Tíu næturverðir vakta 400 þjónustuíbúðir aldraðra Valur Grettisson skrifar 12. september 2013 07:00 Nú bíða tæplega 270 aldraðir eftir að komast í þjónustuíbúð á vegum Reykjavíkurborgar. Tíu manns samtals vakta 400 þjónustuíbúðir á vegum Reykjavíkurborgar að næturlagi. Mikla athygli vakti um síðustu helgi þegar háaldraður maður lést af slysförum eftir að hafa farið úr íbúð sinni í þjónustukjarnanum við Norðurbrún án þess að nokkur yrði þess var. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru þjónustuíbúðakjarnar Reykjavíkurborgar sex: Norðurbrún, Furugerði, Dalbraut, Langahlíð, Vitatorg og Seljahlíð. Að auki er þjónustusamningur við Fróðengi þar sem Eir veitir þjónustu. Þar leigir borgin 21 íbúð. Seljahlíð hefur nokkra sérstöðu því þar er blanda af hjúkrunarheimili og þjónustuíbúðum. Alls eru um 400 þjónustuíbúðir á vegum borgarinnar þar sem á fimmta hundrað manns búa. Mikil eftirspurn er eftir búsetu í þjónustuíbúðum aldraðra og 1. september voru 269 aldraðir á biðlista eftir þessu búsetuúræði. Í hverjum þjónustukjarna er fólk á næturvakt sem á að sinna íbúunum. Verksvið þess er nokkuð mismunandi. Við Dalbraut eru tveir á næturvakt en einn í Furugerði og við Norðurbrún. Þeir sem sinna næturvörslu á þessum stöðum eiga að fara yfir ákveðin öryggisatriði á kvöldin og athuga að gluggar og hurðir séu lokuð í sameiginlegum rýmum. Þeir eiga að líta inn til íbúa sem eru taldir þurfa þess með og svara bjölluhringingum frá íbúum. Þá eiga þeir að þrífa, sinna þvottum og taka til morgunverð fyrir þá íbúa sem það kjósa. Í Lönguhlíð er einn á næturvakt. Hann á að sinna innlitum til íbúa og fylgjast með umferð fólks inn og út úr húsinu. Íbúarnir eru með öryggishnappa í íbúðum sínum og það er hlutverk þess sem er á næturvakt að bregðast við kalli. Einn sér um næturvörslu við Vitatorg. Hann sinnir öryggisvörslu gagnvart íbúum, hefur eftirlit með húseignum og svarar neyðarhringingum. Þá lítur hann inn til þeirra sem metnir eru hafa þörf fyrir næturinnlit, fer í eftirlitsferðir og hefur umsjón með eldvarnakerfi og útidyrum. Við Seljahlíð eru 65 íbúðir. Af þeim hefur 20 verið breytt í hjúkrunarrými. Vegna þess að í Seljahlíð eru hjúkrunarrými eru fleiri sem sinna næturvörslu þar en á hinum stöðunum. Tveir eru á næturvakt um helgar en þrír virka daga. Þeir sem sinna næturvöktum við Seljahlíð eiga að sinna eftirlitsskyldu og sjá um umönnun þeirra sem þess þurfa. Í Fróðengi er 21 íbúð sem borgin leigir af Eir en alls eru 92 íbúðir þar og þar búa 114. Einn sinnir næturvöktum þar fyrir allar íbúðirnar. Í öllum þjónustukjörnunum nema við Vitatorg eru öryggismyndavélar við allar útidyr. Fréttablaðið spurðist fyrir um það hjá borginni hvort til stæði að fjölga á næturvöktum í þjónustukjörnum á vegum borgarinnar en fékk það svar að engin áform væru um slíkt. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Tíu manns samtals vakta 400 þjónustuíbúðir á vegum Reykjavíkurborgar að næturlagi. Mikla athygli vakti um síðustu helgi þegar háaldraður maður lést af slysförum eftir að hafa farið úr íbúð sinni í þjónustukjarnanum við Norðurbrún án þess að nokkur yrði þess var. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru þjónustuíbúðakjarnar Reykjavíkurborgar sex: Norðurbrún, Furugerði, Dalbraut, Langahlíð, Vitatorg og Seljahlíð. Að auki er þjónustusamningur við Fróðengi þar sem Eir veitir þjónustu. Þar leigir borgin 21 íbúð. Seljahlíð hefur nokkra sérstöðu því þar er blanda af hjúkrunarheimili og þjónustuíbúðum. Alls eru um 400 þjónustuíbúðir á vegum borgarinnar þar sem á fimmta hundrað manns búa. Mikil eftirspurn er eftir búsetu í þjónustuíbúðum aldraðra og 1. september voru 269 aldraðir á biðlista eftir þessu búsetuúræði. Í hverjum þjónustukjarna er fólk á næturvakt sem á að sinna íbúunum. Verksvið þess er nokkuð mismunandi. Við Dalbraut eru tveir á næturvakt en einn í Furugerði og við Norðurbrún. Þeir sem sinna næturvörslu á þessum stöðum eiga að fara yfir ákveðin öryggisatriði á kvöldin og athuga að gluggar og hurðir séu lokuð í sameiginlegum rýmum. Þeir eiga að líta inn til íbúa sem eru taldir þurfa þess með og svara bjölluhringingum frá íbúum. Þá eiga þeir að þrífa, sinna þvottum og taka til morgunverð fyrir þá íbúa sem það kjósa. Í Lönguhlíð er einn á næturvakt. Hann á að sinna innlitum til íbúa og fylgjast með umferð fólks inn og út úr húsinu. Íbúarnir eru með öryggishnappa í íbúðum sínum og það er hlutverk þess sem er á næturvakt að bregðast við kalli. Einn sér um næturvörslu við Vitatorg. Hann sinnir öryggisvörslu gagnvart íbúum, hefur eftirlit með húseignum og svarar neyðarhringingum. Þá lítur hann inn til þeirra sem metnir eru hafa þörf fyrir næturinnlit, fer í eftirlitsferðir og hefur umsjón með eldvarnakerfi og útidyrum. Við Seljahlíð eru 65 íbúðir. Af þeim hefur 20 verið breytt í hjúkrunarrými. Vegna þess að í Seljahlíð eru hjúkrunarrými eru fleiri sem sinna næturvörslu þar en á hinum stöðunum. Tveir eru á næturvakt um helgar en þrír virka daga. Þeir sem sinna næturvöktum við Seljahlíð eiga að sinna eftirlitsskyldu og sjá um umönnun þeirra sem þess þurfa. Í Fróðengi er 21 íbúð sem borgin leigir af Eir en alls eru 92 íbúðir þar og þar búa 114. Einn sinnir næturvöktum þar fyrir allar íbúðirnar. Í öllum þjónustukjörnunum nema við Vitatorg eru öryggismyndavélar við allar útidyr. Fréttablaðið spurðist fyrir um það hjá borginni hvort til stæði að fjölga á næturvöktum í þjónustukjörnum á vegum borgarinnar en fékk það svar að engin áform væru um slíkt.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira