Bílstjóri nr. 357 Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 1. ágúst 2013 00:01 „Bílstjórinn kom og keypti fyrir þig nýtt display,“ sagði starfsmaðurinn á verkstæðinu en ég var komin að sækja hjólið mitt úr viðgerð. Þessi orð komu mér notalega á óvart. Ég fann fyrir hlýjum hnoðra í maganum sem færðist um allan skrokkinn. Fyrsta hugsunin mín var; þetta er maður sem ber virðingu fyrir sjálfum sér, viðskiptavinum sínum og starfi sínu. Síðan varð mér hugsað til viðbragða sérfræðinga heilbrigðiskerfisins þegar sonur minn lést í kjölfar mistaka á bráðamóttöku barna 2001. Samanburður viðbragða þessara aðila er lærdómsríkur. Svo ég útskýri nú samhengið betur þá flutti umræddur bílstjóri rafhjólið mitt á verkstæðið eftir að ég varð fyrir örlitlu óhappi sem skemmdi mótorbúnaðinn í afturhjólinu. Strætó tekur ekki þessi hjól, því var nauðsynlegt að panta leigubíl. Við komuna á verkstæðið leit út fyrir að á leiðinni hefði orðið eitthvað hnjask til viðbótar sem varð til þess að skipta þurfti um skjá (display) í stýrinu. Ég var sjálf ekki með í ferðinni svo ég hafði ekki hugmynd um hvort óhapp hefði átt sér stað. Þetta var ekki þannig tjón að það skipti máli að mér fannst, en ákvað samt að hringja í bílstjórann og bjóða honum að skoða þetta ef hann vildi vara sig á þessum aðstæðum síðar. Ég ítrekaði að ég gerði engar kröfur heldur væri þetta í hans höndum ef hann kærði sig um.Aðdáunarverð umhyggja Síðan vissi ég ekkert fyrr en ég kom að sækja hjólið. Áður en mér tókst að hringja í bílstjórann til að þakka fyrir mig hringdi hann til að athuga hvort allt væri í lagi. Hann tók það sérstaklega fram að sér þætti þetta sjálfsagt. Viðbrögð hans fóru fram úr öllum mínum væntingum og upplifði ég sanna virðingu. Það var eins og eitthvað leiðréttist í hausnum á mér, eins og ég fengi allt í einu skýr og rétt viðmið. Hann tók af mér allar vangaveltur um þennan atburð, ég þarf ekki að hugleiða hann neitt frekar né velta fyrir mér rétti mínum. Því síður að leita réttar míns. Hann gerði ekkert rangt en sýndi aðdáunarverða umhyggju og áhuga á að þjóna viðskiptavinum sínum. Það er til eftirbreytni. Skoðum nú aðeins viðbrögð heilbrigðiskerfisins við óhappatilvikum. Í ellefu ár eftir að sonur minn lést hugleiddi ég það daglega hvort það hefði verið hægt að koma í veg fyrir andlát hans og hvort fleiri hefðu þurft að þola það sama. Loks í september 2011 sat ég með niðurstöðu landlæknis í höndunum sem staðfesti gáleysisleg mistök. En þar með var daglegum vangaveltum mínum ekki lokið. Landspítalinn hefur ekki getað sýnt mér fram á lærdóm af atvikinu og öllum mínum tilraunum til sátta hefur verið hafnað. Skriflega var tekið undir það sjónarmið mitt að þetta hefðu verið mistök. Það má lesa milli lína bréfsins að þeir væru að gera meira en þeim bæri að gera með því að biðjast afsökunar. Þetta voru ljótar ásakanir af minni hálfu. Svo kom nú í ljós að þeir vissu þetta allan tímann en létu mig hafa fyrir því að berjast fyrir réttlætinu alveg eins og þeir sem smituðust af lifrarbólgu C eftir blóðgjöf hafa þurft að gera.Forkastanlegt virðingarleysi Í þessu samhengi fá viðbrögð bílstjórans nýtt og skýrara samhengi. Heilbrigðiskerfið sem veit upp á sig skömmina en lætur veikburða sjúklinga berjast fyrir heilsu sinni og lífi er til háborinnar skammar. Er þetta virkilega framkoma sem heilbrigðisyfirvöldum finnst ásættanleg? Öryggismenning eða öryggisbragur sem landlæknir nefnir í grein í Fréttablaðinu 26. mars sl. og fleiri fræðimenn tönnlast á er vægast sagt bágborin. Virðingarleysið gagnvert manneskjunni er forkastanlegt. Auðvitað er þjónustan góð í mörgum tilfellum en það afsakar ekki hvernig unnið er úr mistakamálum. Við verðum að geta treyst að sérfræðingar kerfisins bregðist við á heiðarlegan hátt og sýni lífi okkar virðingu. Í lok sögunnar um miskunnsama Samverjann spurði Jesú „Hver þessara þriggja sýnist þér hafa reynst náungi þeim manni sem féll í hendur ræningjans? Lögvitringurinn svaraði „Sá sem miskunnarverkið gerði honum“ (Lúkasarguðspjall 10. kafli). Það þarf svona fagmennsku í heilbrigðiskerfið. Grunlaus bílstjórinn færði mér miklu stærri gjöf en „displayið“. Hann færði mér dýrmæta virðingu og visku sem er verðmeiri en öll þekking LSH. Það er gott að verða á vegi fólks sem glæðir lífið meiri hamingju með fallegri og fumlausri breytni sinni. Kærar þakkir Þór, bílstjóri og náungi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
„Bílstjórinn kom og keypti fyrir þig nýtt display,“ sagði starfsmaðurinn á verkstæðinu en ég var komin að sækja hjólið mitt úr viðgerð. Þessi orð komu mér notalega á óvart. Ég fann fyrir hlýjum hnoðra í maganum sem færðist um allan skrokkinn. Fyrsta hugsunin mín var; þetta er maður sem ber virðingu fyrir sjálfum sér, viðskiptavinum sínum og starfi sínu. Síðan varð mér hugsað til viðbragða sérfræðinga heilbrigðiskerfisins þegar sonur minn lést í kjölfar mistaka á bráðamóttöku barna 2001. Samanburður viðbragða þessara aðila er lærdómsríkur. Svo ég útskýri nú samhengið betur þá flutti umræddur bílstjóri rafhjólið mitt á verkstæðið eftir að ég varð fyrir örlitlu óhappi sem skemmdi mótorbúnaðinn í afturhjólinu. Strætó tekur ekki þessi hjól, því var nauðsynlegt að panta leigubíl. Við komuna á verkstæðið leit út fyrir að á leiðinni hefði orðið eitthvað hnjask til viðbótar sem varð til þess að skipta þurfti um skjá (display) í stýrinu. Ég var sjálf ekki með í ferðinni svo ég hafði ekki hugmynd um hvort óhapp hefði átt sér stað. Þetta var ekki þannig tjón að það skipti máli að mér fannst, en ákvað samt að hringja í bílstjórann og bjóða honum að skoða þetta ef hann vildi vara sig á þessum aðstæðum síðar. Ég ítrekaði að ég gerði engar kröfur heldur væri þetta í hans höndum ef hann kærði sig um.Aðdáunarverð umhyggja Síðan vissi ég ekkert fyrr en ég kom að sækja hjólið. Áður en mér tókst að hringja í bílstjórann til að þakka fyrir mig hringdi hann til að athuga hvort allt væri í lagi. Hann tók það sérstaklega fram að sér þætti þetta sjálfsagt. Viðbrögð hans fóru fram úr öllum mínum væntingum og upplifði ég sanna virðingu. Það var eins og eitthvað leiðréttist í hausnum á mér, eins og ég fengi allt í einu skýr og rétt viðmið. Hann tók af mér allar vangaveltur um þennan atburð, ég þarf ekki að hugleiða hann neitt frekar né velta fyrir mér rétti mínum. Því síður að leita réttar míns. Hann gerði ekkert rangt en sýndi aðdáunarverða umhyggju og áhuga á að þjóna viðskiptavinum sínum. Það er til eftirbreytni. Skoðum nú aðeins viðbrögð heilbrigðiskerfisins við óhappatilvikum. Í ellefu ár eftir að sonur minn lést hugleiddi ég það daglega hvort það hefði verið hægt að koma í veg fyrir andlát hans og hvort fleiri hefðu þurft að þola það sama. Loks í september 2011 sat ég með niðurstöðu landlæknis í höndunum sem staðfesti gáleysisleg mistök. En þar með var daglegum vangaveltum mínum ekki lokið. Landspítalinn hefur ekki getað sýnt mér fram á lærdóm af atvikinu og öllum mínum tilraunum til sátta hefur verið hafnað. Skriflega var tekið undir það sjónarmið mitt að þetta hefðu verið mistök. Það má lesa milli lína bréfsins að þeir væru að gera meira en þeim bæri að gera með því að biðjast afsökunar. Þetta voru ljótar ásakanir af minni hálfu. Svo kom nú í ljós að þeir vissu þetta allan tímann en létu mig hafa fyrir því að berjast fyrir réttlætinu alveg eins og þeir sem smituðust af lifrarbólgu C eftir blóðgjöf hafa þurft að gera.Forkastanlegt virðingarleysi Í þessu samhengi fá viðbrögð bílstjórans nýtt og skýrara samhengi. Heilbrigðiskerfið sem veit upp á sig skömmina en lætur veikburða sjúklinga berjast fyrir heilsu sinni og lífi er til háborinnar skammar. Er þetta virkilega framkoma sem heilbrigðisyfirvöldum finnst ásættanleg? Öryggismenning eða öryggisbragur sem landlæknir nefnir í grein í Fréttablaðinu 26. mars sl. og fleiri fræðimenn tönnlast á er vægast sagt bágborin. Virðingarleysið gagnvert manneskjunni er forkastanlegt. Auðvitað er þjónustan góð í mörgum tilfellum en það afsakar ekki hvernig unnið er úr mistakamálum. Við verðum að geta treyst að sérfræðingar kerfisins bregðist við á heiðarlegan hátt og sýni lífi okkar virðingu. Í lok sögunnar um miskunnsama Samverjann spurði Jesú „Hver þessara þriggja sýnist þér hafa reynst náungi þeim manni sem féll í hendur ræningjans? Lögvitringurinn svaraði „Sá sem miskunnarverkið gerði honum“ (Lúkasarguðspjall 10. kafli). Það þarf svona fagmennsku í heilbrigðiskerfið. Grunlaus bílstjórinn færði mér miklu stærri gjöf en „displayið“. Hann færði mér dýrmæta virðingu og visku sem er verðmeiri en öll þekking LSH. Það er gott að verða á vegi fólks sem glæðir lífið meiri hamingju með fallegri og fumlausri breytni sinni. Kærar þakkir Þór, bílstjóri og náungi.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun