Innlent

Segir of langt gengið í gagnrýni

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Katrín Júlíusdóttir segir að Guðlaugur Þór Þórðarson sé að gagnrýna fyrri ríkisstjórn fyrir að hafa brugðist við gagnrýni á lélegt eftirlitskerfi.
Katrín Júlíusdóttir segir að Guðlaugur Þór Þórðarson sé að gagnrýna fyrri ríkisstjórn fyrir að hafa brugðist við gagnrýni á lélegt eftirlitskerfi.
„Mér finnst menn ganga mjög langt í gagnrýni sinni á eftirlitsstofnanir ríkisins,“ segir Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra.

„Þeir auknu fjármunir sem settir voru í eftirlitsstofnanir voru ekki miklir miðað við þá gagnrýni sem kom fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis,“ segir Katrín.

Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður, sem situr í niðurskurðarhópi ríkisstjórnarinnar, sagði á mánudag að fyrri ríkisstjórn hefði forgangsraðað í þágu eftirlitsiðnaðarins. Í tölum sem Guðlaugur Þór hefur látið vinna fyrir sig um eftirlitsstofnanir kom meðal annars fram að framlög til Umboðsmanns skuldara hefðu aukist um rúm 1.700 prósent.

„Að kalla Umboðsmann skuldara eftirlitsstofnun finnst mér of langt gengið. Þetta er þjónustustofnun sem komið var á laggirnar til aðstoðar skuldugum heimilum. Þingmaðurinn er að gagnrýna fyrri ríkisstjórn fyrir að hafa brugðist við gagnrýni á lélegt eftirlitskerfi með því að styrkja það,“ segir Katrín Júlíusdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×