Innlent

Deilt um afgreiðslu styrks til skákferðar

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Íslensk börn keppa í skák Evrópukeppni í Svartfjallalandi.
Íslensk börn keppa í skák Evrópukeppni í Svartfjallalandi.
Minnihlutinn í bæjarráði Kópavogs gagnrýndi á síðasta fundi hvernig taka ætti ákvörðun um umbeðinn fjárstyrk handa Skáksambandi Íslands.

Styrkurinn er vegna þátttöku barna úr Kópavogi í Evrópukeppni einstaklinga í skák í Svartfjallalandi nú í september.

Meirihlutinn fól málið í hendur Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra en fulltrúar minnihlutans sögðu eðlilegt að íþróttaráð bæjarins tæki málið fyrir á sama hátt og sambærilegar beiðnir vegna keppnisferða í íþróttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×