Auðmýkt vísindanna Dominique Plédel Jónsson skrifar 17. október 2013 06:00 Nýlega stóð „Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur“ fyrir ráðstefnu sem bar heitið „Er erfðabreytt framleiðsla sjálfbær“. Fyrirlesarar voru þrír hámenntaðir vísindamenn á sviði erfðatækni; plöntusjúkdómafræði, sameindalíffræði, sameindaerfðafræði, lífefnafræði og frumulíffræði, með áratuga reynslu í notkun erfðatækni, ritun ritrýndra vísindagreina og hafa þeir unnið hjá lykilstofnunum sem hafa með þetta málefni að gera. Á annað hundrað manns mættu á ráðstefnuna, það er voru það áhugasamir að þeir tóku hálfan dag frá vinnu eða námi til að fræðast. Enginn íslenskur vísindamaður mætti til að taka þátt í umræðunni við þessa jafningja sína. Ég leyfi mér að spyrja spurninga þegar íslensku vísindamennirnir tjá sig í fjölmiðlum. Þar hefur verið fullyrt til dæmis að engin rannsókn („ég þori að fullyrða, engin rannsókn“ – Jón Hallsteinn Hallsson, Morgunútvarpi Rásar 2, þ. 4.10) hafi sýnt fram á það að erfðabreytt matvæli séu hættuleg fyrir heilsuna. Þegar vísað er í rannsókn G.E. Séralinis sem var birt í september 2012 og sýndi fram á eitrunaráhrif frá erfðabreyttum maís og skordýraeitrinu Roundup (þar sem notuð var sama aðferðafræði og líftæknifyrirtækin nota, þar með talið Monsanto, nema að Séralini lét rannsóknina standa í tvö ár í stað 90 daga og mældi fleiri þætti), þá afgreiða vísindamenn hana hér heima í viðtali hjá RÚV með því að segja: „Séralini er þekktur fyrir að vera óheiðarlegur og óvandaður“. Erlendir vísindamenn hafa verið kærðir fyrir minni ummæli og dæmdir. Svo er rannsóknin afdráttarlaust dæmd „ómarktæk“ því svo margir í heiminum gagnrýndu hana.Milljónir evra í rannsókn En það gleymist í þessu að ESB og franska ríkisstjórnin hafa nú lagt milljónir evra í að láta vinna rannsókn á þessum sama grunni, sem er staðfesting á því að margar spurningar vöknuðu við þessa rannsókn sem þarf að svara og nú einnig varðandi æxlismyndun en ekki eingöngu eiturefnarannsókn eins og Séralini gerði. Sömuleiðis eru vísindamenn að svara gagnrýni á erfðabreytt matvæli með því að verja erfðabreytingar í læknis- og lyfjafræði. Insúlín er í dag framleitt með erfðatækni en ekki lengur „úr blóði sláturdýra“. Hver hefur gagnrýnt það? Hvað hefur það með matvæli að gera? Það er vísvitandi verið að blanda tvennu gjörólíku saman. Þeir sem vilja að varúð sé í fyrirrúmi á meðan vísindamenn eru ekki sammála um skaðsemi erfðabreyttrar ræktunar og matvæla hafa ekki skipt sér af því sem er unnið í rannsóknastofum í lækningaskyni. Það er á mörkum heiðarleika að hamra á þessum rökum. Á sínum tíma var ég í blaðagrein og viðtali við einn vísindamanna talin óhæf um að tjá mig um erfðabreyttar lífverur því ég væri ekki vísindamaður. Nú vil ég skora á vísindamenn sem hafa ekki sparað alhæfingarnar um þetta mál að gefa sér tíma til að hugleiða aðeins. Eru vísindi alhæfingar án möguleika á að menn hafi rangt fyrir sér? Var ekki alhæft að reykingar væru með öllu skaðlausar sem nú hefur verið sannað og almenn vitneskja er um að séu skaðlegar? Er ekki grunnur vísindanna að spyrja gagnrýninna spurninga? Að byrja á því að hafa efasemdir? Að ekki sé allt svart eða hvítt? Fara vísindin ekki fram með því að ræða um málefni og verkefni? Þegar ekki einn einasti þeirra vísindamanna sem tala fyrir erfðabreyttri ræktun og matvælum telur sér fært að mæta á málþing um málefni sem er þeim mikið tilfinningamál – og leyfa sér að gagnrýna fyrir fram það sem á að vera í fyrirlestrum sem erlendir kollegar þeirra halda – þá eru þeir búnir að afsala sér þeim rétti að koma fram í fjölmiðlum og alhæfa að erfðabreyttar lífverur „séu með öllu skaðlausar“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nýlega stóð „Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur“ fyrir ráðstefnu sem bar heitið „Er erfðabreytt framleiðsla sjálfbær“. Fyrirlesarar voru þrír hámenntaðir vísindamenn á sviði erfðatækni; plöntusjúkdómafræði, sameindalíffræði, sameindaerfðafræði, lífefnafræði og frumulíffræði, með áratuga reynslu í notkun erfðatækni, ritun ritrýndra vísindagreina og hafa þeir unnið hjá lykilstofnunum sem hafa með þetta málefni að gera. Á annað hundrað manns mættu á ráðstefnuna, það er voru það áhugasamir að þeir tóku hálfan dag frá vinnu eða námi til að fræðast. Enginn íslenskur vísindamaður mætti til að taka þátt í umræðunni við þessa jafningja sína. Ég leyfi mér að spyrja spurninga þegar íslensku vísindamennirnir tjá sig í fjölmiðlum. Þar hefur verið fullyrt til dæmis að engin rannsókn („ég þori að fullyrða, engin rannsókn“ – Jón Hallsteinn Hallsson, Morgunútvarpi Rásar 2, þ. 4.10) hafi sýnt fram á það að erfðabreytt matvæli séu hættuleg fyrir heilsuna. Þegar vísað er í rannsókn G.E. Séralinis sem var birt í september 2012 og sýndi fram á eitrunaráhrif frá erfðabreyttum maís og skordýraeitrinu Roundup (þar sem notuð var sama aðferðafræði og líftæknifyrirtækin nota, þar með talið Monsanto, nema að Séralini lét rannsóknina standa í tvö ár í stað 90 daga og mældi fleiri þætti), þá afgreiða vísindamenn hana hér heima í viðtali hjá RÚV með því að segja: „Séralini er þekktur fyrir að vera óheiðarlegur og óvandaður“. Erlendir vísindamenn hafa verið kærðir fyrir minni ummæli og dæmdir. Svo er rannsóknin afdráttarlaust dæmd „ómarktæk“ því svo margir í heiminum gagnrýndu hana.Milljónir evra í rannsókn En það gleymist í þessu að ESB og franska ríkisstjórnin hafa nú lagt milljónir evra í að láta vinna rannsókn á þessum sama grunni, sem er staðfesting á því að margar spurningar vöknuðu við þessa rannsókn sem þarf að svara og nú einnig varðandi æxlismyndun en ekki eingöngu eiturefnarannsókn eins og Séralini gerði. Sömuleiðis eru vísindamenn að svara gagnrýni á erfðabreytt matvæli með því að verja erfðabreytingar í læknis- og lyfjafræði. Insúlín er í dag framleitt með erfðatækni en ekki lengur „úr blóði sláturdýra“. Hver hefur gagnrýnt það? Hvað hefur það með matvæli að gera? Það er vísvitandi verið að blanda tvennu gjörólíku saman. Þeir sem vilja að varúð sé í fyrirrúmi á meðan vísindamenn eru ekki sammála um skaðsemi erfðabreyttrar ræktunar og matvæla hafa ekki skipt sér af því sem er unnið í rannsóknastofum í lækningaskyni. Það er á mörkum heiðarleika að hamra á þessum rökum. Á sínum tíma var ég í blaðagrein og viðtali við einn vísindamanna talin óhæf um að tjá mig um erfðabreyttar lífverur því ég væri ekki vísindamaður. Nú vil ég skora á vísindamenn sem hafa ekki sparað alhæfingarnar um þetta mál að gefa sér tíma til að hugleiða aðeins. Eru vísindi alhæfingar án möguleika á að menn hafi rangt fyrir sér? Var ekki alhæft að reykingar væru með öllu skaðlausar sem nú hefur verið sannað og almenn vitneskja er um að séu skaðlegar? Er ekki grunnur vísindanna að spyrja gagnrýninna spurninga? Að byrja á því að hafa efasemdir? Að ekki sé allt svart eða hvítt? Fara vísindin ekki fram með því að ræða um málefni og verkefni? Þegar ekki einn einasti þeirra vísindamanna sem tala fyrir erfðabreyttri ræktun og matvælum telur sér fært að mæta á málþing um málefni sem er þeim mikið tilfinningamál – og leyfa sér að gagnrýna fyrir fram það sem á að vera í fyrirlestrum sem erlendir kollegar þeirra halda – þá eru þeir búnir að afsala sér þeim rétti að koma fram í fjölmiðlum og alhæfa að erfðabreyttar lífverur „séu með öllu skaðlausar“.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun