Innlent

Heildarlaun hækka á milli ára

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Í nýrri launakönnun VR kemur fram að launamunur kynjanna helst óbreyttur á milli ára en kynbundinn munur er 9,4%.
Í nýrri launakönnun VR kemur fram að launamunur kynjanna helst óbreyttur á milli ára en kynbundinn munur er 9,4%. Fréttablaðið/anton
Heildarlaun félaga í VR hækkuðu um 6,9% á milli ára samkvæmt launakönnun sem kynnt var í gær. Þetta er ívið meira en launavísitala Hagstofunnar sýnir á sama tímabili. Vísitala neysluverðs hækkaði um 4,2% á sama tíma og jókst kaupmáttur heildarlauna því á tímabilinu um 2,7%.

Aðrar niðurstöður launakönnunarinnar leiddu í ljós að grunnlaun félagsmanna VR eru að meðaltali 473 þúsund á mánuði en heildarlaun eru að meðaltali 507 þúsund. Álag í vinnu hefur aukist frá því í fyrra að mati 57% svarenda, meira hjá körlum en konum, og segjast 20% kvenna vera of þreytt til að gera nokkuð í lok vinnudags á móti 14% karla. Launamunur kynjanna helst einnig óbreyttur milli ára, kynbundinn munur er 9,4% en munur á heildarlaunum er 15,4%.

Í upphafi árs var kynnt ný leið, jafnlaunavottun VR, sem ætluð er til að ná enn betri árangri í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×