Lífið

Fimmta Íslandsmeistaramótið í póker

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Eirný Sveinsdóttir, formaður Pókersambands Íslands, segir að það vanti fleiri stúlkur í póker.
Eirný Sveinsdóttir, formaður Pókersambands Íslands, segir að það vanti fleiri stúlkur í póker. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Í upphafi voru 152 manneskjur skráðar til leiks í mótið en það hófst um síðustu helgi, lokaborðið fer svo fram næstu helgi,“ segir Eirný Sveinsdóttir formaður Pókersambands Íslands, um fimmta opinbera Íslandsmeistaramótið sem fram fer um næstu helgi.

Mikill munur er á þátttöku kynjanna í mótinu, einungis sex konur voru skráðar til leiks í mótið en til gamans má geta að Aníka Jóhannsdóttir er ríkjandi Íslandsmeistari í póker. Þá er þetta þriðja árið sem kona kemst á lokaborð, en á lokaborði keppa níu keppendur.

Kvenfólk er þó í miklum meirihluta sem gjafarar á borðunum. „Í mótinu núna eru sextán gjafarar og þar af voru fjórir strákar og tólf stelpur.“ Íslandsmeistaramótið fer fram á hótel Natura.

„Það kostar 70.000 krónur að taka þátt og fyrstu átján sætin fá peningaverðlaun.“ Sigurvegari mótsins fær 2.150.000 krónur í verðlaun og annað sætið fær 1.500.000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.