Víti til varnaðar í samningum frá 2011 Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. október 2013 07:00 Vilhjálmur Egilsson sem þá var hjá Samtökum atvinnulífsins og Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ féllust í faðma þegar samningar voru í höfn í maí 2011. Fréttablaðið/Anton Vísbendingar eru um að kjarasamningar árið 2011 hafi virkað sem bremsa á bata sem þá var hafinn á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í nýrri umfjöllun í Markaðspunktum greikningardeildar Arion banka. Samningar eru lausir 30. nóvember næstkomandi. Bent er á að nú fari á ný í hönd kjarasamningar, en niðurstöður þeirra muni hafa umtalsverð áhrif á efnahagsþróun næstu missera. „Þá einkum þróun verðbólgu og kaupmáttar,“ segir í umfjölluninni. 2011 var samið um almenna launahækkun upp á 11,4 prósent yfir samningstímabilið, sem var þrjú ár. „Frá undirritun kjarasamninganna í maí 2011 hefur launavísitalan hækkað um 17,6 prósent á meðan kaupmáttur hefur aðeins aukist um 7,4 prósent á sama tíma sökum hækkandi verðlags. Bendir það til þess að kjarasamningarnir hafi falið í sér of miklar launahækkanir sem hafi verið fyrirtækjum um megn,“ segir í Markaðspunktum. Verðlagshækkanir eru sagðar nær óhjákvæmilegar ef nafnlaun hækki umfram framleiðnivöxt. „Sýndi það sig vorið 2011 en þá fór verðbólga vaxandi á ný í kjölfar kjarasamninga, eftir að hafa lækkað mikið frá árinu 2009.“ Fleiri þættir eru þó sagðir hafa þar haft áhrif, svo sem gengislækkun og hækkun olíuverðs. Vísitölur sem greiningardeildin styðst við sýna þó áhrif sem ekki verða skýrð af utanaðkomandi þáttum. Bent er á að vísitala launa hafi að meðaltali hækkað um 2,8 prósent við hverja þrepahækkun sem samningarnir 2011 skiluðu, en svokölluð kjarnavísitala bara um 0,4 prósent á næstu þremur mánuðum eftir hækkun. Áhrif samninga á hlutfall starfandi fólks er einng sagt bera þess merki að kjarasamningar hafi grafið undan bata á vinnumarkaði. Í kjölfar kjarasamninganna hafi mátt greina töluvert bakslag í hlutfallsaukningu starfandi fólks á vinnumarkaði. „Til að mynda hafði hlutfallið hækkað um 0,4 prósentustig á fjórða ársfjórðungi 2010, miðað við þriðja ársfjórðung 2010, en aðeins um 0,3 prósentustig ári síðar. Þannig lækkaði hlutfall starfandi nokkuð í kjölfar kjarasamninganna.“ Að baki kjarasamningunum árið 2011 eru sögð hafa verið háleit markmið þar sem blásta átti til sóknar í atvinnulífinu. „Samningarnir byggðu á forsendum sem voru ef til vill full metnaðarfullar miðað við þær efnahagslegu aðstæður sem ríktu á þessum tíma enda hefur meirihluti þeirra ekki gengið eftir,“ segir í umfjölluninni. „Í stað þess að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu þá fylgdu samningunum vaxandi verðbólga og bakslag í bata vinnumarkaðar. Þannig varð raunverulegur ábati launafólks langt frá því sem lagt var upp með.“ Nauðsynlegt er sagt að í komandi kjarasamningum verði tekið tillit til þess hvaða áhrif samningsgerðin kunni að hafa á verðlag, verðbólguvæntingar, vaxtastig og þróun vinnumarkaðar. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Vísbendingar eru um að kjarasamningar árið 2011 hafi virkað sem bremsa á bata sem þá var hafinn á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í nýrri umfjöllun í Markaðspunktum greikningardeildar Arion banka. Samningar eru lausir 30. nóvember næstkomandi. Bent er á að nú fari á ný í hönd kjarasamningar, en niðurstöður þeirra muni hafa umtalsverð áhrif á efnahagsþróun næstu missera. „Þá einkum þróun verðbólgu og kaupmáttar,“ segir í umfjölluninni. 2011 var samið um almenna launahækkun upp á 11,4 prósent yfir samningstímabilið, sem var þrjú ár. „Frá undirritun kjarasamninganna í maí 2011 hefur launavísitalan hækkað um 17,6 prósent á meðan kaupmáttur hefur aðeins aukist um 7,4 prósent á sama tíma sökum hækkandi verðlags. Bendir það til þess að kjarasamningarnir hafi falið í sér of miklar launahækkanir sem hafi verið fyrirtækjum um megn,“ segir í Markaðspunktum. Verðlagshækkanir eru sagðar nær óhjákvæmilegar ef nafnlaun hækki umfram framleiðnivöxt. „Sýndi það sig vorið 2011 en þá fór verðbólga vaxandi á ný í kjölfar kjarasamninga, eftir að hafa lækkað mikið frá árinu 2009.“ Fleiri þættir eru þó sagðir hafa þar haft áhrif, svo sem gengislækkun og hækkun olíuverðs. Vísitölur sem greiningardeildin styðst við sýna þó áhrif sem ekki verða skýrð af utanaðkomandi þáttum. Bent er á að vísitala launa hafi að meðaltali hækkað um 2,8 prósent við hverja þrepahækkun sem samningarnir 2011 skiluðu, en svokölluð kjarnavísitala bara um 0,4 prósent á næstu þremur mánuðum eftir hækkun. Áhrif samninga á hlutfall starfandi fólks er einng sagt bera þess merki að kjarasamningar hafi grafið undan bata á vinnumarkaði. Í kjölfar kjarasamninganna hafi mátt greina töluvert bakslag í hlutfallsaukningu starfandi fólks á vinnumarkaði. „Til að mynda hafði hlutfallið hækkað um 0,4 prósentustig á fjórða ársfjórðungi 2010, miðað við þriðja ársfjórðung 2010, en aðeins um 0,3 prósentustig ári síðar. Þannig lækkaði hlutfall starfandi nokkuð í kjölfar kjarasamninganna.“ Að baki kjarasamningunum árið 2011 eru sögð hafa verið háleit markmið þar sem blásta átti til sóknar í atvinnulífinu. „Samningarnir byggðu á forsendum sem voru ef til vill full metnaðarfullar miðað við þær efnahagslegu aðstæður sem ríktu á þessum tíma enda hefur meirihluti þeirra ekki gengið eftir,“ segir í umfjölluninni. „Í stað þess að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu þá fylgdu samningunum vaxandi verðbólga og bakslag í bata vinnumarkaðar. Þannig varð raunverulegur ábati launafólks langt frá því sem lagt var upp með.“ Nauðsynlegt er sagt að í komandi kjarasamningum verði tekið tillit til þess hvaða áhrif samningsgerðin kunni að hafa á verðlag, verðbólguvæntingar, vaxtastig og þróun vinnumarkaðar.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira