Lífið

Heldur fyrir augun á pabba

Amanda Seyfried ætlar að sjá til þess að faðir sinn muni ekki sjá hana nakta.
Amanda Seyfried ætlar að sjá til þess að faðir sinn muni ekki sjá hana nakta.
Amanda Seyfried ætlar að halda fyrir augun á föður sínum þegar hann horfir á nektarsenurnar í nýjustu mynd hennar, Lovelace.

Hin 27 ára leikkona fer með hlutverk klámstjörnunnar Lindu Lovelace í myndinni en hin raunverulega Linda lék í hinni umdeildu mynd Deep Throat.

Amanda er staðráðin í því að horfa á myndina með pabba sínum, Jack, svo hún geti varað hann við þegar nektarsenurnar nálgast.

„Ég ætla að sitja með honum og koma í veg fyrir að hann sjái brjóstin á mér. Hann má ekki sjá mig nakta,“ sagði leikkonan í viðtali hjá David Letterman á þriðjudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.