Lífið

Á netið á hlaupabrettinu

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins, stendur í ströngu þessa dagana.
Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins, stendur í ströngu þessa dagana. MYND/SIGURJÓN RAGNAR
„Þú kemst á netið, getur horft á sjónvarpið, samstillt skjáinn á tækinu við símann þinn og margt fleira,“ segir Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins í Kópavogi, um nýju tækin sem stöðin var að fjárfesta í.

Sporthúsið er þessa dagana að koma fyrir nýjum og ákaflega fullkomnum tækjum í líkamsræktarstöðinni en kostnaður við breytingarnar er um 200 milljónir króna. „Þetta eru bestu tæki sem völ er á. Þau eru frá Technogym sem hefur verið einn fremsti tækjaframleiðandi í heiminum í mörg ár,“ bætir Þröstur við.

hlaupa og vafra Möguleikar tækjanna eru margir og spennandi.
Nú hefur fólk enga afsökun fyrir því að mæta ekki í ræktina því nú er hægt að fylgjast með Facebook á meðan hitað er upp í ræktinni.

„Við erum líka að opna minni stöð í sama húsi fyrir fólk sem kýs heldur rólegra umhverfi. Sú stöð er búin jafn fullkomnum tækjum,“ bætir Þröstur við að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.