Hnattvæðingin kallar á meiri fræðslu um menningarmun Lovísa Eiríksdóttir skrifar 14. ágúst 2013 11:15 svala Guðmundsdóttir fékk hugmyndina að fyrirtæki sínu eftir að hafa starfað sem útsendur starfsmaður í sjö ár. Svala Guðmundsdóttir, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, stofnaði nýverið fyrirtækið One Global Consulting. Fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana sem eru í samskiptum við erlenda aðila eða starfrækja skrifstofur erlendis. „Áherslan í ráðgjöfinni er í raun á menningarmun milli landa,“ segir Svala í samtali við Markaðinn. „Við undirbúum starfsmenn sem fyrirtæki senda erlendis til þess að þeir aðlagist sem fyrst.“ Hún segir að alþjóðleg fyrirtæki séu farin að taka það mjög alvarlega að búa starfsfólk undir menningarmun í samskiptum. „Þekking á þessu sviði getur skipt talsverðu máli fyrir afrakstur og árangur starfsmanna þegar komið er að því að starfa erlendis,“ segir hún. Svala lauk meistaranámi í mannauðsstjórnun í Bretlandi og fór svo í doktorsnám til Bandaríkjanna í alþjóðlegri mannauðsstjórnun. Hún segir að í kjölfar hnattvæðingarinnar séu sífellt fleiri fyrirtæki að verða alþjóðlegri og með starfsstöðvar á fleiri en einum stað. Þegar fyrirtæki fari í útrás og hefji starfsemi erlendis eða séu í samstarfi við erlenda aðila sé yfirleitt gríðarlegt fjármagn á bak við það sem mikilvægt sé að fara vel með.Menningarmunur hefur áhrif á árangur fyrirtækja„Það skiptir miklu máli að undirbúa starfsfólk vel þegar á að senda það til útlanda til þess að það nái fullum starfskröftum sem fyrst,“ segir Svala, sem bendir á að rannsóknir sýni að menningarmunur og samskiptaörðugleikar hamli því oft að fyrirtæki nái þeim árangri sem lagt var af stað með í upphafi. Hugmyndina að fyrirtækinu fékk Svala eftir að hafa sjálf starfað í sjö ár sem útsendur starfsmaður og sem maki útsends starfsmanns. „Ég fór að velta því fyrir mér, eftir þessa reynslu, af hverju sumum gengi betur en öðrum að laga sig að öðrum menningarheimum,“ segir Svala, sem hefur gert ótal margar rannsóknir á íslenskum útsendum starfsmönnum. „Rannsóknir mínar hafa sýnt að við eigum oft í erfiðleikum með samskipti við erlenda aðila og með stofnun þessa ráðgjafafyrirtækis getum við boðið starfsmönnum og stjórnendum hjálp við að auðvelda samskipti og verða alþjóðlegri í viðskiptaháttum.“Finnur rétta starfsmanninn Auk þess sem fyrirtækið aðstoðar starfsmenn og stjórnendur við að búa sig undir að búa í öðru landi og eiga viðskipti við erlenda aðila, hjálpar það einnig við að finna rétta starfsmanninn til að senda út. „Það er nefnilega ekki endilega sá sem er tæknilega bestur sem er hæfastur til að senda út í verkefni eða til starfa, heldur eru það einnig aðrir þættir sem spila inn í, eins og aðlögunarhæfni og annað,“ segir Svala. Fyrirtækið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi, en að sögn Svölu er ráðgjöf sem þessi mjög algeng í Evrópu. „Við þjálfum stjórnendur í að verða alþjóðlegri og aðstoðum alþjóðleg teymi. Við aðstoðum við flutning starfsmanna og maka þeirra og fræðum starfsmenn um menningu viðeigandi lands, bæði þjóðmenninguna og viðskiptamenninguna. Inn í þetta setjum við það sem er kölluð er menningargreind, en að vera menningargreindur er að átta sig á menningarmun og geta lifað og verið umburðarlyndur í annars konar menningu,“ segir Svala og bætir við að nú til dags sé farið að skipta miklu máli að geta starfað á alþjóðlegum vettvangi. „Ný kynslóð útsendra starfsmanna er að brjótast út og það kallar á þörf fyrir ráðgjöf á þessu sviði.“ Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Svala Guðmundsdóttir, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, stofnaði nýverið fyrirtækið One Global Consulting. Fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana sem eru í samskiptum við erlenda aðila eða starfrækja skrifstofur erlendis. „Áherslan í ráðgjöfinni er í raun á menningarmun milli landa,“ segir Svala í samtali við Markaðinn. „Við undirbúum starfsmenn sem fyrirtæki senda erlendis til þess að þeir aðlagist sem fyrst.“ Hún segir að alþjóðleg fyrirtæki séu farin að taka það mjög alvarlega að búa starfsfólk undir menningarmun í samskiptum. „Þekking á þessu sviði getur skipt talsverðu máli fyrir afrakstur og árangur starfsmanna þegar komið er að því að starfa erlendis,“ segir hún. Svala lauk meistaranámi í mannauðsstjórnun í Bretlandi og fór svo í doktorsnám til Bandaríkjanna í alþjóðlegri mannauðsstjórnun. Hún segir að í kjölfar hnattvæðingarinnar séu sífellt fleiri fyrirtæki að verða alþjóðlegri og með starfsstöðvar á fleiri en einum stað. Þegar fyrirtæki fari í útrás og hefji starfsemi erlendis eða séu í samstarfi við erlenda aðila sé yfirleitt gríðarlegt fjármagn á bak við það sem mikilvægt sé að fara vel með.Menningarmunur hefur áhrif á árangur fyrirtækja„Það skiptir miklu máli að undirbúa starfsfólk vel þegar á að senda það til útlanda til þess að það nái fullum starfskröftum sem fyrst,“ segir Svala, sem bendir á að rannsóknir sýni að menningarmunur og samskiptaörðugleikar hamli því oft að fyrirtæki nái þeim árangri sem lagt var af stað með í upphafi. Hugmyndina að fyrirtækinu fékk Svala eftir að hafa sjálf starfað í sjö ár sem útsendur starfsmaður og sem maki útsends starfsmanns. „Ég fór að velta því fyrir mér, eftir þessa reynslu, af hverju sumum gengi betur en öðrum að laga sig að öðrum menningarheimum,“ segir Svala, sem hefur gert ótal margar rannsóknir á íslenskum útsendum starfsmönnum. „Rannsóknir mínar hafa sýnt að við eigum oft í erfiðleikum með samskipti við erlenda aðila og með stofnun þessa ráðgjafafyrirtækis getum við boðið starfsmönnum og stjórnendum hjálp við að auðvelda samskipti og verða alþjóðlegri í viðskiptaháttum.“Finnur rétta starfsmanninn Auk þess sem fyrirtækið aðstoðar starfsmenn og stjórnendur við að búa sig undir að búa í öðru landi og eiga viðskipti við erlenda aðila, hjálpar það einnig við að finna rétta starfsmanninn til að senda út. „Það er nefnilega ekki endilega sá sem er tæknilega bestur sem er hæfastur til að senda út í verkefni eða til starfa, heldur eru það einnig aðrir þættir sem spila inn í, eins og aðlögunarhæfni og annað,“ segir Svala. Fyrirtækið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi, en að sögn Svölu er ráðgjöf sem þessi mjög algeng í Evrópu. „Við þjálfum stjórnendur í að verða alþjóðlegri og aðstoðum alþjóðleg teymi. Við aðstoðum við flutning starfsmanna og maka þeirra og fræðum starfsmenn um menningu viðeigandi lands, bæði þjóðmenninguna og viðskiptamenninguna. Inn í þetta setjum við það sem er kölluð er menningargreind, en að vera menningargreindur er að átta sig á menningarmun og geta lifað og verið umburðarlyndur í annars konar menningu,“ segir Svala og bætir við að nú til dags sé farið að skipta miklu máli að geta starfað á alþjóðlegum vettvangi. „Ný kynslóð útsendra starfsmanna er að brjótast út og það kallar á þörf fyrir ráðgjöf á þessu sviði.“
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira