Lífið

Vilja opna annan Mjölnisstað

Freyr Bjarnason skrifar
Jón Viðar Arnþórsson segir að húsnæðið á Seljavegi sé orðið of lítið fyrir Mjölni.
Jón Viðar Arnþórsson segir að húsnæðið á Seljavegi sé orðið of lítið fyrir Mjölni. fréttablaðið/stefán
Forsvarsmenn bardagaklúbbsins Mjölnis íhuga að opna útibú annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Núverandi húsnæði klúbbsins í gamla Loftkastalanum á Seljavegi er orðið of lítið þrátt fyrir að stutt sé síðan klúbburinn stækkaði við sig.

„Við erum búin að skoða það alveg í tvö ár en ekki alveg lagt í það,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, spurður út í mögulegt útibú.

„En það er allt að springa hjá okkur. Það eru komnir um 1.200 iðkendur hjá okkur og ansi troðið þótt við séum í mjög stóru húsnæði og með þrjá sali, þar af tvo mjög stóra,“ segir hann. „Við bjóðum upp á um 90 tíma á viku en það er samt svakalegur fjöldi sem mætir í hvern tíma.“ Hann bætir við að stundum hafi þurft að vísa fólki frá, sem sé miður.

Húsnæði Mjölnis hefur stækkað jafnt og þétt undanfarin ár. Það fyrsta á Mýrargötu var rúmir 300 fermetrar. Þaðan var aðstaðan stækkuð í 550 fermetra, svo í yfir 750 fermetra, því næst í yfir 1.500 og loks í rúma 1.800 fermetra á Seljavegi.

Aðspurður segir Jón Viðar ekkert ákveðið hvar eða hvenær nýtt útibú Mjölnis verður opnað. Nefnir hann, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð, Ártúnshöfða eða Skeifuna sem mögulegar staðsetningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.