Lægra verð til hins almenna notanda Guðmundur Ingi Hauksson skrifar 6. ágúst 2013 12:00 Á venjulegu heimili eru mörg rafmagnstæki. Stundum eru mörg þeirra í gangi og stundum fá. Þannig sveiflast notkun okkar frá því að vera fáein wött og upp í mörg kílówött. Þegar mest á mæðir er kannski þurrkarinn í gangi (3,5 kW), steik í ofninum (2 kW), mörg ljós kveikt (1 kW) og alls konar minni tæki í gangi sem taka til sín kannski 1 kílówatt. Það gerir 7,5 kW. Ef notkunin væri svona allan sólarhringinn væri dýrt að vera til. Mánaðargjaldið væri yfir 50 þúsund krónur. Þó að notkun okkar sé ekki alltaf svona mikil þarf rafveitan að byggja sitt kerfi, frá virkjun til heimtaugar, utan um hámarksnotkunina. Rafveitan þarf jafnframt að gera ráð fyrir að einstaka sinnum séu öll heimili á útopnu í einu. Þannig fæst svokallaður „toppur“ í notkun. „Toppurinn“ er það sem flest miðast við – líka verðið. Ef hægt er að lækka „toppinn“, með því að dreifa rafmagnsnotkuninni meira, þá er líka hægt að minnka virkjanirnar, minnka lónin, létta og fækka línum, minnka spennistöðvar og svo framvegis. Þannig lækkar kostnaður rafveitunnar.Tækifæri til að leiðrétta Til er önnur leið til að lækka verðið, en hún byggir á því að kaupa stöðugt af Landsvirkjun hæsta mögulega útreiknaða „topp“. Það er gert með því að fulltrúar neytenda mynda fyrirtæki sem kaupir inn rafmagn frá Landsvirkjun á t.d. 5-6 kr. hverja kílóvattstund. Ég nefni þessa tölu því þá borgum við Landsvirkjun meira en hún fær frá öðrum stórnotendum og getur þar af leiðandi farið að skila ríkissjóði (okkur) meiri arði. Ef um 100 þúsund heimili kæmu inn í þessa útreikninga væri miðað við fyrrnefndan „topp“ á venjulegu heimili nauðsynlegt að kaupa stöðugt um 750 MW (7,5 kW*100.000) af Landsvirkjun. Með þessu móti hækkar verð smám saman til stórnotenda, þar sem fólkið í landinu myndar fyrirtækið sem kaupir mesta orku, sem í bili yrði á hærra verði en þau fyrirtæki sem kaupa orku á gjafverði, vegna undarlegheita í samningagerð fyrri ára. Verð til heimila hefur alltaf verið of hátt og núna kemur tækifæri til að leiðrétta það. Alltaf meðan heimilin eru ekki að nota orku upp í topp er hægt að selja stóran hluta orkunnar um sæstreng inn á rafkerfið í Bretlandi. Hægt er að hægja á kolaverum í Bretlandi alltaf þegar rafmagn flæðir um sæstrenginn (sem er meira en 90% tímans). Þeir borga síðan skv. mæli fyrir þá orku sem við getum sent þeim. Nú þegar eru þeir með vindmyllur sem gefa stundum mikið og stundum ekkert, svo auðvelt er fyrir þá að taka við sveiflukenndri orku frá okkur. Hér innanlands er ekki hátt verð fyrir sveiflukennda orku, þannig að það er tómt mál að tala um að nýta þessa orku frekar hérna innanlands. Það sem gerir gæfumuninn fyrir Bretlandsmarkað er að þetta er græn orka eins og frá vindmyllunum. Miðað við að við greiðum 5-6 krónur til Landsvirkjunar fyrir hverja kílóvattstund verður þessi orka vel samkeppnishæf við vindmyllur, þótt um sæstreng fari.Lægra verð Bretar hafa skuldbundið sig til að fá 20% allrar raforku frá „grænum“ orkugjöfum árið 2020. Þörfin er því fyrir hendi. Auðvelt ætti þannig að vera að fá fjármagn fyrir strengnum frá þeim. Fyrirtæki sem sæi um fjármögnun og rekstur strengsins myndi að öllum líkindum ekki taka meira en 3-4 krónur á kílóvattstund, en hugsanlega væri hægt að ná þeirri tölu niður í 2 krónur ef vextir eru lágir. Það sem ávinnst hjá okkur er lægra verð til hins almenna notanda á Íslandi. Síðan kemur sala á orku sem annars hefði bara runnið óbeisluð til sjávar og nýting á hverflum og kerfi sem nú þegar er gert fyrir þessa notkun. Samt þarf aðeins að bæta við svolitlu af virkjunum, því uppistöðulónin og heildarvatnsmagn er ekki nægilegt til að halda í við „toppinn“ allan ársins hring. Hagnaður Landsvirkjunar af hverri kílóvattstund yrði 3-4 krónur (ef 2 krónur er kostnaðarverð) og þannig ef u.þ.b. 600 MW eru seld að jafnaði til Bretlands eru það um 5 terawattstundir (5 milljarðar kílówattstunda). Þannig yrði hagnaður Landsvirkjunar 15–20 milljarðar á ári. Þetta kæmi síðan til þjóðarinnar, eiganda Landsvirkjunar, sem arður. Með 20 milljörðum á ári er hægt að gera margt. Til dæmis er hægt að lækka tekjuskatt á öllum um næstum helming, eða þá gera heilbrigðisþjónustuna aftur 5 stjörnu, eins og hún var hérna einu sinni. Að auki við þetta mun rafmagnsreikningur hvers heimilis lækka um helming, ef þetta er skipulagt á þennan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Á venjulegu heimili eru mörg rafmagnstæki. Stundum eru mörg þeirra í gangi og stundum fá. Þannig sveiflast notkun okkar frá því að vera fáein wött og upp í mörg kílówött. Þegar mest á mæðir er kannski þurrkarinn í gangi (3,5 kW), steik í ofninum (2 kW), mörg ljós kveikt (1 kW) og alls konar minni tæki í gangi sem taka til sín kannski 1 kílówatt. Það gerir 7,5 kW. Ef notkunin væri svona allan sólarhringinn væri dýrt að vera til. Mánaðargjaldið væri yfir 50 þúsund krónur. Þó að notkun okkar sé ekki alltaf svona mikil þarf rafveitan að byggja sitt kerfi, frá virkjun til heimtaugar, utan um hámarksnotkunina. Rafveitan þarf jafnframt að gera ráð fyrir að einstaka sinnum séu öll heimili á útopnu í einu. Þannig fæst svokallaður „toppur“ í notkun. „Toppurinn“ er það sem flest miðast við – líka verðið. Ef hægt er að lækka „toppinn“, með því að dreifa rafmagnsnotkuninni meira, þá er líka hægt að minnka virkjanirnar, minnka lónin, létta og fækka línum, minnka spennistöðvar og svo framvegis. Þannig lækkar kostnaður rafveitunnar.Tækifæri til að leiðrétta Til er önnur leið til að lækka verðið, en hún byggir á því að kaupa stöðugt af Landsvirkjun hæsta mögulega útreiknaða „topp“. Það er gert með því að fulltrúar neytenda mynda fyrirtæki sem kaupir inn rafmagn frá Landsvirkjun á t.d. 5-6 kr. hverja kílóvattstund. Ég nefni þessa tölu því þá borgum við Landsvirkjun meira en hún fær frá öðrum stórnotendum og getur þar af leiðandi farið að skila ríkissjóði (okkur) meiri arði. Ef um 100 þúsund heimili kæmu inn í þessa útreikninga væri miðað við fyrrnefndan „topp“ á venjulegu heimili nauðsynlegt að kaupa stöðugt um 750 MW (7,5 kW*100.000) af Landsvirkjun. Með þessu móti hækkar verð smám saman til stórnotenda, þar sem fólkið í landinu myndar fyrirtækið sem kaupir mesta orku, sem í bili yrði á hærra verði en þau fyrirtæki sem kaupa orku á gjafverði, vegna undarlegheita í samningagerð fyrri ára. Verð til heimila hefur alltaf verið of hátt og núna kemur tækifæri til að leiðrétta það. Alltaf meðan heimilin eru ekki að nota orku upp í topp er hægt að selja stóran hluta orkunnar um sæstreng inn á rafkerfið í Bretlandi. Hægt er að hægja á kolaverum í Bretlandi alltaf þegar rafmagn flæðir um sæstrenginn (sem er meira en 90% tímans). Þeir borga síðan skv. mæli fyrir þá orku sem við getum sent þeim. Nú þegar eru þeir með vindmyllur sem gefa stundum mikið og stundum ekkert, svo auðvelt er fyrir þá að taka við sveiflukenndri orku frá okkur. Hér innanlands er ekki hátt verð fyrir sveiflukennda orku, þannig að það er tómt mál að tala um að nýta þessa orku frekar hérna innanlands. Það sem gerir gæfumuninn fyrir Bretlandsmarkað er að þetta er græn orka eins og frá vindmyllunum. Miðað við að við greiðum 5-6 krónur til Landsvirkjunar fyrir hverja kílóvattstund verður þessi orka vel samkeppnishæf við vindmyllur, þótt um sæstreng fari.Lægra verð Bretar hafa skuldbundið sig til að fá 20% allrar raforku frá „grænum“ orkugjöfum árið 2020. Þörfin er því fyrir hendi. Auðvelt ætti þannig að vera að fá fjármagn fyrir strengnum frá þeim. Fyrirtæki sem sæi um fjármögnun og rekstur strengsins myndi að öllum líkindum ekki taka meira en 3-4 krónur á kílóvattstund, en hugsanlega væri hægt að ná þeirri tölu niður í 2 krónur ef vextir eru lágir. Það sem ávinnst hjá okkur er lægra verð til hins almenna notanda á Íslandi. Síðan kemur sala á orku sem annars hefði bara runnið óbeisluð til sjávar og nýting á hverflum og kerfi sem nú þegar er gert fyrir þessa notkun. Samt þarf aðeins að bæta við svolitlu af virkjunum, því uppistöðulónin og heildarvatnsmagn er ekki nægilegt til að halda í við „toppinn“ allan ársins hring. Hagnaður Landsvirkjunar af hverri kílóvattstund yrði 3-4 krónur (ef 2 krónur er kostnaðarverð) og þannig ef u.þ.b. 600 MW eru seld að jafnaði til Bretlands eru það um 5 terawattstundir (5 milljarðar kílówattstunda). Þannig yrði hagnaður Landsvirkjunar 15–20 milljarðar á ári. Þetta kæmi síðan til þjóðarinnar, eiganda Landsvirkjunar, sem arður. Með 20 milljörðum á ári er hægt að gera margt. Til dæmis er hægt að lækka tekjuskatt á öllum um næstum helming, eða þá gera heilbrigðisþjónustuna aftur 5 stjörnu, eins og hún var hérna einu sinni. Að auki við þetta mun rafmagnsreikningur hvers heimilis lækka um helming, ef þetta er skipulagt á þennan hátt.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun