Vatnsmýri of dýr fyrir flugið Freyr Bjarnason skrifar 9. september 2013 07:30 Samkvæmt kostnaðar- og nytjagreiningu ParX er ekki skynsamlegt að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. fréttablaðið/stefán Erfitt er að sjá annað en að landið undir flugvelli í Vatnsmýrinni sé of dýrt til þess að skynsamlegt sé að nota það undir flugvöll. Þetta skrifar hagfræðingurinn Sigurður Jóhannesson í nýjasta tölublaði Vísbendingar, vikurits um viðskipti og efnahagsmál. Greinin fjallar um kosti og galla þess að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni. Þar segir að flugvöllurinn hafi frá byrjun hamlað vexti Reykjavíkur og að Geir Hallgrímsson, þáverandi borgarstjóri, hafi sagt æskilegt að flugvöllurinn yrði ekki til frambúðar í Vatnsmýrinni. Sigurður vísar í kostnaðar- og nytjagreiningu sem fyrirtækið ParX gerði á flugvallarkostum fyrir nokkrum árum með hjálp danskra sérfræðinga. Greiningin hafi verið gerð frá sjónarhóli allra landsmanna. Þegar kostir eru taldir upp segir að flugvöllur í miðri borg flýti för þeirra sem nota hann. Tvö þúsund manns hafi árið 2011 komið með sjúkraflugi á Reykjavíkurflugvöll en óljóst sé hversu miklu máli staðsetningin hafi skipt fyrir þetta fólk. „Oftast er þyrla notuð þegar mest liggur á að koma fólki undir læknishendur,“ segir í greiningunni. Hvað varðar megingalla þess að flugvöllurinn sé í miðri borg segir að óvíða sé land dýrara en í Vatnsmýrinni. Vegna þess að engin íbúabyggð sé á svæðinu verði að byggja fjær miðbænum og því fari meiri tími í ferðir innanbæjar. Nýlegar erlendar rannsóknir bendi til þess að náið samhengi sé milli þéttleika byggðar og framleiðni. Auk þess sé hávaði af fluginu í nágrenni vallarins. Í niðurstöðum matsins kemur fram að mun hagkvæmara sé að flugvöllurinn verði á Hólmsheiði eða í Keflavík heldur en í Vatnsmýrinni. Hreinn hagnaður af þeim kostum á ári hverju myndi nema 35 til 40 milljörðum króna. Þar væri stærsti sparnaðarliðurinn minni ferðatími innan borgarinnar. Markaðsverð byggingarlands í Vatnsmýrinni hafi verið talið 75 milljarðar króna árið 2007 og sé líklega svipað núna. Ef raunvextir væru 5% yrði ársleiga af flugvallarlandinu þrír og hálfur til fjórir milljarðar króna. Samkvæmt Sigurði þarf mikið að ganga á ef hagga á niðurstöðu þessarar kostnaðar- og nytjagreiningar. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Erfitt er að sjá annað en að landið undir flugvelli í Vatnsmýrinni sé of dýrt til þess að skynsamlegt sé að nota það undir flugvöll. Þetta skrifar hagfræðingurinn Sigurður Jóhannesson í nýjasta tölublaði Vísbendingar, vikurits um viðskipti og efnahagsmál. Greinin fjallar um kosti og galla þess að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni. Þar segir að flugvöllurinn hafi frá byrjun hamlað vexti Reykjavíkur og að Geir Hallgrímsson, þáverandi borgarstjóri, hafi sagt æskilegt að flugvöllurinn yrði ekki til frambúðar í Vatnsmýrinni. Sigurður vísar í kostnaðar- og nytjagreiningu sem fyrirtækið ParX gerði á flugvallarkostum fyrir nokkrum árum með hjálp danskra sérfræðinga. Greiningin hafi verið gerð frá sjónarhóli allra landsmanna. Þegar kostir eru taldir upp segir að flugvöllur í miðri borg flýti för þeirra sem nota hann. Tvö þúsund manns hafi árið 2011 komið með sjúkraflugi á Reykjavíkurflugvöll en óljóst sé hversu miklu máli staðsetningin hafi skipt fyrir þetta fólk. „Oftast er þyrla notuð þegar mest liggur á að koma fólki undir læknishendur,“ segir í greiningunni. Hvað varðar megingalla þess að flugvöllurinn sé í miðri borg segir að óvíða sé land dýrara en í Vatnsmýrinni. Vegna þess að engin íbúabyggð sé á svæðinu verði að byggja fjær miðbænum og því fari meiri tími í ferðir innanbæjar. Nýlegar erlendar rannsóknir bendi til þess að náið samhengi sé milli þéttleika byggðar og framleiðni. Auk þess sé hávaði af fluginu í nágrenni vallarins. Í niðurstöðum matsins kemur fram að mun hagkvæmara sé að flugvöllurinn verði á Hólmsheiði eða í Keflavík heldur en í Vatnsmýrinni. Hreinn hagnaður af þeim kostum á ári hverju myndi nema 35 til 40 milljörðum króna. Þar væri stærsti sparnaðarliðurinn minni ferðatími innan borgarinnar. Markaðsverð byggingarlands í Vatnsmýrinni hafi verið talið 75 milljarðar króna árið 2007 og sé líklega svipað núna. Ef raunvextir væru 5% yrði ársleiga af flugvallarlandinu þrír og hálfur til fjórir milljarðar króna. Samkvæmt Sigurði þarf mikið að ganga á ef hagga á niðurstöðu þessarar kostnaðar- og nytjagreiningar.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira