Lífið

Knattspyrnusnillingar með tónleika í kvöld

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hólmfríður Ósk og Greta Mjöll Samúelsdætur koma fram á Rósenberg í kvöld ásamt Guðmundi Reyni Gunnarssyni.
Hólmfríður Ósk og Greta Mjöll Samúelsdætur koma fram á Rósenberg í kvöld ásamt Guðmundi Reyni Gunnarssyni. MYND/HANNA GESTSDÓTTIR
„Það verður nóg að gera hjá Mumma Íslandsmeistara á tónleikunum, hann spilar með okkur og líka með eigin hljómsveit,“ segir Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir um Guðmund Reyni Gunnarsson fótboltakappa, en þau koma fram saman á tónleikum á Rósenberg í kvöld, ásamt hljómsveit. Hófí skipar hljómsveitina SamSam ásamt systur sinni Gretu Mjöll Samúelsdóttur.

„Mummi og Greta kynntust vel úti í Boston þegar þau voru þar bæði í námi og í kjölfarið fór þau að ræða samstarf í tónlist.“

Guðmundur Reynir, sem gaf út plötu árið 2010, kemur einnig fram með eigin hljómsveit á tónleikunum. „Okkur vantaði píanóleikara og Mummi er mjög góður píanóleikari og því var tilvalið að fá hann með okkur,“ bætir Hófí við, en Mummi hefur komið talsvert fram með systrunum undanfarið.

SamSam og Mummi stefna að plötuútgáfu með vorinu. „Það er draumur að gefa út plötu með vorinu, það er næst á dagskrá hjá okkur,“ segir Hófí að lokum.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.