Hræðsluáróðri svarað Margrét Jónsdóttir skrifar 31. júlí 2013 00:01 Nú er fegursta tíma ársins að ljúka þá er hin himinbláa lúpína hefur lokið blómgun. En það er huggun harmi gegn að breiður hennar munu standa grænar langt fram á vetur. Það er nú að verða árviss atburður að í miðjum blómatíma lúpínunnar hefur upp raust sína Hjörleifur nokkur Guttormsson í þeim tilgangi að telja fólki trú um að þessi „hræðilega“ jurt sé ein „mesta ógnin“ sem nú steðji að okkar gróðurvana landi. En sem betur fer eru mjög fáir sem taka mark á honum, en þó of margir. Þar á meðal eru VG-menn sem, eins og enn er í fersku minni, hlupu til eftir uppskriftum hans og létu Náttúrufræðistofnun og Landgræðsluna gefa út bækling um skaðsemi lúpínu, kjörvells og fleiri duglegra jurta. Í grein sem hann skrifaði í Mbl. 18. júlí harmar hann að hún skuli valta yfir mela og götótta móa, upp á klettabelti og yfir auðnir landsins, jafnvel áreyrar! Verst þykir honum að hugsa til þess að lúpínan gæti hugsanlega grætt upp megnið af landinu fyrir lok þessarar aldar!Nóg af mistökum Hvað er að manni sem fær fólk til að hatast við eina frábærustu jurt jarðar sem hugsanlega gæti grætt upp okkar íslensku eyðimörk sem er um 75% af landinu. Ekki bara það, heldur verður lífmassi hennar að gróðurríkri mold þar sem aðrar plöntur koma svo til með að nema land er fram líða stundir. Já, hvað er hægt að segja við hann Hjörleif, sem segir að lúpínan sé „mesta ógnin“ sem steðji að þessu ofbitna og gróðurvana landi? Að hann skuli bara fara að eitra, rétt eins og VG-systir hans gerði? Nei, auðvitað ekki. Nóg komið af svoleiðis mistökum. En við náttúrufræðinginn vil ég segja þetta: Leyfum landinu að gróa sára sinna með lúpínunni ef það er bara hægt. Lífið heldur áfram eftir að við förum héðan og er fram líða stundir kemur að þeim tíma að lúpínan verður í útrýmingarhættu eins og staða hennar er nú í heimalandi hennar, Alaska. Hættu að hafa þessar áhyggjur og komdu í félagsskap sem heitir „Vinir lúpínunnar“. Þar getur þú fræðst um gagnsemi hennar og annarra „ágengra“ jurta. Græðum landið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nú er fegursta tíma ársins að ljúka þá er hin himinbláa lúpína hefur lokið blómgun. En það er huggun harmi gegn að breiður hennar munu standa grænar langt fram á vetur. Það er nú að verða árviss atburður að í miðjum blómatíma lúpínunnar hefur upp raust sína Hjörleifur nokkur Guttormsson í þeim tilgangi að telja fólki trú um að þessi „hræðilega“ jurt sé ein „mesta ógnin“ sem nú steðji að okkar gróðurvana landi. En sem betur fer eru mjög fáir sem taka mark á honum, en þó of margir. Þar á meðal eru VG-menn sem, eins og enn er í fersku minni, hlupu til eftir uppskriftum hans og létu Náttúrufræðistofnun og Landgræðsluna gefa út bækling um skaðsemi lúpínu, kjörvells og fleiri duglegra jurta. Í grein sem hann skrifaði í Mbl. 18. júlí harmar hann að hún skuli valta yfir mela og götótta móa, upp á klettabelti og yfir auðnir landsins, jafnvel áreyrar! Verst þykir honum að hugsa til þess að lúpínan gæti hugsanlega grætt upp megnið af landinu fyrir lok þessarar aldar!Nóg af mistökum Hvað er að manni sem fær fólk til að hatast við eina frábærustu jurt jarðar sem hugsanlega gæti grætt upp okkar íslensku eyðimörk sem er um 75% af landinu. Ekki bara það, heldur verður lífmassi hennar að gróðurríkri mold þar sem aðrar plöntur koma svo til með að nema land er fram líða stundir. Já, hvað er hægt að segja við hann Hjörleif, sem segir að lúpínan sé „mesta ógnin“ sem steðji að þessu ofbitna og gróðurvana landi? Að hann skuli bara fara að eitra, rétt eins og VG-systir hans gerði? Nei, auðvitað ekki. Nóg komið af svoleiðis mistökum. En við náttúrufræðinginn vil ég segja þetta: Leyfum landinu að gróa sára sinna með lúpínunni ef það er bara hægt. Lífið heldur áfram eftir að við förum héðan og er fram líða stundir kemur að þeim tíma að lúpínan verður í útrýmingarhættu eins og staða hennar er nú í heimalandi hennar, Alaska. Hættu að hafa þessar áhyggjur og komdu í félagsskap sem heitir „Vinir lúpínunnar“. Þar getur þú fræðst um gagnsemi hennar og annarra „ágengra“ jurta. Græðum landið!
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun