Lægra verð til hins almenna notanda Guðmundur Ingi Hauksson skrifar 6. ágúst 2013 12:00 Á venjulegu heimili eru mörg rafmagnstæki. Stundum eru mörg þeirra í gangi og stundum fá. Þannig sveiflast notkun okkar frá því að vera fáein wött og upp í mörg kílówött. Þegar mest á mæðir er kannski þurrkarinn í gangi (3,5 kW), steik í ofninum (2 kW), mörg ljós kveikt (1 kW) og alls konar minni tæki í gangi sem taka til sín kannski 1 kílówatt. Það gerir 7,5 kW. Ef notkunin væri svona allan sólarhringinn væri dýrt að vera til. Mánaðargjaldið væri yfir 50 þúsund krónur. Þó að notkun okkar sé ekki alltaf svona mikil þarf rafveitan að byggja sitt kerfi, frá virkjun til heimtaugar, utan um hámarksnotkunina. Rafveitan þarf jafnframt að gera ráð fyrir að einstaka sinnum séu öll heimili á útopnu í einu. Þannig fæst svokallaður „toppur“ í notkun. „Toppurinn“ er það sem flest miðast við – líka verðið. Ef hægt er að lækka „toppinn“, með því að dreifa rafmagnsnotkuninni meira, þá er líka hægt að minnka virkjanirnar, minnka lónin, létta og fækka línum, minnka spennistöðvar og svo framvegis. Þannig lækkar kostnaður rafveitunnar.Tækifæri til að leiðrétta Til er önnur leið til að lækka verðið, en hún byggir á því að kaupa stöðugt af Landsvirkjun hæsta mögulega útreiknaða „topp“. Það er gert með því að fulltrúar neytenda mynda fyrirtæki sem kaupir inn rafmagn frá Landsvirkjun á t.d. 5-6 kr. hverja kílóvattstund. Ég nefni þessa tölu því þá borgum við Landsvirkjun meira en hún fær frá öðrum stórnotendum og getur þar af leiðandi farið að skila ríkissjóði (okkur) meiri arði. Ef um 100 þúsund heimili kæmu inn í þessa útreikninga væri miðað við fyrrnefndan „topp“ á venjulegu heimili nauðsynlegt að kaupa stöðugt um 750 MW (7,5 kW*100.000) af Landsvirkjun. Með þessu móti hækkar verð smám saman til stórnotenda, þar sem fólkið í landinu myndar fyrirtækið sem kaupir mesta orku, sem í bili yrði á hærra verði en þau fyrirtæki sem kaupa orku á gjafverði, vegna undarlegheita í samningagerð fyrri ára. Verð til heimila hefur alltaf verið of hátt og núna kemur tækifæri til að leiðrétta það. Alltaf meðan heimilin eru ekki að nota orku upp í topp er hægt að selja stóran hluta orkunnar um sæstreng inn á rafkerfið í Bretlandi. Hægt er að hægja á kolaverum í Bretlandi alltaf þegar rafmagn flæðir um sæstrenginn (sem er meira en 90% tímans). Þeir borga síðan skv. mæli fyrir þá orku sem við getum sent þeim. Nú þegar eru þeir með vindmyllur sem gefa stundum mikið og stundum ekkert, svo auðvelt er fyrir þá að taka við sveiflukenndri orku frá okkur. Hér innanlands er ekki hátt verð fyrir sveiflukennda orku, þannig að það er tómt mál að tala um að nýta þessa orku frekar hérna innanlands. Það sem gerir gæfumuninn fyrir Bretlandsmarkað er að þetta er græn orka eins og frá vindmyllunum. Miðað við að við greiðum 5-6 krónur til Landsvirkjunar fyrir hverja kílóvattstund verður þessi orka vel samkeppnishæf við vindmyllur, þótt um sæstreng fari.Lægra verð Bretar hafa skuldbundið sig til að fá 20% allrar raforku frá „grænum“ orkugjöfum árið 2020. Þörfin er því fyrir hendi. Auðvelt ætti þannig að vera að fá fjármagn fyrir strengnum frá þeim. Fyrirtæki sem sæi um fjármögnun og rekstur strengsins myndi að öllum líkindum ekki taka meira en 3-4 krónur á kílóvattstund, en hugsanlega væri hægt að ná þeirri tölu niður í 2 krónur ef vextir eru lágir. Það sem ávinnst hjá okkur er lægra verð til hins almenna notanda á Íslandi. Síðan kemur sala á orku sem annars hefði bara runnið óbeisluð til sjávar og nýting á hverflum og kerfi sem nú þegar er gert fyrir þessa notkun. Samt þarf aðeins að bæta við svolitlu af virkjunum, því uppistöðulónin og heildarvatnsmagn er ekki nægilegt til að halda í við „toppinn“ allan ársins hring. Hagnaður Landsvirkjunar af hverri kílóvattstund yrði 3-4 krónur (ef 2 krónur er kostnaðarverð) og þannig ef u.