Björg í bú Ólafur Mathiesen skrifar 1. október 2013 07:57 Í gær hófst nýr kafli í hönnunarsögu Íslendinga þegar hönnunarsjóður stjórnvalda kallaði eftir umsóknum í fyrsta sinn. Hönnunarsjóður er fyrsti opinberi sjóður sinnar tegundar hérlendis. Hönnunarsjóður var stofnaður á þessu ári og heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Hlutverk sjóðsins er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Til þessa hafa hönnuðir haft fá tækifæri til að sækja fé í opinbera sjóði þótt arðsemi hönnunar og arkitektúrs verði ekki vefengd. Fjármagn hönnunarsjóðs árið 2013 er tryggt. Framtíðarhorfur sjóðsins eru óræðari en munu skýrast þegar fjárlög verða samþykkt á haustþingi. Þar mun reyna á samvinnu þingflokka. Hönnunargeirinn ber þverfaglegri samvinnu gott vitni. Vonandi er að vel takist til á Alþingi í ár.Hönnunarmiðstöð lyftir Grettistaki Á fyrsta starfsári hönnunarsjóðsins mun hann njóta umsýslu Hönnunarmiðstöðvar og hefur sjóðsstjórn góðar væntingar til þeirrar samvinnu. Hönnunarmiðstöð hefur unnið geysimikið starf við að hlúa að kjarnmiklum gróanda íslenskrar hönnunar. Hún hefur lyft grettistaki við að koma hönnuðum og afurðum þeirra á framfæri innanlands sem erlendis. Kraftur og dugur hönnuða hefur verið kærkominn áhrifavaldur í að auka verðmæti og bæta lífsgæði undanfarin ár, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Nú styttist í að hönnunarstefna stjórnvalda verði birt, en hún endurspeglar mikilvægi hönnunar í öllum þáttum atvinnulífsins. Það ríður á að þeirri stefnu verði fylgt eftir á öllum sviðum stjórnsýslunnar. Fólkið í hönnunargeiranum mun ekki láta sitt eftir liggja þegar kemur að því að vinna með stjórnvöldum við að efna sinn hlut. Með frumkvæði og nýsköpun getum við skapað íslensku samfélagi fjölbreytt lífsviðurværi af auðlindum hugans. Íslenskir hönnuðir hafa fyrir löngu sýnt að þeir hafa bæði dug og getu til að marka spor á breiðstrætum hönnunar og arkitektúrs heima og heiman. Hönnunarsjóður getur haft úrslitaáhrif á upphaf og þróun nýsköpunarverkefna og afkomu og vöxt sjálfstæðra hönnuða og fyrirtækja. Með öflugum vexti og viðgangi hönnunar og arkitektúrs munu stjórnvöld, þegar fram líða stundir, geta sótt þjóðinni björg í bú. Hönnunarsjóður er því mikið fagnaðarefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í gær hófst nýr kafli í hönnunarsögu Íslendinga þegar hönnunarsjóður stjórnvalda kallaði eftir umsóknum í fyrsta sinn. Hönnunarsjóður er fyrsti opinberi sjóður sinnar tegundar hérlendis. Hönnunarsjóður var stofnaður á þessu ári og heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Hlutverk sjóðsins er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Til þessa hafa hönnuðir haft fá tækifæri til að sækja fé í opinbera sjóði þótt arðsemi hönnunar og arkitektúrs verði ekki vefengd. Fjármagn hönnunarsjóðs árið 2013 er tryggt. Framtíðarhorfur sjóðsins eru óræðari en munu skýrast þegar fjárlög verða samþykkt á haustþingi. Þar mun reyna á samvinnu þingflokka. Hönnunargeirinn ber þverfaglegri samvinnu gott vitni. Vonandi er að vel takist til á Alþingi í ár.Hönnunarmiðstöð lyftir Grettistaki Á fyrsta starfsári hönnunarsjóðsins mun hann njóta umsýslu Hönnunarmiðstöðvar og hefur sjóðsstjórn góðar væntingar til þeirrar samvinnu. Hönnunarmiðstöð hefur unnið geysimikið starf við að hlúa að kjarnmiklum gróanda íslenskrar hönnunar. Hún hefur lyft grettistaki við að koma hönnuðum og afurðum þeirra á framfæri innanlands sem erlendis. Kraftur og dugur hönnuða hefur verið kærkominn áhrifavaldur í að auka verðmæti og bæta lífsgæði undanfarin ár, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Nú styttist í að hönnunarstefna stjórnvalda verði birt, en hún endurspeglar mikilvægi hönnunar í öllum þáttum atvinnulífsins. Það ríður á að þeirri stefnu verði fylgt eftir á öllum sviðum stjórnsýslunnar. Fólkið í hönnunargeiranum mun ekki láta sitt eftir liggja þegar kemur að því að vinna með stjórnvöldum við að efna sinn hlut. Með frumkvæði og nýsköpun getum við skapað íslensku samfélagi fjölbreytt lífsviðurværi af auðlindum hugans. Íslenskir hönnuðir hafa fyrir löngu sýnt að þeir hafa bæði dug og getu til að marka spor á breiðstrætum hönnunar og arkitektúrs heima og heiman. Hönnunarsjóður getur haft úrslitaáhrif á upphaf og þróun nýsköpunarverkefna og afkomu og vöxt sjálfstæðra hönnuða og fyrirtækja. Með öflugum vexti og viðgangi hönnunar og arkitektúrs munu stjórnvöld, þegar fram líða stundir, geta sótt þjóðinni björg í bú. Hönnunarsjóður er því mikið fagnaðarefni.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar