörg ár að ná aftur jafnvægi á líf sitt og þó hverfur sorgin aldrei. Þær stofnanir sem veita syrgjendum stuðning eru einkum heilbrigðiskerfi og þjóðkirkjan, einnig í nokkrum mæli skóli og félagsþjónusta. Í hugum alls þorra fólks er sá stuðningur sem prestar og djáknar veita syrgjendum mikils virði og fólk er oftast mjög þakklátt fyrir. Fagfólk sem kemur að stuðningi við syrgjendur hefur gert sér grein fyrir að fylgja þarf syrgjendum mikið lengur en áður var talið. Þegar um erfið, ótímabær andlát er að ræða, s.s. við barnsmissi, sjálfsvíg, andlát maka eða foreldris þá varir fylgdin stundum nokkur ár. Kappkostum að sinna vel köllun okkar að ganga í fótspor Krists, sem fagfólk í stofnunum samfélagsins, sem aðstandendur og vinir og uppfylla þannig boð hans um að hugga syrgjendur.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun