Til N-Ameríku í samstarfi við Disney Freyr Bjarnason skrifar 8. október 2013 07:00 Jón Axel Ólafsson hjá Eddu er mjög spenntur fyrir samstarfinu við Disney. „Við teljum að þetta sé tækifæri sem íslensk útgáfufyrirtæki fái ekki oft,“ segir Jón Axel Ólafsson, útgefandi og stjórnarformaður Eddu útgáfu. Bandaríska stórfyrirtækið Disney hefur beðið Eddu um að koma að útgáfu á nokkrum vörulínum sem tengjast bæði kvikmyndum og öðrum vöruflokkum. Edda verður skilgreind sem lífsstíls-útgefandi Disney í Norður-Ameríku en markaðurinn í Bandaríkjunum og Kanada telur um fjögur hundruð milljónir manna. „Ef þessar áætlanir ganga eftir, sem ég geri ráð fyrir, munum við bera ábyrgð á efni sem er ekki eingöngu ætlað börnum heldur fjölskyldum og fullorðnum líka. Þetta eru verkefni sem snúa að mat, grænum lífsstíl, betra lífi, samskiptum, náttúru og fræðsluefni,“ segir Jón Axel, sem er að sjálfsögðu spenntur fyrir samstarfinu. Hann segir Eddu hafa unnið í því síðastliðið eitt og hálft ár að stækka markaðssvæði sitt. „Við ákváðum að reyna að finna ný tækifæri undir Disney-vörumerkinu. Það varð úr að við skoðuðum tækifæri sem eru að gefast í Bandaríkjunum og við höfum þróað vörumerki sem er sérstaklega ætlað fyrir þann markað.“ Edda útgáfa hefur átt í viðskiptasambandi við Disney í Skandinavíu í þrjátíu ár. Boltinn fór að rúlla þegar fyrirtækið hóf útgáfu á matreiðslubókum Disney árið 2010 sem hafa selst í um sextíu þúsund eintökum. Þær bækur eru framleiddar á Íslandi og tengjast ekki Disney í Bandaríkjunum nema að nafninu til. „Það eru ekkert mjög margir í Bandaríkjunum sem hafa leyfi til að framleiða Disney-vörur fyrir Bandaríkin. Við erum svo heppin að fá tækifæri til að vinna með þetta vörumerki þar en til þess höfum við þurft að fara í gegnum nálarauga Disney-samsteypunnar,“ segir hann. Spurður hvers virði hinn væntanlegi samningur við Disney sé, segir Jón Axel erfitt að leggja mat á slíkt. „Við erum að leggja upp í langferð. Markmiðið er ekki að setja upp stórar skrifstofur í Bandaríkjunum heldur nýta það frábæra fólk sem við erum með hér til að vinna þessi verkefni.“ Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
„Við teljum að þetta sé tækifæri sem íslensk útgáfufyrirtæki fái ekki oft,“ segir Jón Axel Ólafsson, útgefandi og stjórnarformaður Eddu útgáfu. Bandaríska stórfyrirtækið Disney hefur beðið Eddu um að koma að útgáfu á nokkrum vörulínum sem tengjast bæði kvikmyndum og öðrum vöruflokkum. Edda verður skilgreind sem lífsstíls-útgefandi Disney í Norður-Ameríku en markaðurinn í Bandaríkjunum og Kanada telur um fjögur hundruð milljónir manna. „Ef þessar áætlanir ganga eftir, sem ég geri ráð fyrir, munum við bera ábyrgð á efni sem er ekki eingöngu ætlað börnum heldur fjölskyldum og fullorðnum líka. Þetta eru verkefni sem snúa að mat, grænum lífsstíl, betra lífi, samskiptum, náttúru og fræðsluefni,“ segir Jón Axel, sem er að sjálfsögðu spenntur fyrir samstarfinu. Hann segir Eddu hafa unnið í því síðastliðið eitt og hálft ár að stækka markaðssvæði sitt. „Við ákváðum að reyna að finna ný tækifæri undir Disney-vörumerkinu. Það varð úr að við skoðuðum tækifæri sem eru að gefast í Bandaríkjunum og við höfum þróað vörumerki sem er sérstaklega ætlað fyrir þann markað.“ Edda útgáfa hefur átt í viðskiptasambandi við Disney í Skandinavíu í þrjátíu ár. Boltinn fór að rúlla þegar fyrirtækið hóf útgáfu á matreiðslubókum Disney árið 2010 sem hafa selst í um sextíu þúsund eintökum. Þær bækur eru framleiddar á Íslandi og tengjast ekki Disney í Bandaríkjunum nema að nafninu til. „Það eru ekkert mjög margir í Bandaríkjunum sem hafa leyfi til að framleiða Disney-vörur fyrir Bandaríkin. Við erum svo heppin að fá tækifæri til að vinna með þetta vörumerki þar en til þess höfum við þurft að fara í gegnum nálarauga Disney-samsteypunnar,“ segir hann. Spurður hvers virði hinn væntanlegi samningur við Disney sé, segir Jón Axel erfitt að leggja mat á slíkt. „Við erum að leggja upp í langferð. Markmiðið er ekki að setja upp stórar skrifstofur í Bandaríkjunum heldur nýta það frábæra fólk sem við erum með hér til að vinna þessi verkefni.“
Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira