Að súpa hveljur yfir arði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar 7. ágúst 2013 07:00 Það er merki um góðan rekstur þegar fyrirtæki skilar hagnaði og getur ávaxtað þá fjármuni sem eigendurnir hafa lagt því til. Arðgreiðslur eru eðlilegur þáttur í heilbrigðum atvinnurekstri og eiga ekki að vera feimnismál í opinberri umræðu. Framhaldsaðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf. samþykkti á dögunum að greiða hluthöfum arð upp á 1,1 milljarð króna. Heyra mátti fjölmiðlafólk og álitsgjafa súpa hveljur yfir því að arður væri greiddur út í sjávarútvegi á sama tíma og kvartað væri yfir veiðigjöldum. Gott ef ekki væri mátulegt að láta þessa andskota borga ríkinu enn meira fyrst þeir gætu „skammtað sér“ arð! Hluthafarnir í Vinnslustöðinni (VSV) eru 260 talsins. Staðreyndir mála eru eftirfarandi:Sá sem á 100.000 króna eignarhlut að söluvirði í dag fær nú 6.300 krónur í arð. Af þeirri greiðslu tekur ríkið 20% í skatt. Frá árinu 2002 hefur samanlagður útgreiddur arður hluthafa VSV – og verðhækkun hlutabréfa í félaginu – verið jafn mikill og ef hluthafarnir hefðu keypt verðtryggð skuldabréf ríkissjóðs í stað þess að kaupa hluti í VSV. Heimamenn í Vestmannaeyjum eiga 68% hlutafjár í Vinnslustöðinni. Í þessum hópi eru núverandi og fyrrverandi starfsmenn, fyrirtæki, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og margir fleiri. Byggðarlagið í Vestmannaeyjum á mikið undir því að rekstur VSV sé traustur og arðsamur. Fyrirtækið greiddi alls 450 starfsmönnum laun núna í júlímánuði, þar af 330 í landi og 120 á sjó. Það segir sína sögu um umfang VSV. Með hóflegum arðgreiðslum eru skilaboð send um að eigendur njóti vaxta af fjárfestingu sinni. Mörg okkar lögðu mikið undir þegar við keyptum VSV á sínum tíma. Við viljum standa í skilum gagnvart lánardrottnum VSV og okkar sjálfra. Arðinn höfum við notað til að greiða vexti og afborganir af lánum sem voru tekin til að tryggja eignarhald Eyjamanna á VSV í sessi. Helsta ógnin sem steðjar að Vinnslustöðinni, líkt og öðrum fyrirtækjum í sjávarútvegi, stafar af stjórnvöldum og óhóflegum veiðigjöldum. Varnaðarorð, sem fyrrverandi ríkisstjórn lét sem vind um eyru þjóta, eru í fullu gildi. Þar var ekkert ofsagt. Núverandi ríkisstjórn verður að vinda ofan af vitleysunni. Það getur ekki verið samfélaginu til hagsbóta að sliga fyrirtæki með ofurskattheimtu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er merki um góðan rekstur þegar fyrirtæki skilar hagnaði og getur ávaxtað þá fjármuni sem eigendurnir hafa lagt því til. Arðgreiðslur eru eðlilegur þáttur í heilbrigðum atvinnurekstri og eiga ekki að vera feimnismál í opinberri umræðu. Framhaldsaðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf. samþykkti á dögunum að greiða hluthöfum arð upp á 1,1 milljarð króna. Heyra mátti fjölmiðlafólk og álitsgjafa súpa hveljur yfir því að arður væri greiddur út í sjávarútvegi á sama tíma og kvartað væri yfir veiðigjöldum. Gott ef ekki væri mátulegt að láta þessa andskota borga ríkinu enn meira fyrst þeir gætu „skammtað sér“ arð! Hluthafarnir í Vinnslustöðinni (VSV) eru 260 talsins. Staðreyndir mála eru eftirfarandi:Sá sem á 100.000 króna eignarhlut að söluvirði í dag fær nú 6.300 krónur í arð. Af þeirri greiðslu tekur ríkið 20% í skatt. Frá árinu 2002 hefur samanlagður útgreiddur arður hluthafa VSV – og verðhækkun hlutabréfa í félaginu – verið jafn mikill og ef hluthafarnir hefðu keypt verðtryggð skuldabréf ríkissjóðs í stað þess að kaupa hluti í VSV. Heimamenn í Vestmannaeyjum eiga 68% hlutafjár í Vinnslustöðinni. Í þessum hópi eru núverandi og fyrrverandi starfsmenn, fyrirtæki, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og margir fleiri. Byggðarlagið í Vestmannaeyjum á mikið undir því að rekstur VSV sé traustur og arðsamur. Fyrirtækið greiddi alls 450 starfsmönnum laun núna í júlímánuði, þar af 330 í landi og 120 á sjó. Það segir sína sögu um umfang VSV. Með hóflegum arðgreiðslum eru skilaboð send um að eigendur njóti vaxta af fjárfestingu sinni. Mörg okkar lögðu mikið undir þegar við keyptum VSV á sínum tíma. Við viljum standa í skilum gagnvart lánardrottnum VSV og okkar sjálfra. Arðinn höfum við notað til að greiða vexti og afborganir af lánum sem voru tekin til að tryggja eignarhald Eyjamanna á VSV í sessi. Helsta ógnin sem steðjar að Vinnslustöðinni, líkt og öðrum fyrirtækjum í sjávarútvegi, stafar af stjórnvöldum og óhóflegum veiðigjöldum. Varnaðarorð, sem fyrrverandi ríkisstjórn lét sem vind um eyru þjóta, eru í fullu gildi. Þar var ekkert ofsagt. Núverandi ríkisstjórn verður að vinda ofan af vitleysunni. Það getur ekki verið samfélaginu til hagsbóta að sliga fyrirtæki með ofurskattheimtu.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun