Skálkaskjól vændiskaupenda Alma Rún R. Thorarensen skrifar 17. október 2013 06:00 Í opinberri umræðu undanfarna daga hafa málefni ungrar stúlku sem ákærð var fyrir brot á 248. gr. almennra hegningarlaga (fjársvik) í tengslum við kynlífsþjónustu sem hún innti ekki af hendi verið áberandi. Málsatvik eru í stuttu máli þau að stúlkan (sem er barn að lögum) og maður voru í netsamskiptum. Mun tilgangurinn hafa verið sá að mæla sér mót og að maðurinn greiddi stúlkunni fyrir vændisþjónustu sem hún átti að veita honum. Þegar á hólminn var komið og maðurinn rétti stúlkunni peningaseðla út um opna bílrúðu, sem fyrirframgreiðslu fyrir viðvikið, ákvað hún við svo búið að taka til fótanna án þess að standa við sinn hluta samkomulagsins. Skemmst er frá því að greina að viðbrögð héraðsdómara við saksókn á hendur stúlkunni voru á þá lund að vísa ákærunni frá dómi, meðal annars á grundvelli þess að umrædd vændiskaup nytu ekki réttarverndar fjársvikaákvæðis alm. hgl. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar, sem benti á að láðst hefði af hálfu ákæruvaldsins að gera grein fyrir þeim ástæðum sem ákæran væri reist á og var málinu vísað frá dóminum af þeim sökum. Sitt hefur hverjum sýnst um niðurstöðu héraðsdóms. Hefur það jafnan verið viðkvæðið gagnvart þeim sem ekki hafa verið hlynntir saksókn á hendur stúlkunni að um óþarfa viðkvæmni af hálfu þeirra sé að ræða enda vændi „tilfinningahlaðið“ málefni, sem geri þeim erfitt fyrir að sjá málið í réttu ljósi og halda sig á málefnalegum nótum svo fátt eitt sé nefnt. Við mögulega áframhaldandi umfjöllun dómstóla um málið er nauðsynlegt að halda eftirfarandi til haga: A. Í 206. gr. alm. hgl. er fjallað um vændi. Ákvæðið er einstakt að því leytinu til að í því er kaupum á vændi lýst refsiverðum. Sala er aftur á móti refsilaus nema þriðji aðili hagnist á henni. Var þetta leið sem farin var að sænskri fyrirmynd fyrir nokkrum árum í íslenskri löggjöf. Sjónarmið sem lúra að baki þessu fyrirkomulagi eru meðal annars þau að hið opinbera mæti þeim sem einhverra hluta vegna sjá sig knúna til að selja aðgang að líkama sínum í kynferðislegum tilgangi með stuðningi í stað refsivandar á lofti. Oft sé um að ræða einstaklinga sem eiga sér einskis aðra úrkosti umfram þá sem falast eftir þjónustu þeirra. Í greinargerð með lagafrumvarpi um breytingu á 206. gr. er áhersla lögð á þennan aðstöðumun kaupanda og seljanda vændis og í því sambandi talið eðlilegra að leggja ábyrgðina á viðskiptunum á herðar kaupanda. Þá er börnum veitt alveg sérstök vernd í þessum efnum, ekki aðeins í umræddri 206. gr. heldur einnig í alþjóðlegum samningum um málefni barna og viðaukum við þá sem Ísland er aðili að. Fram hjá þessu verður ekki litið við túlkun ákvæðisins og mögulegt mat á því hvort refsingum verði við komið gagnvart þeim sem bjóða afnot af líkama sínum í kynferðislegum tilgangi gegn þóknun. B. Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laga um meðferð einkamála hafa dómstólar vald til að dæma um hvert það sakarefni sem lög og landsréttur ná til nema það sé skilið undan lögsögu þeirra samkvæmt lögum, samningi, venju eða eðli sínu. Í lagagreininni birtist sú grundvallarregla í íslenskum rétti að málefni það sem til úrlausnar er hjá dómstólum hverju sinni (sakarefni) má ekki vera andstætt lögum og velsæmi enda talið að dómstólar geti ekki með réttu leyst úr slíku á grundvelli laga og landsréttar. C. Það er enn fremur rótgróin hefð í íslenskum rétti að gildi kröfu er háð því að hún njóti lögverndar. Að öðrum kosti er ekki unnt að knýja á um efndir hennar. Þannig njóta til dæmis kröfur sem eiga sér ólöglegar rætur ekki verndar laga, hvað þá verndar refsivörslunnar. Af augljósum ástæðum falla því ætluð kaup á vændisþjónustu af barni utan við þá hagsmuni sem fjársvikaákvæði almennra hegningarlaga er ætlað að vernda. Kaup á vændisþjónustu eru refsiverð háttsemi og verður að framangreindu virtu ekki leitað atbeina dómstóla til að koma fram eða fylgja eftir ráðagerðum af því tagi eða refsingum ef þau ganga ekki eftir. Eins og mál þetta er vaxið verður að telja eðlilegast að hinn svikni vændiskaupandi, sem ólöglega falaðist eftir kynlífsþjónustu, beri hitann og þungann af áhættunni sem því fylgdi. Menn skyldu í það minnsta almennt stíga varlega til jarðar við að búa þeim sem geð hafa í sér til að falast ólöglega eftir kynlífsþjónustu annarra, einkum barna, þann lagalega veruleika að þeir geti hlutast til um að refsingum sé komið við gagnvart þeim sem þeir hyggjast sækja slíka þjónustu frá, séu efndir hennar ekki í samræmi við væntingar þeirra og óskir. Það færi vel á því að ríkissaksóknari felldi málið gegn stúlkunni niður. Það væri ekki einungis í samræmi við landslög heldur næsta víst í samræmi við siðferðiskennd þorra manna í réttarríkinu Íslandi eins og málið horfir við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Í opinberri umræðu undanfarna daga hafa málefni ungrar stúlku sem ákærð var fyrir brot á 248. gr. almennra hegningarlaga (fjársvik) í tengslum við kynlífsþjónustu sem hún innti ekki af hendi verið áberandi. Málsatvik eru í stuttu máli þau að stúlkan (sem er barn að lögum) og maður voru í netsamskiptum. Mun tilgangurinn hafa verið sá að mæla sér mót og að maðurinn greiddi stúlkunni fyrir vændisþjónustu sem hún átti að veita honum. Þegar á hólminn var komið og maðurinn rétti stúlkunni peningaseðla út um opna bílrúðu, sem fyrirframgreiðslu fyrir viðvikið, ákvað hún við svo búið að taka til fótanna án þess að standa við sinn hluta samkomulagsins. Skemmst er frá því að greina að viðbrögð héraðsdómara við saksókn á hendur stúlkunni voru á þá lund að vísa ákærunni frá dómi, meðal annars á grundvelli þess að umrædd vændiskaup nytu ekki réttarverndar fjársvikaákvæðis alm. hgl. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar, sem benti á að láðst hefði af hálfu ákæruvaldsins að gera grein fyrir þeim ástæðum sem ákæran væri reist á og var málinu vísað frá dóminum af þeim sökum. Sitt hefur hverjum sýnst um niðurstöðu héraðsdóms. Hefur það jafnan verið viðkvæðið gagnvart þeim sem ekki hafa verið hlynntir saksókn á hendur stúlkunni að um óþarfa viðkvæmni af hálfu þeirra sé að ræða enda vændi „tilfinningahlaðið“ málefni, sem geri þeim erfitt fyrir að sjá málið í réttu ljósi og halda sig á málefnalegum nótum svo fátt eitt sé nefnt. Við mögulega áframhaldandi umfjöllun dómstóla um málið er nauðsynlegt að halda eftirfarandi til haga: A. Í 206. gr. alm. hgl. er fjallað um vændi. Ákvæðið er einstakt að því leytinu til að í því er kaupum á vændi lýst refsiverðum. Sala er aftur á móti refsilaus nema þriðji aðili hagnist á henni. Var þetta leið sem farin var að sænskri fyrirmynd fyrir nokkrum árum í íslenskri löggjöf. Sjónarmið sem lúra að baki þessu fyrirkomulagi eru meðal annars þau að hið opinbera mæti þeim sem einhverra hluta vegna sjá sig knúna til að selja aðgang að líkama sínum í kynferðislegum tilgangi með stuðningi í stað refsivandar á lofti. Oft sé um að ræða einstaklinga sem eiga sér einskis aðra úrkosti umfram þá sem falast eftir þjónustu þeirra. Í greinargerð með lagafrumvarpi um breytingu á 206. gr. er áhersla lögð á þennan aðstöðumun kaupanda og seljanda vændis og í því sambandi talið eðlilegra að leggja ábyrgðina á viðskiptunum á herðar kaupanda. Þá er börnum veitt alveg sérstök vernd í þessum efnum, ekki aðeins í umræddri 206. gr. heldur einnig í alþjóðlegum samningum um málefni barna og viðaukum við þá sem Ísland er aðili að. Fram hjá þessu verður ekki litið við túlkun ákvæðisins og mögulegt mat á því hvort refsingum verði við komið gagnvart þeim sem bjóða afnot af líkama sínum í kynferðislegum tilgangi gegn þóknun. B. Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laga um meðferð einkamála hafa dómstólar vald til að dæma um hvert það sakarefni sem lög og landsréttur ná til nema það sé skilið undan lögsögu þeirra samkvæmt lögum, samningi, venju eða eðli sínu. Í lagagreininni birtist sú grundvallarregla í íslenskum rétti að málefni það sem til úrlausnar er hjá dómstólum hverju sinni (sakarefni) má ekki vera andstætt lögum og velsæmi enda talið að dómstólar geti ekki með réttu leyst úr slíku á grundvelli laga og landsréttar. C. Það er enn fremur rótgróin hefð í íslenskum rétti að gildi kröfu er háð því að hún njóti lögverndar. Að öðrum kosti er ekki unnt að knýja á um efndir hennar. Þannig njóta til dæmis kröfur sem eiga sér ólöglegar rætur ekki verndar laga, hvað þá verndar refsivörslunnar. Af augljósum ástæðum falla því ætluð kaup á vændisþjónustu af barni utan við þá hagsmuni sem fjársvikaákvæði almennra hegningarlaga er ætlað að vernda. Kaup á vændisþjónustu eru refsiverð háttsemi og verður að framangreindu virtu ekki leitað atbeina dómstóla til að koma fram eða fylgja eftir ráðagerðum af því tagi eða refsingum ef þau ganga ekki eftir. Eins og mál þetta er vaxið verður að telja eðlilegast að hinn svikni vændiskaupandi, sem ólöglega falaðist eftir kynlífsþjónustu, beri hitann og þungann af áhættunni sem því fylgdi. Menn skyldu í það minnsta almennt stíga varlega til jarðar við að búa þeim sem geð hafa í sér til að falast ólöglega eftir kynlífsþjónustu annarra, einkum barna, þann lagalega veruleika að þeir geti hlutast til um að refsingum sé komið við gagnvart þeim sem þeir hyggjast sækja slíka þjónustu frá, séu efndir hennar ekki í samræmi við væntingar þeirra og óskir. Það færi vel á því að ríkissaksóknari felldi málið gegn stúlkunni niður. Það væri ekki einungis í samræmi við landslög heldur næsta víst í samræmi við siðferðiskennd þorra manna í réttarríkinu Íslandi eins og málið horfir við.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun