Reiknum dæmið um Kvikmyndasjóð Björn B. Björnsson skrifar 19. september 2013 06:00 Fréttir berast af því að ríkisstjórnin – eða einhverjir aðilar innan hennar – séu að hugleiða 400 milljóna króna niðurskurð á framlögum til Kvikmyndasjóðs á næsta ári. Með þessu væri verið að gera sömu mistök og síðasta ríkisstjórn gerði með því að kippa teppinu undan ört vaxandi atvinnugrein sem ungt fólk sækir í og skilar íslenskum menningarafurðum sem markaður er fyrir um allan heim. En er þetta skynsamleg stefna út frá krónum og aurum? Til er ítarleg skýrsla um alla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi (2006-2010) sem sýnir okkur hvaða áhrif þessi niðurskurður hefði. Skoðum dæmið: 400 milljóna króna niðurskurður Kvikmyndasjóðs mun líka þýða sparnað í atvinnuvegaráðuneytinu vegna laga um endurgreiðslu til kvikmynda upp á 240 milljónir. Samtals mun ríkissjóður því spara 640 milljónir króna. Ef þessum 640 milljónum er hins vegar varið til kvikmyndagerðar munu framleiðendur bæta við þær innlendu fjármagni upp á 1.040 milljónir og draga til landsins erlent fjármagn upp á 1.120 milljónir, svo hér yrðu framleiddar kvikmyndir fyrir 2,8 milljarða króna. Einungis launaskattar í ríkissjóð af þessari framleiðslu næmu 670 milljónum eða nokkru hærri upphæð en þær 640 milljónir sem spöruðust. Þá eru ótaldar aðrar beinar og óbeinar tekjur ríkissjóðs af þessari starfsemi og þau efnahagslegu áhrif sem íslenskar kvikmyndir hafa á greinar eins og ferðamannaiðnaðinn. Það er því erfitt að sjá að þetta séu skynsamlegar hugmyndir út frá fjárhagslegu sjónarmiði. Hin hlið þessa máls og jafnvel enn mikilvægari er sú að með því að leggja fram þessa fjármuni fáum við íslenskar kvikmyndir, sjónvarpsþáttaraðir og heimildarmyndir sem auðga menningu okkar og eru mikilvægur þáttur í uppeldi og sjálfsmynd þjóðarinnar í myndheimi samtímans. Í umræðunni hefur því líka verið haldið fram að framlög til Kvikmyndasjóðs séu illa fjármögnuð. Sú fullyrðing stenst ekki skoðun því leiðréttingin sem síðasta ríkisstjórn gerði á framlögum til Kvikmyndasjóðs er fjármögnuð með arðgreiðslum af hlut ríkisins í bönkunum – sem skila sér með miklum ágætum eins og allir vita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fréttir berast af því að ríkisstjórnin – eða einhverjir aðilar innan hennar – séu að hugleiða 400 milljóna króna niðurskurð á framlögum til Kvikmyndasjóðs á næsta ári. Með þessu væri verið að gera sömu mistök og síðasta ríkisstjórn gerði með því að kippa teppinu undan ört vaxandi atvinnugrein sem ungt fólk sækir í og skilar íslenskum menningarafurðum sem markaður er fyrir um allan heim. En er þetta skynsamleg stefna út frá krónum og aurum? Til er ítarleg skýrsla um alla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi (2006-2010) sem sýnir okkur hvaða áhrif þessi niðurskurður hefði. Skoðum dæmið: 400 milljóna króna niðurskurður Kvikmyndasjóðs mun líka þýða sparnað í atvinnuvegaráðuneytinu vegna laga um endurgreiðslu til kvikmynda upp á 240 milljónir. Samtals mun ríkissjóður því spara 640 milljónir króna. Ef þessum 640 milljónum er hins vegar varið til kvikmyndagerðar munu framleiðendur bæta við þær innlendu fjármagni upp á 1.040 milljónir og draga til landsins erlent fjármagn upp á 1.120 milljónir, svo hér yrðu framleiddar kvikmyndir fyrir 2,8 milljarða króna. Einungis launaskattar í ríkissjóð af þessari framleiðslu næmu 670 milljónum eða nokkru hærri upphæð en þær 640 milljónir sem spöruðust. Þá eru ótaldar aðrar beinar og óbeinar tekjur ríkissjóðs af þessari starfsemi og þau efnahagslegu áhrif sem íslenskar kvikmyndir hafa á greinar eins og ferðamannaiðnaðinn. Það er því erfitt að sjá að þetta séu skynsamlegar hugmyndir út frá fjárhagslegu sjónarmiði. Hin hlið þessa máls og jafnvel enn mikilvægari er sú að með því að leggja fram þessa fjármuni fáum við íslenskar kvikmyndir, sjónvarpsþáttaraðir og heimildarmyndir sem auðga menningu okkar og eru mikilvægur þáttur í uppeldi og sjálfsmynd þjóðarinnar í myndheimi samtímans. Í umræðunni hefur því líka verið haldið fram að framlög til Kvikmyndasjóðs séu illa fjármögnuð. Sú fullyrðing stenst ekki skoðun því leiðréttingin sem síðasta ríkisstjórn gerði á framlögum til Kvikmyndasjóðs er fjármögnuð með arðgreiðslum af hlut ríkisins í bönkunum – sem skila sér með miklum ágætum eins og allir vita.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun