Lægra verð til hins almenna notanda Guðmundur Ingi Hauksson skrifar 6. ágúst 2013 12:00 Á venjulegu heimili eru mörg rafmagnstæki. Stundum eru mörg þeirra í gangi og stundum fá. Þannig sveiflast notkun okkar frá því að vera fáein wött og upp í mörg kílówött. Þegar mest á mæðir er kannski þurrkarinn í gangi (3,5 kW), steik í ofninum (2 kW), mörg ljós kveikt (1 kW) og alls konar minni tæki í gangi sem taka til sín kannski 1 kílówatt. Það gerir 7,5 kW. Ef notkunin væri svona allan sólarhringinn væri dýrt að vera til. Mánaðargjaldið væri yfir 50 þúsund krónur. Þó að notkun okkar sé ekki alltaf svona mikil þarf rafveitan að byggja sitt kerfi, frá virkjun til heimtaugar, utan um hámarksnotkunina. Rafveitan þarf jafnframt að gera ráð fyrir að einstaka sinnum séu öll heimili á útopnu í einu. Þannig fæst svokallaður „toppur“ í notkun. „Toppurinn“ er það sem flest miðast við – líka verðið. Ef hægt er að lækka „toppinn“, með því að dreifa rafmagnsnotkuninni meira, þá er líka hægt að minnka virkjanirnar, minnka lónin, létta og fækka línum, minnka spennistöðvar og svo framvegis. Þannig lækkar kostnaður rafveitunnar.Tækifæri til að leiðrétta Til er önnur leið til að lækka verðið, en hún byggir á því að kaupa stöðugt af Landsvirkjun hæsta mögulega útreiknaða „topp“. Það er gert með því að fulltrúar neytenda mynda fyrirtæki sem kaupir inn rafmagn frá Landsvirkjun á t.d. 5-6 kr. hverja kílóvattstund. Ég nefni þessa tölu því þá borgum við Landsvirkjun meira en hún fær frá öðrum stórnotendum og getur þar af leiðandi farið að skila ríkissjóði (okkur) meiri arði. Ef um 100 þúsund heimili kæmu inn í þessa útreikninga væri miðað við fyrrnefndan „topp“ á venjulegu heimili nauðsynlegt að kaupa stöðugt um 750 MW (7,5 kW*100.000) af Landsvirkjun. Með þessu móti hækkar verð smám saman til stórnotenda, þar sem fólkið í landinu myndar fyrirtækið sem kaupir mesta orku, sem í bili yrði á hærra verði en þau fyrirtæki sem kaupa orku á gjafverði, vegna undarlegheita í samningagerð fyrri ára. Verð til heimila hefur alltaf verið of hátt og núna kemur tækifæri til að leiðrétta það. Alltaf meðan heimilin eru ekki að nota orku upp í topp er hægt að selja stóran hluta orkunnar um sæstreng inn á rafkerfið í Bretlandi. Hægt er að hægja á kolaverum í Bretlandi alltaf þegar rafmagn flæðir um sæstrenginn (sem er meira en 90% tímans). Þeir borga síðan skv. mæli fyrir þá orku sem við getum sent þeim. Nú þegar eru þeir með vindmyllur sem gefa stundum mikið og stundum ekkert, svo auðvelt er fyrir þá að taka við sveiflukenndri orku frá okkur. Hér innanlands er ekki hátt verð fyrir sveiflukennda orku, þannig að það er tómt mál að tala um að nýta þessa orku frekar hérna innanlands. Það sem gerir gæfumuninn fyrir Bretlandsmarkað er að þetta er græn orka eins og frá vindmyllunum. Miðað við að við greiðum 5-6 krónur til Landsvirkjunar fyrir hverja kílóvattstund verður þessi orka vel samkeppnishæf við vindmyllur, þótt um sæstreng fari.Lægra verð Bretar hafa skuldbundið sig til að fá 20% allrar raforku frá „grænum“ orkugjöfum árið 2020. Þörfin er því fyrir hendi. Auðvelt ætti þannig að vera að fá fjármagn fyrir strengnum frá þeim. Fyrirtæki sem sæi um fjármögnun og rekstur strengsins myndi að öllum líkindum ekki taka meira en 3-4 krónur á kílóvattstund, en hugsanlega væri hægt að ná þeirri tölu niður í 2 krónur ef vextir eru lágir. Það sem ávinnst hjá okkur er lægra verð til hins almenna notanda á Íslandi. Síðan kemur sala á orku sem annars hefði bara runnið óbeisluð til sjávar og nýting á hverflum og kerfi sem nú þegar er gert fyrir þessa notkun. Samt þarf aðeins að bæta við svolitlu af virkjunum, því uppistöðulónin og heildarvatnsmagn er ekki nægilegt til að halda í við „toppinn“ allan ársins hring. Hagnaður Landsvirkjunar af hverri kílóvattstund yrði 3-4 krónur (ef 2 krónur er kostnaðarverð) og þannig ef u.þ.b. 600 MW eru seld að jafnaði til Bretlands eru það um 5 terawattstundir (5 milljarðar kílówattstunda). Þannig yrði hagnaður Landsvirkjunar 15–20 milljarðar á ári. Þetta kæmi síðan til þjóðarinnar, eiganda Landsvirkjunar, sem arður. Með 20 milljörðum á ári er hægt að gera margt. Til dæmis er hægt að lækka tekjuskatt á öllum um næstum helming, eða þá gera heilbrigðisþjónustuna aftur 5 stjörnu, eins og hún var hérna einu sinni. Að auki við þetta mun rafmagnsreikningur hvers heimilis lækka um helming, ef þetta er skipulagt á þennan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á venjulegu heimili eru mörg rafmagnstæki. Stundum eru mörg þeirra í gangi og stundum fá. Þannig sveiflast notkun okkar frá því að vera fáein wött og upp í mörg kílówött. Þegar mest á mæðir er kannski þurrkarinn í gangi (3,5 kW), steik í ofninum (2 kW), mörg ljós kveikt (1 kW) og alls konar minni tæki í gangi sem taka til sín kannski 1 kílówatt. Það gerir 7,5 kW. Ef notkunin væri svona allan sólarhringinn væri dýrt að vera til. Mánaðargjaldið væri yfir 50 þúsund krónur. Þó að notkun okkar sé ekki alltaf svona mikil þarf rafveitan að byggja sitt kerfi, frá virkjun til heimtaugar, utan um hámarksnotkunina. Rafveitan þarf jafnframt að gera ráð fyrir að einstaka sinnum séu öll heimili á útopnu í einu. Þannig fæst svokallaður „toppur“ í notkun. „Toppurinn“ er það sem flest miðast við – líka verðið. Ef hægt er að lækka „toppinn“, með því að dreifa rafmagnsnotkuninni meira, þá er líka hægt að minnka virkjanirnar, minnka lónin, létta og fækka línum, minnka spennistöðvar og svo framvegis. Þannig lækkar kostnaður rafveitunnar.Tækifæri til að leiðrétta Til er önnur leið til að lækka verðið, en hún byggir á því að kaupa stöðugt af Landsvirkjun hæsta mögulega útreiknaða „topp“. Það er gert með því að fulltrúar neytenda mynda fyrirtæki sem kaupir inn rafmagn frá Landsvirkjun á t.d. 5-6 kr. hverja kílóvattstund. Ég nefni þessa tölu því þá borgum við Landsvirkjun meira en hún fær frá öðrum stórnotendum og getur þar af leiðandi farið að skila ríkissjóði (okkur) meiri arði. Ef um 100 þúsund heimili kæmu inn í þessa útreikninga væri miðað við fyrrnefndan „topp“ á venjulegu heimili nauðsynlegt að kaupa stöðugt um 750 MW (7,5 kW*100.000) af Landsvirkjun. Með þessu móti hækkar verð smám saman til stórnotenda, þar sem fólkið í landinu myndar fyrirtækið sem kaupir mesta orku, sem í bili yrði á hærra verði en þau fyrirtæki sem kaupa orku á gjafverði, vegna undarlegheita í samningagerð fyrri ára. Verð til heimila hefur alltaf verið of hátt og núna kemur tækifæri til að leiðrétta það. Alltaf meðan heimilin eru ekki að nota orku upp í topp er hægt að selja stóran hluta orkunnar um sæstreng inn á rafkerfið í Bretlandi. Hægt er að hægja á kolaverum í Bretlandi alltaf þegar rafmagn flæðir um sæstrenginn (sem er meira en 90% tímans). Þeir borga síðan skv. mæli fyrir þá orku sem við getum sent þeim. Nú þegar eru þeir með vindmyllur sem gefa stundum mikið og stundum ekkert, svo auðvelt er fyrir þá að taka við sveiflukenndri orku frá okkur. Hér innanlands er ekki hátt verð fyrir sveiflukennda orku, þannig að það er tómt mál að tala um að nýta þessa orku frekar hérna innanlands. Það sem gerir gæfumuninn fyrir Bretlandsmarkað er að þetta er græn orka eins og frá vindmyllunum. Miðað við að við greiðum 5-6 krónur til Landsvirkjunar fyrir hverja kílóvattstund verður þessi orka vel samkeppnishæf við vindmyllur, þótt um sæstreng fari.Lægra verð Bretar hafa skuldbundið sig til að fá 20% allrar raforku frá „grænum“ orkugjöfum árið 2020. Þörfin er því fyrir hendi. Auðvelt ætti þannig að vera að fá fjármagn fyrir strengnum frá þeim. Fyrirtæki sem sæi um fjármögnun og rekstur strengsins myndi að öllum líkindum ekki taka meira en 3-4 krónur á kílóvattstund, en hugsanlega væri hægt að ná þeirri tölu niður í 2 krónur ef vextir eru lágir. Það sem ávinnst hjá okkur er lægra verð til hins almenna notanda á Íslandi. Síðan kemur sala á orku sem annars hefði bara runnið óbeisluð til sjávar og nýting á hverflum og kerfi sem nú þegar er gert fyrir þessa notkun. Samt þarf aðeins að bæta við svolitlu af virkjunum, því uppistöðulónin og heildarvatnsmagn er ekki nægilegt til að halda í við „toppinn“ allan ársins hring. Hagnaður Landsvirkjunar af hverri kílóvattstund yrði 3-4 krónur (ef 2 krónur er kostnaðarverð) og þannig ef u.þ.b. 600 MW eru seld að jafnaði til Bretlands eru það um 5 terawattstundir (5 milljarðar kílówattstunda). Þannig yrði hagnaður Landsvirkjunar 15–20 milljarðar á ári. Þetta kæmi síðan til þjóðarinnar, eiganda Landsvirkjunar, sem arður. Með 20 milljörðum á ári er hægt að gera margt. Til dæmis er hægt að lækka tekjuskatt á öllum um næstum helming, eða þá gera heilbrigðisþjónustuna aftur 5 stjörnu, eins og hún var hérna einu sinni. Að auki við þetta mun rafmagnsreikningur hvers heimilis lækka um helming, ef þetta er skipulagt á þennan hátt.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun