Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar 16. maí 2025 09:32 Fyrir margt löngu skrifaði ég grein sem bar heitið „Lýðræðið er á förum“. Í dag virðist ástæða til að rifja hana upp. Lýðræðið hefur lengi verið talið eitt af grundvallaratriðum vestrænna samfélaga – undirstaða velfarnaðar okkar. Þrátt fyrir það er núverandi mynd þess aðeins um 180 ára gömul. Hugmyndin er sú að almenningur hafi raunveruleg áhrif á ákvarðanir sem snerta líf sitt. En höfum við misst stjórnina? Erum við á leiðinni inn í kerfi þar sem lýðræði þjónar aðeins fáum, sérhagsmunum og peningavöldum? Þegar litið er til baka má sjá að þátttaka fólks í stjórnmálum var áður mun virkari. Fólk bar út blöð, dreifði bæklingum og skipulagði fjáröflun. Á fundum og í umræðu mótaði fólk stefnu sinna flokka. Þetta skapaði sterk tengsl milli flokks og fólks. Flokkarnir byggðu á samstöðu og þátttöku og upp úr þessu starfi fæddust forystumenn með raunverulegan stuðning flokksmanna. Í dag hefur þetta breyst. Stjórnmálaflokkar þurfa ekki lengur á virku grasrótarstarfi að halda. Á síðustu árum hafa þeir fengið um 9 milljarða króna úr ríkissjóði til reksturs. Slíkt fjármagn átti að draga úr þörf þeirra fyrir stuðning frá fyrirtækjum og auðmönnum. Þrátt fyrir það halda stórfyrirtæki áfram að styrkja flokka með milljónagreiðslum. Í stað þess að treysta á fólk snýst baráttan nú um markaðssetningu. Flokkarnir nýta fjármuni í auglýsingar, ráðgjafa og markaðsrannsóknir til að stýra orðræðu og stefnu þannig að hún höfði til kjósenda – oft án raunverulegrar sannfæringar eða langtímahugsunar. Þetta sést vel í Bandaríkjunum þar sem stórir hópar framkvæma kannanir til að finna hvaða mál skipta fólk mestu máli í fylki eða borg og í kjölfarið eru herferðir og ræður sniðnar eftir niðurstöðunum – allt til að fá atkvæði, ekki endilega til að leysa vandann. Þessi þróun dregur úr vægi almennra flokksmanna og eykur völd fárra sérhagsmunaaðila. Kjósendur eru farnir að líta á stjórnmál eins og neytendur sem velja úr tilbúnum vörum, án raunverulegrar aðkomu að mótun þeirra né þekkja innihald. Áður var sagt að enginn kæmist á þing í Bandaríkjunum nema hafa milljónir dollara og banka sem bakhjarla. Ísland virðist stefna sömu leið. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Um allan heim veikjast lýðræðislegar stofnanir, fjölmiðlafrelsi er skert, dómstólar orðnir pólitískir og almenningur útilokaður frá ákvarðanatöku. Þó við sjáum þessa þróun virðist enginn bregðast við. Fyrir flokkana er þetta þægilegt ástand. Spurningin er hvort við getum snúið þessari þróun við. Getum við endurvakið raunverulega þátttöku fólks og styrkt lýðræðislegar stofnanir áður en það verður of seint? Lýðræði krefst virkni, ekki þöggunar. Það er ekki nóg að kvarta í hljóði. Við verðum að ræða málin, mynda nýja grasrót og krefjast þess að stjórnmálin þjóni fólkinu. Á meðan við sitjum hjá færist völdin smám saman frá almenningi til fárra. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu skrifaði ég grein sem bar heitið „Lýðræðið er á förum“. Í dag virðist ástæða til að rifja hana upp. Lýðræðið hefur lengi verið talið eitt af grundvallaratriðum vestrænna samfélaga – undirstaða velfarnaðar okkar. Þrátt fyrir það er núverandi mynd þess aðeins um 180 ára gömul. Hugmyndin er sú að almenningur hafi raunveruleg áhrif á ákvarðanir sem snerta líf sitt. En höfum við misst stjórnina? Erum við á leiðinni inn í kerfi þar sem lýðræði þjónar aðeins fáum, sérhagsmunum og peningavöldum? Þegar litið er til baka má sjá að þátttaka fólks í stjórnmálum var áður mun virkari. Fólk bar út blöð, dreifði bæklingum og skipulagði fjáröflun. Á fundum og í umræðu mótaði fólk stefnu sinna flokka. Þetta skapaði sterk tengsl milli flokks og fólks. Flokkarnir byggðu á samstöðu og þátttöku og upp úr þessu starfi fæddust forystumenn með raunverulegan stuðning flokksmanna. Í dag hefur þetta breyst. Stjórnmálaflokkar þurfa ekki lengur á virku grasrótarstarfi að halda. Á síðustu árum hafa þeir fengið um 9 milljarða króna úr ríkissjóði til reksturs. Slíkt fjármagn átti að draga úr þörf þeirra fyrir stuðning frá fyrirtækjum og auðmönnum. Þrátt fyrir það halda stórfyrirtæki áfram að styrkja flokka með milljónagreiðslum. Í stað þess að treysta á fólk snýst baráttan nú um markaðssetningu. Flokkarnir nýta fjármuni í auglýsingar, ráðgjafa og markaðsrannsóknir til að stýra orðræðu og stefnu þannig að hún höfði til kjósenda – oft án raunverulegrar sannfæringar eða langtímahugsunar. Þetta sést vel í Bandaríkjunum þar sem stórir hópar framkvæma kannanir til að finna hvaða mál skipta fólk mestu máli í fylki eða borg og í kjölfarið eru herferðir og ræður sniðnar eftir niðurstöðunum – allt til að fá atkvæði, ekki endilega til að leysa vandann. Þessi þróun dregur úr vægi almennra flokksmanna og eykur völd fárra sérhagsmunaaðila. Kjósendur eru farnir að líta á stjórnmál eins og neytendur sem velja úr tilbúnum vörum, án raunverulegrar aðkomu að mótun þeirra né þekkja innihald. Áður var sagt að enginn kæmist á þing í Bandaríkjunum nema hafa milljónir dollara og banka sem bakhjarla. Ísland virðist stefna sömu leið. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Um allan heim veikjast lýðræðislegar stofnanir, fjölmiðlafrelsi er skert, dómstólar orðnir pólitískir og almenningur útilokaður frá ákvarðanatöku. Þó við sjáum þessa þróun virðist enginn bregðast við. Fyrir flokkana er þetta þægilegt ástand. Spurningin er hvort við getum snúið þessari þróun við. Getum við endurvakið raunverulega þátttöku fólks og styrkt lýðræðislegar stofnanir áður en það verður of seint? Lýðræði krefst virkni, ekki þöggunar. Það er ekki nóg að kvarta í hljóði. Við verðum að ræða málin, mynda nýja grasrót og krefjast þess að stjórnmálin þjóni fólkinu. Á meðan við sitjum hjá færist völdin smám saman frá almenningi til fárra. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun