Lífið

Wentworth Miller hættir við Rússlandsför

Leikarinn Wentworth Miller afþakkaði boð á kvikmyndahátíð í Rússlandi sökum kynhneigðar sinnar.
Leikarinn Wentworth Miller afþakkaði boð á kvikmyndahátíð í Rússlandi sökum kynhneigðar sinnar. Nordicphotos/getty
Leikarinn Wentworth Miller sendi frá sér opið bréf á miðvikudag þar sem hann afþakkar boð á alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Sankti Pétursborg í Rússlandi. Wentworth segist ekki geta þekkst boðið vegna þeirrar andúðar sem ríkir í landinu í garð samkynhneigðra.

„Ég hef heimsótt Rússland áður og í mér rennur rússneskt blóð, ég mundi því gjarnan vilja þekkjast boð ykkar, en þar sem ég er samkynhneigður verð ég að afþakka,“ ritar Miller.

Leikarinn hlaut frægð og frama fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Prison Break sem sýndir voru á árunum 2005 til 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.