Innlent

Hámarksbætur úr sex hundruð í fimmtán hundruð þúsund krónur

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Að sögn Halldórs Þormars Halldórsson hefur hæsta greiðslan samkvæmt nýju lögunum verið 1.500 þúsund krónur. Samkvæmt eldri lögunum hefði greiðslan verið 600 þúsund krónur.
Að sögn Halldórs Þormars Halldórsson hefur hæsta greiðslan samkvæmt nýju lögunum verið 1.500 þúsund krónur. Samkvæmt eldri lögunum hefði greiðslan verið 600 þúsund krónur.
Nær tíu konur hafa fengið bætur samkvæmt nýjum lögum um bætur til þolenda ofbeldis og fengu þær allar bætur vegna kynferðisbrota.

Hæstu bæturnar sem greiddar hafa verið eru 1.500 þúsund krónur. Í nokkrum tilvikum fengu konur eina milljón króna í bætur, að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar, lögfræðings hjá Sýslumanninum á Siglufirði sem hefur umsjón með bótagreiðslunum.

Samkvæmt eldri lögunum var greiðsla ríkissjóðs á miskabótum, sem átti venjulega við í kynferðisbrotamálum, að hámarki aðeins 600 þúsund krónur og hafði verið óbreytt frá árinu 1995.

Með breytingu á lögunum voru hámarksbætur fyrir miska hækkaðar í þrjár milljónir króna. Þolandi kynferðisbrots getur jafnframt krafist bóta vegna andlegs tjóns sem telst varanlegur miski.

Lagabreytingin um hærri bætur tók gildi í júní í fyrra en greiðslur samkvæmt henni hófust þó ekki fyrr en nú í sumar. „Málin eru lengi að velkjast í kerfinu þar til dómsniðurstaða fæst. Svo líður einhver tími áður en málin koma til okkar,“ segir Halldór. Hann getur þess að umsóknum um greiðslu vegna kynferðisbrota sem hafa verið kærð fari fjölgandi.

Hámarksbætur fyrir líkamstjón, þar með talið fyrir varanlegar afleiðingar fyrir andlega og líkamlega heilsu tjónþola, voru hækkaðar í fimm milljónir króna en voru áður 2,5 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×