þ.b. 600 MW eru seld að jafnaði til Bretlands eru það um 5 terawattstundir (5 milljarðar kílówattstunda). Þannig yrði hagnaður Landsvirkjunar 15–20 milljarðar á ári. Þetta kæmi síðan til þjóðarinnar, eiganda Landsvirkjunar, sem arður. Með 20 milljörðum á ári er hægt að gera margt. Til dæmis er hægt að lækka tekjuskatt á öllum um næstum helming, eða þá gera heilbrigðisþjónustuna aftur 5 stjörnu, eins og hún var hérna einu sinni. Að auki við þetta mun rafmagnsreikningur hvers heimilis lækka um helming, ef þetta er skipulagt á þennan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á venjulegu heimili eru mörg rafmagnstæki. Stundum eru mörg þeirra í gangi og stundum fá. Þannig sveiflast notkun okkar frá því að vera fáein wött og upp í mörg kílówött. Þegar mest á mæðir er kannski þurrkarinn í gangi (3,5 kW), steik í ofninum (2 kW), mörg ljós kveikt (1 kW) og alls konar minni tæki í gangi sem taka til sín kannski 1 kílówatt. Það gerir 7,5 kW. Ef notkunin væri svona allan sólarhringinn væri dýrt að vera til. Mánaðargjaldið væri yfir 50 þúsund krónur. Þó að notkun okkar sé ekki alltaf svona mikil þarf rafveitan að byggja sitt kerfi, frá virkjun til heimtaugar, utan um hámarksnotkunina. Rafveitan þarf jafnframt að gera ráð fyrir að einstaka sinnum séu öll heimili á útopnu í einu. Þannig fæst svokallaður „toppur“ í notkun. „Toppurinn“ er það sem flest miðast við – líka verðið. Ef hægt er að lækka „toppinn“, með því að dreifa rafmagnsnotkuninni meira, þá er líka hægt að minnka virkjanirnar, minnka lónin, létta og fækka línum, minnka spennistöðvar og svo framvegis. Þannig lækkar kostnaður rafveitunnar.Tækifæri til að leiðrétta Til er önnur leið til að lækka verðið, en hún byggir á því að kaupa stöðugt af Landsvirkjun hæsta mögulega útreiknaða „topp“. Það er gert með því að fulltrúar neytenda mynda fyrirtæki sem kaupir inn rafmagn frá Landsvirkjun á t.d. 5-6 kr. hverja kílóvattstund. Ég nefni þessa tölu því þá borgum við Landsvirkjun meira en hún fær frá öðrum stórnotendum og getur þar af leiðandi farið að skila ríkissjóði (okkur) meiri arði. Ef um 100 þúsund heimili kæmu inn í þessa útreikninga væri miðað við fyrrnefndan „topp“ á venjulegu heimili nauðsynlegt að kaupa stöðugt um 750 MW (7,5 kW*100.000) af Landsvirkjun. Með þessu móti hækkar verð smám saman til stórnotenda, þar sem fólkið í landinu myndar fyrirtækið sem kaupir mesta orku, sem í bili yrði á hærra verði en þau fyrirtæki sem kaupa orku á gjafverði, vegna undarlegheita í samningagerð fyrri ára. Verð til heimila hefur alltaf verið of hátt og núna kemur tækifæri til að leiðrétta það. Alltaf meðan heimilin eru ekki að nota orku upp í topp er hægt að selja stóran hluta orkunnar um sæstreng inn á rafkerfið í Bretlandi. Hægt er að hægja á kolaverum í Bretlandi alltaf þegar rafmagn flæðir um sæstrenginn (sem er meira en 90% tímans). Þeir borga síðan skv. mæli fyrir þá orku sem við getum sent þeim. Nú þegar eru þeir með vindmyllur sem gefa stundum mikið og stundum ekkert, svo auðvelt er fyrir þá að taka við sveiflukenndri orku frá okkur. Hér innanlands er ekki hátt verð fyrir sveiflukennda orku, þannig að það er tómt mál að tala um að nýta þessa orku frekar hérna innanlands. Það sem gerir gæfumuninn fyrir Bretlandsmarkað er að þetta er græn orka eins og frá vindmyllunum. Miðað við að við greiðum 5-6 krónur til Landsvirkjunar fyrir hverja kílóvattstund verður þessi orka vel samkeppnishæf við vindmyllur, þótt um sæstreng fari.Lægra verð Bretar hafa skuldbundið sig til að fá 20% allrar raforku frá „grænum“ orkugjöfum árið 2020. Þörfin er því fyrir hendi. Auðvelt ætti þannig að vera að fá fjármagn fyrir strengnum frá þeim. Fyrirtæki sem sæi um fjármögnun og rekstur strengsins myndi að öllum líkindum ekki taka meira en 3-4 krónur á kílóvattstund, en hugsanlega væri hægt að ná þeirri tölu niður í 2 krónur ef vextir eru lágir. Það sem ávinnst hjá okkur er lægra verð til hins almenna notanda á Íslandi. Síðan kemur sala á orku sem annars hefði bara runnið óbeisluð til sjávar og nýting á hverflum og kerfi sem nú þegar er gert fyrir þessa notkun. Samt þarf aðeins að bæta við svolitlu af virkjunum, því uppistöðulónin og heildarvatnsmagn er ekki nægilegt til að halda í við „toppinn“ allan ársins hring. Hagnaður Landsvirkjunar af hverri kílóvattstund yrði 3-4 krónur (ef 2 krónur er kostnaðarverð) og þannig ef u.þ.b. 600 MW eru seld að jafnaði til Bretlands eru það um 5 terawattstundir (5 milljarðar kílówattstunda). Þannig yrði hagnaður Landsvirkjunar 15–20 milljarðar á ári. Þetta kæmi síðan til þjóðarinnar, eiganda Landsvirkjunar, sem arður. Með 20 milljörðum á ári er hægt að gera margt. Til dæmis er hægt að lækka tekjuskatt á öllum um næstum helming, eða þá gera heilbrigðisþjónustuna aftur 5 stjörnu, eins og hún var hérna einu sinni. Að auki við þetta mun rafmagnsreikningur hvers heimilis lækka um helming, ef þetta er skipulagt á þennan hátt.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun