Innlent

Fagna nýju mati í Bjarnarflagi

Valur Grettisson skrifar
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Guðmundur Hörður Guðmundsson
„Við fögnum því að það er verið að opna á þann möguleika að þetta verði skoðað betur,“ segir Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar. Landsvirkjun kynnti í gær úttekt verkfræðistofunnar Eflu á núgildandi mati á umhverfisáhrifum fyrir Bjarnarflagsvirkjun.

Helstu niðurstöður verkfræðistofunnar voru að áhrif lítilla jarðskjálfta vegna djúplosunar affallsvatns í Bjarnarflagi væru vanreifuð í gildandi umhverfismati virkjunarinnar frá 2003.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, vill því að sá þáttur verði metinn á ný. Hörður segir að 15 mánuðir gætu liðið frá ákvörðun um umhverfismat þar til framkvæmdir hefjast ef matið verður virkjuninni hagfellt.

Guðmundur segir samtökin helst hafa áhyggjur af áhrifum virkjunarinnar á grunnstreymi í Mývatn sem geti haft áhrif á lífríkið.

Hann vonast þó til þess að það verði alfarið fallið frá framkvæmdinni.

„Ég held að það verði alltaf tekin of mikil áhætta með virkjunarframkvæmdum þarna,“ segir Guðmundur Hörður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×