Að súpa hveljur yfir arði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar 7. ágúst 2013 07:00 Það er merki um góðan rekstur þegar fyrirtæki skilar hagnaði og getur ávaxtað þá fjármuni sem eigendurnir hafa lagt því til. Arðgreiðslur eru eðlilegur þáttur í heilbrigðum atvinnurekstri og eiga ekki að vera feimnismál í opinberri umræðu. Framhaldsaðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf. samþykkti á dögunum að greiða hluthöfum arð upp á 1,1 milljarð króna. Heyra mátti fjölmiðlafólk og álitsgjafa súpa hveljur yfir því að arður væri greiddur út í sjávarútvegi á sama tíma og kvartað væri yfir veiðigjöldum. Gott ef ekki væri mátulegt að láta þessa andskota borga ríkinu enn meira fyrst þeir gætu „skammtað sér“ arð! Hluthafarnir í Vinnslustöðinni (VSV) eru 260 talsins. Staðreyndir mála eru eftirfarandi:Sá sem á 100.000 króna eignarhlut að söluvirði í dag fær nú 6.300 krónur í arð. Af þeirri greiðslu tekur ríkið 20% í skatt. Frá árinu 2002 hefur samanlagður útgreiddur arður hluthafa VSV – og verðhækkun hlutabréfa í félaginu – verið jafn mikill og ef hluthafarnir hefðu keypt verðtryggð skuldabréf ríkissjóðs í stað þess að kaupa hluti í VSV. Heimamenn í Vestmannaeyjum eiga 68% hlutafjár í Vinnslustöðinni. Í þessum hópi eru núverandi og fyrrverandi starfsmenn, fyrirtæki, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og margir fleiri. Byggðarlagið í Vestmannaeyjum á mikið undir því að rekstur VSV sé traustur og arðsamur. Fyrirtækið greiddi alls 450 starfsmönnum laun núna í júlímánuði, þar af 330 í landi og 120 á sjó. Það segir sína sögu um umfang VSV. Með hóflegum arðgreiðslum eru skilaboð send um að eigendur njóti vaxta af fjárfestingu sinni. Mörg okkar lögðu mikið undir þegar við keyptum VSV á sínum tíma. Við viljum standa í skilum gagnvart lánardrottnum VSV og okkar sjálfra. Arðinn höfum við notað til að greiða vexti og afborganir af lánum sem voru tekin til að tryggja eignarhald Eyjamanna á VSV í sessi. Helsta ógnin sem steðjar að Vinnslustöðinni, líkt og öðrum fyrirtækjum í sjávarútvegi, stafar af stjórnvöldum og óhóflegum veiðigjöldum. Varnaðarorð, sem fyrrverandi ríkisstjórn lét sem vind um eyru þjóta, eru í fullu gildi. Þar var ekkert ofsagt. Núverandi ríkisstjórn verður að vinda ofan af vitleysunni. Það getur ekki verið samfélaginu til hagsbóta að sliga fyrirtæki með ofurskattheimtu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er merki um góðan rekstur þegar fyrirtæki skilar hagnaði og getur ávaxtað þá fjármuni sem eigendurnir hafa lagt því til. Arðgreiðslur eru eðlilegur þáttur í heilbrigðum atvinnurekstri og eiga ekki að vera feimnismál í opinberri umræðu. Framhaldsaðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf. samþykkti á dögunum að greiða hluthöfum arð upp á 1,1 milljarð króna. Heyra mátti fjölmiðlafólk og álitsgjafa súpa hveljur yfir því að arður væri greiddur út í sjávarútvegi á sama tíma og kvartað væri yfir veiðigjöldum. Gott ef ekki væri mátulegt að láta þessa andskota borga ríkinu enn meira fyrst þeir gætu „skammtað sér“ arð! Hluthafarnir í Vinnslustöðinni (VSV) eru 260 talsins. Staðreyndir mála eru eftirfarandi:Sá sem á 100.000 króna eignarhlut að söluvirði í dag fær nú 6.300 krónur í arð. Af þeirri greiðslu tekur ríkið 20% í skatt. Frá árinu 2002 hefur samanlagður útgreiddur arður hluthafa VSV – og verðhækkun hlutabréfa í félaginu – verið jafn mikill og ef hluthafarnir hefðu keypt verðtryggð skuldabréf ríkissjóðs í stað þess að kaupa hluti í VSV. Heimamenn í Vestmannaeyjum eiga 68% hlutafjár í Vinnslustöðinni. Í þessum hópi eru núverandi og fyrrverandi starfsmenn, fyrirtæki, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og margir fleiri. Byggðarlagið í Vestmannaeyjum á mikið undir því að rekstur VSV sé traustur og arðsamur. Fyrirtækið greiddi alls 450 starfsmönnum laun núna í júlímánuði, þar af 330 í landi og 120 á sjó. Það segir sína sögu um umfang VSV. Með hóflegum arðgreiðslum eru skilaboð send um að eigendur njóti vaxta af fjárfestingu sinni. Mörg okkar lögðu mikið undir þegar við keyptum VSV á sínum tíma. Við viljum standa í skilum gagnvart lánardrottnum VSV og okkar sjálfra. Arðinn höfum við notað til að greiða vexti og afborganir af lánum sem voru tekin til að tryggja eignarhald Eyjamanna á VSV í sessi. Helsta ógnin sem steðjar að Vinnslustöðinni, líkt og öðrum fyrirtækjum í sjávarútvegi, stafar af stjórnvöldum og óhóflegum veiðigjöldum. Varnaðarorð, sem fyrrverandi ríkisstjórn lét sem vind um eyru þjóta, eru í fullu gildi. Þar var ekkert ofsagt. Núverandi ríkisstjórn verður að vinda ofan af vitleysunni. Það getur ekki verið samfélaginu til hagsbóta að sliga fyrirtæki með ofurskattheimtu.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun