Það bráðvantar fleiri listagallerí Ása Ottesen skrifar 27. ágúst 2013 11:00 Helga Óskarsdóttir og Helen Aspelund opna saman Týsgallerí Fréttablaðið/Daníel „Við erum á fullu að mála og undirbúa rýmið fyrir opnunina,“ segir myndlistarkonan Helga Óskarsdóttir, sem ásamt Helenu Hansdóttir Aspelund stefnir að því að opna nýtt listagallerí í byrjun október. Galleríið, sem hefur fengið nafnið Týsgallerí, verður með fjölbreytta og líflega starfsemi og segir Helga að það bráðvanti myndlistargallerí í Reykjavík. „Við höfum verið að brasa ýmislegt gegnum tíðina og okkur langar að tvinna saman myndlistargallerí og aðra starfsemi. Ég er núna að vinna að vefsíðugerð fyrir myndlistarmenn og Helena rekur einnig ferðaþjónustuna Helena Travel Iceland, þar sem hún býður upp á ferðir til staða eins og Gullfoss og Geysis.“ Aðspurð segir Helga að aðaláherslan verði þó lögð á sýningarrýmið þar sem þær ætla að velja þá myndlistarmenn sem þær vilja að sýni í galleríinu. “Við viljum vera með í að breiða út það fagnaðarerindi að góð myndlist er gulli betri. Við erum nokkuð vissar um að sýnendurnir hjá okkur falla í þann flokk.„ Að sögn Helgu eru listamennirnir blanda af starfandi listamönnum með mikla reynslu og listamönnum sem eru óþekktari. „Við erum líka á því að þó að góð myndlist kosti sitt þá er hún langt frá því bara fyrir milljónamæringa. Fólk með miðlungsinnkomu á alveg að geta keypt sér myndlist ef það hefur áhuga á henni,“ segir Helga að lokum. Menning Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fárveik í París Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við erum á fullu að mála og undirbúa rýmið fyrir opnunina,“ segir myndlistarkonan Helga Óskarsdóttir, sem ásamt Helenu Hansdóttir Aspelund stefnir að því að opna nýtt listagallerí í byrjun október. Galleríið, sem hefur fengið nafnið Týsgallerí, verður með fjölbreytta og líflega starfsemi og segir Helga að það bráðvanti myndlistargallerí í Reykjavík. „Við höfum verið að brasa ýmislegt gegnum tíðina og okkur langar að tvinna saman myndlistargallerí og aðra starfsemi. Ég er núna að vinna að vefsíðugerð fyrir myndlistarmenn og Helena rekur einnig ferðaþjónustuna Helena Travel Iceland, þar sem hún býður upp á ferðir til staða eins og Gullfoss og Geysis.“ Aðspurð segir Helga að aðaláherslan verði þó lögð á sýningarrýmið þar sem þær ætla að velja þá myndlistarmenn sem þær vilja að sýni í galleríinu. “Við viljum vera með í að breiða út það fagnaðarerindi að góð myndlist er gulli betri. Við erum nokkuð vissar um að sýnendurnir hjá okkur falla í þann flokk.„ Að sögn Helgu eru listamennirnir blanda af starfandi listamönnum með mikla reynslu og listamönnum sem eru óþekktari. „Við erum líka á því að þó að góð myndlist kosti sitt þá er hún langt frá því bara fyrir milljónamæringa. Fólk með miðlungsinnkomu á alveg að geta keypt sér myndlist ef það hefur áhuga á henni,“ segir Helga að lokum.
Menning Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fárveik í París Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira