„Mundi ekki eins mikið og ég vonaði“ Starri Freyr Jónsson skrifar 21. ágúst 2013 13:30 Nýr þáttur Sigga Hlö, Veistu hver ég var?, hóf göngu sína síðasta laugardag og sló heldur betur í gegn. Þar fær gleðigjafinn Siggi Hlö tvö lið í heimsókn sem keppa í léttri og skemmtilegri spurningakeppni um eitístímabilið. Í næsta þætti mætast lið frá útvarpsstöðvunum Bylgjunni og Rás 2. Útvarpsmaðurinn góðkunni Ívar Guðmundsson fer fyrir liði Bylgjunnar en með honum eru Bragi Guðmundsson og Jóhann Örn Ólafsson. Ívar segir að það hafi verið mjög gaman að taka þátt í þættinum og ekki hafi verið síður skemmtilegt að hitta kollegana frá Rás 2. „Þessi þáttur er skemmtilega settur upp og Siggi blandar saman ólíkum atriðum. Ég verð nú að viðurkenna að ég mundi ekki eins mikið og ég vonaðist eftir. Liðsfélagar mínir, Bragi og Jóhann, stóðu sig þó vel. Bragi er ótrúlega góður í að muna eftir öllu sem tengist þessu tímabili og Jóhann er frægur fyrir að vera skemmtilegur stuðbolti sem er með allt á hreinu sem viðkemur dansi.“ Á árunum 1980-1990 starfaði Ívar lengstum sem plötusnúður á ýmsum skemmtistöðum bæjarins. „Ég byrjaði að vinna sem plötusnúður 13 ára gamall í Fellahelli. Ég á eldri bróður og drakk diskótímabilið og eitístímabilið í mig í gegnum hann. Síðar hóf ég störf sem plötusnúður á fyrsta unglingaskemmtistaðnum hérlendis, Villta tryllta Villa. Það var mjög skemmtilegt tímabil en það var ekki fyrr en árið 1989 sem ég hóf störf í útvarpi á FM 957.“Lið Rásar 2. Gunna Dís, Óli Palli og Doddi litli.Mynd/Gísli BergÍvar segir þetta hafa verið skemmtilegan tíma en að vissu leyti óvenjulegan því lítið var um frjálsar útvarpsstöðvar. „Í raun voru það diskótekin og dansstaðirnir sem áttu stærstan þátt í vinsældum laganna. Um svipað leyti kemur svo myndbandabylgjan og þar kemur tískan í gegn sem við sáum svo síðar á skemmtistöðum eins og Hollywood og Klúbbnum. Það var því mikil gerjun á þessum tíma en það voru ekki fjölmiðlar sem leiddu hana. Tónlistin var mjög fjölbreytt, popp, rokk og diskó, og margir staðir blönduðu þessu öllu saman.“ Sjálfur segist Ívar hafa verið alæta á tónlist á þessum tíma. „Ég var alls ekki fastur í einhverri einni tónlistarstefnu á þessum tíma. Ég hlustaði hins vegar mikið á Kanaútvarpið og reyndi að læra af því. Mér finnst tónlist þessa tímabils hafa elst misvel en margt efni lifa furðu góðu lífi. Auðvitað hefur ýmislegt elst illa, þá helst tölvupoppið sem var svolítið barn síns tíma. En það er svo skrítið hvernig þetta fer allt í hringi. Þegar ég byrjaði sem diskótekari komu fram lög sem voru endurgerðir á lögum frá 1960 en í dag erum við að fá endurgerðir af lögum frá 1980.“ Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr síðasta þætti. Veistu hver ég var? er síðan aftur á dagskrá næsta laugardag á Stöð 2 kl. 19.40.Siggi Hlö og aðstoðarmaður hans, dj Fox, fá góða gesti í heimsókn á laugardagskvöldum.Mynd/Gísli Berg Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
Nýr þáttur Sigga Hlö, Veistu hver ég var?, hóf göngu sína síðasta laugardag og sló heldur betur í gegn. Þar fær gleðigjafinn Siggi Hlö tvö lið í heimsókn sem keppa í léttri og skemmtilegri spurningakeppni um eitístímabilið. Í næsta þætti mætast lið frá útvarpsstöðvunum Bylgjunni og Rás 2. Útvarpsmaðurinn góðkunni Ívar Guðmundsson fer fyrir liði Bylgjunnar en með honum eru Bragi Guðmundsson og Jóhann Örn Ólafsson. Ívar segir að það hafi verið mjög gaman að taka þátt í þættinum og ekki hafi verið síður skemmtilegt að hitta kollegana frá Rás 2. „Þessi þáttur er skemmtilega settur upp og Siggi blandar saman ólíkum atriðum. Ég verð nú að viðurkenna að ég mundi ekki eins mikið og ég vonaðist eftir. Liðsfélagar mínir, Bragi og Jóhann, stóðu sig þó vel. Bragi er ótrúlega góður í að muna eftir öllu sem tengist þessu tímabili og Jóhann er frægur fyrir að vera skemmtilegur stuðbolti sem er með allt á hreinu sem viðkemur dansi.“ Á árunum 1980-1990 starfaði Ívar lengstum sem plötusnúður á ýmsum skemmtistöðum bæjarins. „Ég byrjaði að vinna sem plötusnúður 13 ára gamall í Fellahelli. Ég á eldri bróður og drakk diskótímabilið og eitístímabilið í mig í gegnum hann. Síðar hóf ég störf sem plötusnúður á fyrsta unglingaskemmtistaðnum hérlendis, Villta tryllta Villa. Það var mjög skemmtilegt tímabil en það var ekki fyrr en árið 1989 sem ég hóf störf í útvarpi á FM 957.“Lið Rásar 2. Gunna Dís, Óli Palli og Doddi litli.Mynd/Gísli BergÍvar segir þetta hafa verið skemmtilegan tíma en að vissu leyti óvenjulegan því lítið var um frjálsar útvarpsstöðvar. „Í raun voru það diskótekin og dansstaðirnir sem áttu stærstan þátt í vinsældum laganna. Um svipað leyti kemur svo myndbandabylgjan og þar kemur tískan í gegn sem við sáum svo síðar á skemmtistöðum eins og Hollywood og Klúbbnum. Það var því mikil gerjun á þessum tíma en það voru ekki fjölmiðlar sem leiddu hana. Tónlistin var mjög fjölbreytt, popp, rokk og diskó, og margir staðir blönduðu þessu öllu saman.“ Sjálfur segist Ívar hafa verið alæta á tónlist á þessum tíma. „Ég var alls ekki fastur í einhverri einni tónlistarstefnu á þessum tíma. Ég hlustaði hins vegar mikið á Kanaútvarpið og reyndi að læra af því. Mér finnst tónlist þessa tímabils hafa elst misvel en margt efni lifa furðu góðu lífi. Auðvitað hefur ýmislegt elst illa, þá helst tölvupoppið sem var svolítið barn síns tíma. En það er svo skrítið hvernig þetta fer allt í hringi. Þegar ég byrjaði sem diskótekari komu fram lög sem voru endurgerðir á lögum frá 1960 en í dag erum við að fá endurgerðir af lögum frá 1980.“ Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr síðasta þætti. Veistu hver ég var? er síðan aftur á dagskrá næsta laugardag á Stöð 2 kl. 19.40.Siggi Hlö og aðstoðarmaður hans, dj Fox, fá góða gesti í heimsókn á laugardagskvöldum.Mynd/Gísli Berg
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira